Efni til að vefja púst

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Efni til að vefja púst

Postfrá Svenni30 » 23.apr 2013, 14:42

Sælir, hvar fæ ég svona vafninga til að vefja púst ?
Ég er með flækjur hjá mér sem eru að hitna vel þegar tekið er á þessu v6 dóti, lenti í þessu um helgina Image
Flækjan liggur aðeins of nálægt þarna undir. Og bræddi tjöru draslið þarna með tilheyrandi lykt,
teppið er brunnið líka.
Er einhver önnur laus á þessu ? kannski að smíða hlíf þarna undir þar sem flækjan er ?


Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá Big Red » 23.apr 2013, 15:20

Biðst afsökunar fyrriframm enn stelumst inní þennan þrá,ð glímum við sama vandamál með Nissan. Það væri flott ef einhverjar hugmyndir myndu taka flugið hérna
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá Polarbear » 23.apr 2013, 15:24

http://fossberg.is/

þú færð þetta í fossberg. Ég vafði svona utanum púst hjá mér og vafði svo vel yfir með ryðfríum suðuteini.. fannst það koma betur út en að nota bandið sem þeir selja með þessu.

ef þú kemur vafningum -og- hlíf þá væri það ekki verra. en mér sýnist þetta vera það nálægt að slíkt sé vonlítið, eða hvað?


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá Þorri » 23.apr 2013, 15:29

Ef það er pláss fyrir hita hlíf þá held ég að það sé góð lausn.

Ein lausnin er að hækka bílinn á boddýi til að auka bilið þarna á milli En þá þarftu að fá þér stærri dekk til að loka bilinu sem myndast í brettunum í staðinn. Þá lendiru líka í því bagalega veseni að drífa meira en það er svo sem hægt að redda því með því að breyta aksturslagi til hins verra.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá nobrks » 23.apr 2013, 19:17

Fæst líka í Bílasmiðnum á skaplegu verði, þeas 2" glertrefjaband til að vefja

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá Freyr » 23.apr 2013, 20:21

Hef notað glertrefjaborða frá bílasmiðnum með góðum árangri. V6 hilux stóðu sig greinilega vel í þessu um helgina, veit um einn sem bræddi gúmmístígvél hjá farþeganum.....


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá villi58 » 23.apr 2013, 21:02

Svenni þú ættir að gleyma því að vefja rörin heldur fá þér steinsteypt stígvél.
Ef það er pláss þá seturðu hitahlíf, svo munar mikklu að líma glertrefjamottu m/álhúð á hvalbak, gerði það síðast þegar ég setti túrbínu í Hilux, þurfti líka að setja á bremsurör og lagnir.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá ellisnorra » 23.apr 2013, 21:17

Eða bara að slaka á gjöfinni? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá Svenni30 » 23.apr 2013, 21:28

Takk strákar, það er ekki mikið pláss þarna, en ætla reyna setja hitahíf og svona vafninga.
Nei Elli þá er ekkert gaman, maður verður að stíga bensínið í botn svo þetta hreyfist eitthvað :)

Freyr wrote:Hef notað glertrefjaborða frá bílasmiðnum með góðum árangri. V6 hilux stóðu sig greinilega vel í þessu um helgina, veit um einn sem bræddi gúmmístígvél hjá farþeganum.....

Það var svipað hjá mér, kóarinn var allavega ekki kalt á tánum :)
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


storisteinn
Innlegg: 18
Skráður: 25.júl 2012, 10:00
Fullt nafn: Orn Torsteinsson

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá storisteinn » 25.apr 2013, 01:15

Dettur í hug hvort þú gætir líka ekki notað sama efni og er notað inní hljóðkúta á mótorhjólum ! Ódírt og hljóðeinangrar jafnvel líka :)
http://www.apico.co.uk/exhausts-silence ... 50-mm.html


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá grimur » 25.apr 2013, 11:36

Einhver sagði mér að þunn blikkplata ein og sér helmingaði hitann sem fer í gegn.
Það þarf þá að vera smá loftun á bakvið hana, en samt ekki meira en fáeinir mm.
Kannski er hægt að smeygja blikki inn á milli og skrúfa fast með skinnum á milli...? og svo auðvitað vefja rörin.
Svo er spurning um að skera úr hvalbaknum og bæta í aftur með smá plássi fyrir flækjurnar, hef þurft að gera það þegar 350 LT1 er sett í Hilux.
Þá þarf líka að fórna amk. einni festingu fyrir miðstöðina og svona smá æfingar, en þetta er líklega auðveldasta leiðin til að fá sæmilegt pláss fyrir flækjurnar.

kv
Grimur

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá StefánDal » 25.apr 2013, 11:58

Eitthvað las ég á facebooksíðu willysunnanda að þar höfðu menn lent í því að það hafði kviknað í svona vafningum. Eitthvað var Willys gamli farinn að leka mótorolíu niður á púst að vísu. Þekki þetta annars ekki sjálfur af eigin raun en það er kannski vert að hafa þetta í huga.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá villi58 » 25.apr 2013, 12:48

Ég er búinn að segja honum að setja hlíf, þarf ekki svo mikið pláss á milli sem ætti að duga.

User avatar

Höfundur þráðar
Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá Svenni30 » 25.apr 2013, 13:07

villi58 wrote:Ég er búinn að segja honum að setja hlíf, þarf ekki svo mikið pláss á milli sem ætti að duga.


Fæ ég ekki að græja þetta í skúrnum hjá þér Villi ?
Annars þakka ég fyrir góð ráð strákar.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Efni til að vefja púst

Postfrá villi58 » 25.apr 2013, 13:21

Svenni30 wrote:
villi58 wrote:Ég er búinn að segja honum að setja hlíf, þarf ekki svo mikið pláss á milli sem ætti að duga.


Fæ ég ekki að græja þetta í skúrnum hjá þér Villi ?
Annars þakka ég fyrir góð ráð strákar.

Heyrðu í mér seinnipartinn, sjá hvað þarf að gera.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur