Byrjanda vantar aðstoð ...


Höfundur þráðar
KonniGunn
Innlegg: 2
Skráður: 23.okt 2010, 14:14
Fullt nafn: Hákon Gunnarsson

Byrjanda vantar aðstoð ...

Postfrá KonniGunn » 23.okt 2010, 16:58

Sælir jeppamenn, mig langar hrikalega í jeppa og er svona búinn að vera skoða bíla á netinu upp á síðkastið. Ég er ekkert að pæla í mikið breyttum jeppa, helst 31" ... hámark 35". Helstu bílarnir sem ég er að pæla í eru Land Cruiser 80 og 90 gerðin, G Benz (í kringum '90 árg.) og svo Defender 90 ('95-'00).

Ef þið eruð með góðar/slæmar reynslusögur af þessum bílum þá væri það vel þegið.

Mbkv. Hákon.




Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Byrjanda vantar aðstoð ...

Postfrá Hjörvar Orri » 23.okt 2010, 21:29

Ég segi alltaf hilux;) en hvað ætlaru að nota hann í, og kemur þú til með að breyta seinna á stærri túttur? þetta eru allt góðir bílar á "31. En ég hef enga reynslu af G benz.

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Byrjanda vantar aðstoð ...

Postfrá Hansi » 24.okt 2010, 10:42

Hæ,
Ef þig langar í jeppa þá langar þig væntanlega að jeppast soldið.
Ég myndi fá mér 35" bil minnst. Ekkert stórkostleg breyting þanning og ekkert mál innanbæjar en drífur þokkalega.
Land Cruiser 90 alltaf vinsæll, það er alltaf gott að geta læst afturdrifi þegar á reynir, svo finnst mér G. Benzinn flottur (mörgum finnst hann ljótur).
Kv. Hans


Höfundur þráðar
KonniGunn
Innlegg: 2
Skráður: 23.okt 2010, 14:14
Fullt nafn: Hákon Gunnarsson

Re: Byrjanda vantar aðstoð ...

Postfrá KonniGunn » 24.okt 2010, 18:22

Takk fyrir þetta.
Ég myndi segja að ég væri svona 50/50 drullumixari/lakkskómaður eins og þú kallaðir þetta.
Auðvitað myndi ég fara í fjalla ferðir, veiðiferðir og kayak sem þarf að komst á toppinn en samt væri þetta líka hversdagsbíll.
Mér finns G Benzinn líka flottur. Líka Defender 90, það er eitthvað við hann sem heillar mig upp úr skónum þó að allt sé á skrítnum stað í mælaborðinu (t.d. svissinn og miðstöðvartakkar vinstramegin)

kv. Hákon.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Byrjanda vantar aðstoð ...

Postfrá jeepson » 24.okt 2010, 20:47

G jeppinn er flottur. Mér fanst hann ekkert voða flottur fyrst en svona vandist þetta. Ég hef hinsvegar enga reynslu af G jeppunum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur