Sælir félagar.
Hef nú átt einn svona jeppa í tæp 3 ár og er mjög ánægður með bílinn. Þetta er ´92 módel 4.2 TDI ekinn 340.000 og breytingaskoðaður á 33". Það er bara eitt sem er að bögga mig varðandi bílinn en það er hvernig hann hagar sér úti á vegi. Maður þarf alltaf að vera mjög vakandi fyrir honum sérstaklega í hjólförum ( í malbiki) eins og malbikið er mjög víða á okkar blessaða landi. Lýsir sér þannig að hann leitar til annarar hvorrar hliðar, og svo aftur til baka eins og það sé talsvert slag í stýrisgang, þetta skeður líka innanbæjar, sérstaklega þar sem för eru í malbikinu. Svo maður þarf næstum alltaf að vera með báðar hendur á stýri. Geri mér alveg grein fyrir því að þetta er trukkur á hásingum framan og aftan en það skýrir ekki hvernig hann er að haga sér.
Er búinn að skipta um fóðringar í hliðarstýfu framan, skipta um stýrisdempara og setja OME og það hjálpaði aðeins, verslaði einnig alla stýrisenda nýja en er ekki búinn að setja þá í vegna þess að ég finn ekkert slit í þeim sem eru í sem gæti skýrt þetta. Búinn að herða upp á stýrismaskínu eftir kúnstarinnar reglum. Samt er eins og það sé eitthvað slag í stýrisgang.
Varðandi spindilhallan þá er búið að bæta undir gorma c.a. 1" hækkun, svo spindilhallinn gæti verið 1° minni heldur en original, en ég setti þessa hækkun sjálfur í og fann engan mun eftir þessa breytingu, svo skýringin getur varla verið í spindilhallanum.
Er eina ráðið kanski að fá sér stýristjakk í bílinn svo að hann róist í stýrinu? Getur verið að það sé nóg að hjólastilla? Vonast efti góðum svörum frá ykkur krúser sérfræðingum hérna á spjallinu.
Kv. Bragi
LC 80 undarlegur í stýri
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: LC 80 undarlegur í stýri
þesssi bíll er breiðari en gengur og gerist og er bara hreinlega leiðinlegur í hjólförum. minn lætur svona líka. maður þarf bara að læra að stilla hann af í hjólförum þannig að hann sé góður þar, láta hann dáldið elta förin sjálfur, allavega er minn svona á 35". mér finnst hann skárri þegar ég set hann á 38" dekkin, finn minna fyrir þessu á þeim.
Mér finnst bíllinn versna eftir því sem dekkin slitna meira (minna munstur eftir, ekkert misslit).
hann gæti skánað hjá þér á öðrum dekkjum, eða jafnvel annari felgubreidd. ég hef heyrt aðra 80 krúser eigendur tala um þetta sama vandamál.
Mér finnst bíllinn versna eftir því sem dekkin slitna meira (minna munstur eftir, ekkert misslit).
hann gæti skánað hjá þér á öðrum dekkjum, eða jafnvel annari felgubreidd. ég hef heyrt aðra 80 krúser eigendur tala um þetta sama vandamál.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: LC 80 undarlegur í stýri
Góð og rétt dekk, spurning að auka spindilhalla, allt slaglaust,stýrisendar, stífur,hjólalegur slaglausar, stilla hjólabil, góðan stýrisdempara eða og tjakk. Ef allt er í lagi eiga þessir bílar að vera draumur að aka.
Re: LC 80 undarlegur í stýri
bragig wrote: ...breytingaskoðaður á 33". Kv. Bragi
Ef þessi bíll er á 15"x10" felgum með 9 cm backspace þá er þetta eðlileg hegðun.
farðu í 16" felgu með amk 14 cm backspace og þetta hættir.
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: LC 80 undarlegur í stýri
ja þið ættuð að keyra i Noreigi hjólförin eru svo djúp að maður sér i gegnum 2 lög sumstaðar það eru finar götur á islandi jeppinn hjá mér er ekki góður á götum hér ég er með 44" og stýristjakk en ekki með dempara
prufaðu önnur dekk og felgur svo hafa nokkir farið að nota svona rally doblara það gæti verið að þetta slag færi úr við það ég hef ekki notað þetta og veit ekki hvað það heitir á ensku heldur
prufaðu önnur dekk og felgur svo hafa nokkir farið að nota svona rally doblara það gæti verið að þetta slag færi úr við það ég hef ekki notað þetta og veit ekki hvað það heitir á ensku heldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 102
- Skráður: 28.maí 2010, 19:21
- Fullt nafn: Bragi Guðnason
- Bíltegund: LC 80, Hilux xc
Re: LC 80 undarlegur í stýri
Þakka skjót og góð svör.
Skoða þetta með felgurnar og dekkin, er á 35" dekkum á 10" breiðum álfelgum, það gæti verið hluti af skýringunni. Ætla einnig að skipta um þessa stýrisenda. Er mikið að spá í stýristjakk, veit einhver hvað kostar að láta taka upp stýrismaskínu og bora hana í leiðinni fyrir tjakk? Kæmi sér vel líka að hafa tjakk sérstaklega ef maður fer í 38" breytingu.
Skoða þetta með felgurnar og dekkin, er á 35" dekkum á 10" breiðum álfelgum, það gæti verið hluti af skýringunni. Ætla einnig að skipta um þessa stýrisenda. Er mikið að spá í stýristjakk, veit einhver hvað kostar að láta taka upp stýrismaskínu og bora hana í leiðinni fyrir tjakk? Kæmi sér vel líka að hafa tjakk sérstaklega ef maður fer í 38" breytingu.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: LC 80 undarlegur í stýri
menn held ég að hafi ekki farið í tjakk á þessum bílun nema fara yfir 38". allavega er ég alveg sáttur við minn á 38" án tjakks. ég myndi allavega byrja á því að fara á 38 og prófa... sjá hvort þér finnist þú þurfa svoleiðis aukadót.
edit: ljónsstaðabræður á selfossi hafa tekið upp þessar maskínur og væntanlega borað þær fyrir tjakk í leiðinni. 40-70 þúsund kall, eftir því hversu mikið innvols þarf að laga hef ég heyrt. (sett hér án ábyrgðar)
edit: ljónsstaðabræður á selfossi hafa tekið upp þessar maskínur og væntanlega borað þær fyrir tjakk í leiðinni. 40-70 þúsund kall, eftir því hversu mikið innvols þarf að laga hef ég heyrt. (sett hér án ábyrgðar)
Re: LC 80 undarlegur í stýri
Er að ljúka við að setja 80 cruiser '94 á 38" dekk, var á 35". Nýju dekkin eru á 14" breiðum felgum með 90 mm backspace en 35" var á 10" felgum með 95 mm backspace. Hann er betri í stýrinu á 38" en han var á 35". Bíllinn er ekki með tjakk.
Síðast breytt af Freyr þann 14.apr 2013, 00:31, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: LC 80 undarlegur í stýri
bragig wrote:Þakka skjót og góð svör.
Skoða þetta með felgurnar og dekkin, er á 35" dekkum á 10" breiðum álfelgum, það gæti verið hluti af skýringunni. Ætla einnig að skipta um þessa stýrisenda. Er mikið að spá í stýristjakk, veit einhver hvað kostar að láta taka upp stýrismaskínu og bora hana í leiðinni fyrir tjakk? Kæmi sér vel líka að hafa tjakk sérstaklega ef maður fer í 38" breytingu.
Þú ferð ekkert að skipta um stýrisenda nema eitthvað sé að, betra að eiga þá til seinni tíma því þetta er ekki neitt gefins í dag. Mín skoðun. kveðja!
Re: LC 80 undarlegur í stýri
Hvað með ballanseringu ? er hún í lagi ? Ballansering getur breytist þegar dekk fara að slitna. Bara hugmynd að skoða.
Kv. Ragnar Páll.
Kv. Ragnar Páll.
Re: LC 80 undarlegur í stýri
Ég mundi kippa styrisendunum ur liðhusunum og ath hvort liðhusin seu mjög létt, ég giska á spindillegur. Svo geturu auðvita sikkað aðeins aftari endan á framstifunum til að koma á móts við hækkunina, þessir bílar eru með lítinn spindilhalla orginal...
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur