sukkaturbo wrote:Sælir mér finnst 60 cruser boddýið alltaf flott en það væri líka gott að fá Subberban grind helst úr 2500 bíl
gaman væri nú að sjá einhvað nýtt í svona smíðum. nota eitthvað óðhefðbundið boddy á subberbarn grind.
sukkaturbo wrote:Sælir mér finnst 60 cruser boddýið alltaf flott en það væri líka gott að fá Subberban grind helst úr 2500 bíl
C-Rocky. wrote:https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=1672663 Hér er Suberban grind til sölu.
sukkaturbo wrote:Sæll og takk Finnur fyrir peppið ég er sammála þér með 49" og ætlum við félagar að reyna að fá sérskoðunn á bílinn á 49" spurning hvort hann megi þá ekki vera á 54" svona til að prufa og mynda kveðja guðni
Hjörturinn wrote:Byrjaðu á að skipta þessum stólum út ef þetta eru sæti með fjöðrun, það vigtar alveg heilan helling.
sukkaturbo wrote:Jæja félagar þá loksins misstum við Snilli og Tilli endanlega vitið enda er það fylgikvilli þess að vera ógreindur. Við festum kaup á þessu bíl líki sem er að ég held Toyota Land Cruser 1986. Mótorinn er 4,2 með stórri nýlegri túrbínu og sjálfskiptingu. Aftan á henni er GM kassi sem milligír og Tacoma millikassi sem aðalkassi . Undir ruslahrúgunni eru 404 Unimog hásingar með 7:54 hlutföllum og barkalásum og skálabremsum sem fá að fjúka. 16" diskar og dælur úr tacoma fylgdu með og verður það sett undir og gata deilingunni breitt í sex gata og settur úrhleypibúnaður í gegnum neðri öxulinn í leiðinni og kæling og hitamælir á hverja niðurgírun. Framhásing er um 270kg og afturhásing um 240kg núna en kemur til með að léttast þegar skálabremsurnar fara og mjókka líka. Þyngd á hásingum er sett fram án ábyrgðar. Undir þessum bíl var einu sinni 54" dekk á Unimog felgum og fór hann eitthvað á fjöll á þessu bíl líki og virðist hann hafa komist heim aftur.Nú er spurning er eitthvað hægt að smíða úr þessu?. Ég veit að bíllinn var um 3 tonn á 54" mannlaus en má vera 2.650 sirka að heildar þyngd svo ekki gengur það í sérskoðun eða hvað? Einhver ráð þar um? Held ekki. Hann er 314cm á milli hjóla og á það að duga fyrir 54" hæðina er mér sagt. Hann er 245cm á breidd á 54" svo það sleppur. Mjókkar við breitingar á bremsum veit ekki hversu mikið. Þarna er fullt af dóti og markmiðið er að smíða 54" bíl sem verður sérskoðaður sem slíkur úr þessu dóti og má hann ekki kosta meira en 2 millur. Nú er bara að fá spjallverja til að aðstoða við smíðina og leggjast á eitt í að hjálpa okkur að finna sem ódýrast dótið svo sem 54" dekk eitt og eitt eða fleiri og annað dót sem mun vanta til að klára bílinn sem ódýrast . Vinnan verður ekki verðlögð enda er þetta áhugamálið okkar. Svo að venju, og þegar menn hafa lokið sér af við að drulla yfir verkefnið hefjumst við handa. Reynum að fynna heppilegt mjög ódýrt boddý kanski ram boddý vélar og hásingarlaust eða grind undan unimog eða subberban með ónýta vél og boddý. Getum notað Cruser boddýið ef í hart fer og getum lengt húddið, eigum annað skárra boddý, en þurfum sterkari grind eða burðarmeiri. Eigum við að nota þessa vél?? Það kostar minnst held ég. Þetta á ekki að vera 500 hestafla Koníaksgræja heldur 150 hestafla vinnuvél með WC og með 80 km hámarkshraða og þar af leiðandi með innbyggða hraðaksturs vörn sem er nauðsynlegt í kreppunni ásamt undirakstursvörn. Jæja vona að þetta verði inngangur að skemmtilegum þræði með myndum og pælingum. kveðja Tilli og Snilli sem eru með 5,4" dellu og rana.
sukkaturbo wrote:Sælir mér gengur ekkert að eiga við þenna Google bjána ég er að reyna að finna eitthvað um hvernig best er að setja diskabremsur á 404 unimog hásingarnar helst myndband og úrhleypibúnað. Er einhver hér frændi eða bróðir Hr. Googla sem getur fengið hann til að kjafta frá þessu. kveðja guðni
sukkaturbo wrote:Sælir og takk Baldur fyrir þetta innlegg nú er best að fara að glósa þetta. Vigtin á hásingunum kemur á óvart ætli Dana 70 sé ekki svipuð af þyngd? Annað er bara ein hjólalega á neðri tromlunni í 404 hásingunum og fóðring á móti legunni. Ef svo er væri þá ekki ráð að setja legu í staðinn fyrir fóðringuna til að minnka hitan í portalinu?kveðja guðni
reynirh wrote:https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=1645322
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur