38 eða 44" dekk

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

38 eða 44" dekk

Postfrá arni87 » 20.okt 2010, 19:52

Nú er komið að því að kaupa ný dekk svo ég fór á stúfana og komst að því að það munar ekki nema 50 þús á 38" og 44" ganginum svo þá veltir maður fyrir sér hvort maður egi að fara í breitingar.
Það er komið rið á bakvið brettakanta, olíuáfillirörið lekur, það þarf að sprauta húddið og taka upp mótor.
Svo er einnig birjað að myndast rið í grindinni.

Þetta er ekki íkja lagnur listi en þegar verð munur á dekkjunum er svona lítil þá kemur þetta í hugann.

Ég væri til í að fá punta um svonalagað, hvað þarf að gera, hvað væri jafnvel betra en annað.
Er á Musso sem er 38" breittur með Dana 44 að aftan og Dana 30 klafa að framan.
En ég nenni ekki að fá einhverja punta um að þetta sé bara musso eða fá mér patroll eða eithvað í þá áttina.

Þjáningakveðjur Árni F.


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: 38 eða 44" dekk

Postfrá jeepcj7 » 20.okt 2010, 20:36

Ég á nú ekki musso en miðað við það sem ég hef kynnst og séð af þeim þá þola þeir örugglega 44 tommu dekk jafn vel og flestir aðrir jeppar,framdrifið er nú samt líklega veikasti hlekkurinn og svo gírkassinn þar á eftir.
En svo er spurningin hvað mikið þú notar bílinn í daglegum akstri uppá svona dekk eins og 44 tomman er þú veist að þú ert orðinn ólöglegur á ´38 ef þú lætur skoða á ´44 :) og allur akstur er skelfing nema utanvega á ´44 miðað við ´38 miklu meiri víbringur,skjálfti,hopp og rás.En bíllinn yrði náttúrulega margfalt brattari við erfiðar aðstæður en um leið heldur brothættari og leiðinlegri í allri umgengni.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 38 eða 44" dekk

Postfrá arni87 » 20.okt 2010, 20:44

Þessi bíll er hugsaður sem fjallabíll fyrst og fremst, en ekki "borgarjeppi"
Ég keiri bílinn í og úr vinnu sem g skóla þá daga sem ég er ekki að vinna, annas er hann keirður á fjöllum.

Svo ég óttast ekkert að hann verði verri á malbikinu, ég hafði hugsað mér að auka hjólabilið eins og bíllin byður uppá og setja fastarlokur (Ægislokur) í hann.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: 38 eða 44" dekk

Postfrá juddi » 20.okt 2010, 21:55

Ég mundi mæla með röri að framan fyrir 44"
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 38 eða 44" dekk

Postfrá arni87 » 21.okt 2010, 04:36

Eða á maður kanski að fara í 46" dekk.
Er það eithvað betra en 44"
Eða eru þau of stíf fyrir bíl sem rétt slefar í 2,5 tonn með 2 menn og 100 lítra af olíu??

Hvað segja menn.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: 38 eða 44" dekk

Postfrá Þorri » 21.okt 2010, 10:27

Ef þú ætlar að fara á 44 þá er þetta framdrif of lítið. Ég myndi setja hásingu að framan er sjálfur að undirbúa svoleiðis á mussonum mínum og hann á að fara á 38". Sennilega byrja ég á dana 30 revers af því að ég á hana til hún myndi ekki þola 44" en sennilega er hún nóg fyrir 38". Ég er að spá í smíði á dana 44 framhásingu og á flest í hana. Hana langar mig að setja undir cherokee sem ég á og koma honum á 44"

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: 38 eða 44" dekk

Postfrá arni87 » 21.okt 2010, 15:13

Ég þakka viðbrögðin.
Ég er enn með klafana undir honum að framan og duga þeir flott fyrir 38" en þeir eru með dana 30 drifkúlu svo ég hugsa að dana 30 hásing höndli 38" vel.
En það kemur ekkert annað til greina en að fara í að röravæða bílinn ef það fara stærri dekk undir hann, og þá annað hvort dana 44 eins og er að aftan eða fara í dana 60, það mun bara fara eftir frammboði þegar farið verður af stað.
Er eginlega búinn að ákveða mig í að fara út í þetta.
Set einhverjar uplýsingar hingað um hvað þarf að gera fyrir þetta á mánudaginn, en þé verð ég búinn að spirja þann sem veit mest um musso hjá Bílabúð benna útí þetta.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 38 eða 44" dekk

Postfrá Kiddi » 21.okt 2010, 20:25

Dana 60 er nú ekkert nema rugl undir svona bíl! Níðþungur og fyrirferðarmikill andskoti sem að vísu jú, er óbrjótanleg en er bara fyrir og gerir fjöðrunina leiðinlegri.

44" dekk væru hinsvegar ekkert nema flott mál hefði ég haldið. Spurning samt með að athuga með 39,5" Pitbull, ég þekki þau ekkert en ég verð að játa að ég er svolítið svagur fyrir þeim!

Hásingin sem myndi sennilega passa allra best undir svona apparat, kæmi undan stóra Wagoneer '80-'91. Sama breidd og gatadeiling, og kúlan bílstjóramegin eins og er í Musso. Næst á eftir kæmi hásing undan sama bíl, '74-'79. Sama breidd og gatadeiling en drifið farþegamegin og þyrfti því að velta. Ég er einmitt með þannig hásingu paraða við Musso afturhásingu.

Síðan er einn 44" Musso með bæði fram og afturhásingu undan Bronco, Dana 44 að framan og 9" að aftan.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir