Kenning um sílikon kúplingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Kenning um sílikon kúplingar

Postfrá hobo » 14.apr 2013, 21:59

Ég þekki einn gamalreyndan sem heldur því fram að sílikon kúplingar á viftum eigi að geyma í lóðréttri stöðu, þ.e.a.s ekki liggjandi. Þær eigi víst að missa eiginleika sína.
Aðrir kannast ekki við þessa staðhæfingu.
Er einhver hérna sammála þeim gamla?




cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Kenning um sílikon kúplingar

Postfrá cameldýr » 14.apr 2013, 22:14

Ég hef heyrt þetta líka, en eftir að hafa tekið svona kúplingu í sundur til að bæta á og liðka hana, get ég ekki séð neina ástæðu að hún megi ekki liggja flöt.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Kenning um sílikon kúplingar

Postfrá StefánDal » 14.apr 2013, 22:41

Þetta er allavegana alveg helvíti lífsseig gróusaga. Einhverstaðar situr gamall kall í vinnugalla sem var einu sinni appelsínugulur inni í skemmu og hlær af því hvað bullið í honum hefur náð langt.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Kenning um sílikon kúplingar

Postfrá biturk » 18.apr 2013, 08:30

cameldýr wrote:Ég hef heyrt þetta líka, en eftir að hafa tekið svona kúplingu í sundur til að bæta á og liðka hana, get ég ekki séð neina ástæðu að hún megi ekki liggja flöt.


hvar fær maður sílíkon til að bæta á þessar kúplingar?
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Kenning um sílikon kúplingar

Postfrá jeepcj7 » 18.apr 2013, 08:41

Ég fékk einhvern tímann svona stuff hjá Brimborg á lítilli túbu ætlað á volvo vörubíls viftu.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Kenning um sílikon kúplingar

Postfrá Dodge » 18.apr 2013, 15:10

Það er allavega skírt tekið fram hjá Volvo trucks að maður eigi að geyma vifturnar uppá rönd.

En þær eru líka þannig að maður hleipir straum á gelið til að læsa kúplingunni, þannig að ég veit ekki hvort það sé rétta stöffið á hefðbundna sílikon viftu.


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Kenning um sílikon kúplingar

Postfrá cameldýr » 18.apr 2013, 19:55

biturk wrote:hvar fær maður sílíkon til að bæta á þessar kúplingar?


Hjá Toyota :-)
Nissan Patrol Y60 TD2.8


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur