Willys, Cj5
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 66
- Skráður: 21.feb 2010, 17:41
- Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland
Re: Willys, Cj5
Ég fer í það strax eftir próf að taka upp hljóðið almennilega. Þetta myndband er alls ekki nógu gott en hljóðið kemur þó mun betur út ef heyrnatól eru notuð.
Hljóðið er svo yndislegt í mínum eyrum að ég efast ekki um að aðrir hafi gaman af því að heyra ef næsta upptakan heppnast vel.
Hljóðið er svo yndislegt í mínum eyrum að ég efast ekki um að aðrir hafi gaman af því að heyra ef næsta upptakan heppnast vel.
Síðast breytt af Snæland þann 30.nóv 2012, 23:03, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Willys, Cj5
Flott!
Já og takk kærlega fyrir að vekja upp mína árlegu Willys dellu:)
Já og takk kærlega fyrir að vekja upp mína árlegu Willys dellu:)
Re: Willys, Cj5
Sæll Rosalega flottur hjá þér. Ef þér fynst flott sound í honum þá er það nóg! Væri til í að bera saman hjóðinn í græjunum!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 66
- Skráður: 21.feb 2010, 17:41
- Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland
Re: Willys, Cj5
Fór í smá bíltúr upp að Skjaldbreiði gegnum Þjófahraun. Hef sjálfur ekki verið þarna í svona litlum snjó. Læt myndirnar tala.








-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Willys, Cj5
sælir 298, 1966 Ford er flottur mótor hann á að vera með 10:5,1 stimplum ef rettu stimplarnir eru i honum en ,, það þarf ekkert að stroka hann i svona lettum bil bara auka snúninginn porta saman alla in út samsetningar
ég átti mustang 65 með svona motor hann hafði yfir 8000rpm svo snúðu bara motornum eins og þú vilt ,, eg hef séð svona motor uppsettan fyrir 11,000rpm þetta sándar eins og 1100gxr súkka
það er bara ein ástæða sem men fá sér chevy hann kostar ekkert ,, flottustu vélarnar eru frá Mopar enda voru færustu verkræðingarnir þar ,, þetta vita allir sem hafa lesið bilasögu usa ,,en þessar velar sem við þekkjum eru frá 1950til 1980 reindar var einn fremri laungu áður 1920 það voru Dusenberg bræður ,, sem fundu reindar upp vökva bremsurnar eins og við þekkjum i dag en sóttu reindar ekki um einkaleifi á þvi ( sem mönnum fanst stór furðulegt og hefði eftir vill skipt sköpum fyrir þá) en vélar þeirra þykja stór merkilegar en i dag ,,,og voru 250-300hp tvincam með 2 forþöppum og náðu bilarnir 250km hraða ,Alcapne fekk sér einn
hilux hasingar undir willys ok en v8 og undir 5 i hlutföllum er jafn lélegt og 27dana með 5:38,
eg er að brjóta i scout hjá mer drif sem 4:56 og krossa og öxla og er með 44dana standard motor 304cc dekk 44" eg nota bara nospin aftan og framan virkar alltaf hann er bara 2070kg þinn er 1500kg
flottur jeppi gulur er finn litur
en hefur þér ekki dottið i hug að taka bara afsteypu af blæjuni á bilnum ur trefjaplasti það getur varla verið mikið mál ef hun er strekt og gömul og stif ,, bara prufa að bóna vel og spurning hvort til sé efni sem hentar til að setja undir ,, meðan tekin er afsteypa
ég átti mustang 65 með svona motor hann hafði yfir 8000rpm svo snúðu bara motornum eins og þú vilt ,, eg hef séð svona motor uppsettan fyrir 11,000rpm þetta sándar eins og 1100gxr súkka
það er bara ein ástæða sem men fá sér chevy hann kostar ekkert ,, flottustu vélarnar eru frá Mopar enda voru færustu verkræðingarnir þar ,, þetta vita allir sem hafa lesið bilasögu usa ,,en þessar velar sem við þekkjum eru frá 1950til 1980 reindar var einn fremri laungu áður 1920 það voru Dusenberg bræður ,, sem fundu reindar upp vökva bremsurnar eins og við þekkjum i dag en sóttu reindar ekki um einkaleifi á þvi ( sem mönnum fanst stór furðulegt og hefði eftir vill skipt sköpum fyrir þá) en vélar þeirra þykja stór merkilegar en i dag ,,,og voru 250-300hp tvincam með 2 forþöppum og náðu bilarnir 250km hraða ,Alcapne fekk sér einn
hilux hasingar undir willys ok en v8 og undir 5 i hlutföllum er jafn lélegt og 27dana með 5:38,
eg er að brjóta i scout hjá mer drif sem 4:56 og krossa og öxla og er með 44dana standard motor 304cc dekk 44" eg nota bara nospin aftan og framan virkar alltaf hann er bara 2070kg þinn er 1500kg
flottur jeppi gulur er finn litur
en hefur þér ekki dottið i hug að taka bara afsteypu af blæjuni á bilnum ur trefjaplasti það getur varla verið mikið mál ef hun er strekt og gömul og stif ,, bara prufa að bóna vel og spurning hvort til sé efni sem hentar til að setja undir ,, meðan tekin er afsteypa
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 66
- Skráður: 21.feb 2010, 17:41
- Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland
Re: Willys, Cj5
Þakka gott innlegg Hannibal.
Jú ég hef spáð mikið í að taka afsteypu af blæjunni og hef ég haft samband við nokkur fyrirtæki sem vinna með trefjaplast. Allir svara þeir eins, og svarið er að þetta sé rosaleg vinna og kosti skelfilega mikið. Núna er blæjan svona á síðasta snúning og ég er svona að spá hvað ég geri því að svona blæju fær maður ekki bara út í búð. Hún var sérsaumuð á sínum tíma hjá Seglagerðinni. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvað ég geri, mun líklega láta sauma nýja blæju og spá í mix á hörðum toppi í framhaldinu.
Varðandi vélina þá er ég nú nokkuð sáttur, hann kemst alveg áfram og virðist vera að eyða ca 16-18 l á þjóðveginum. Innanbæjar vil ég helst ekki vita hvað hann eyðir enda einungis stuttar ferðir í skólann. Hins vegar kitlar það mig að skoða 351 W við tækifæri.
Með hásingarnar þá er ég nú búinn að brjóta afturdrifið á dana 41 einu sinni og bæði nöfin að framan á dana 27 og það allt í mjög rólegum innanbæjarakstri. Ég á því erfitt með að treysta þeim í nokkurn skapaðan hlut. Er með nöf á núna sem eru eldri en 60 ára og er augljóslega erfitt er að nálgast. Gott dæmi um varahlutavesen er þegar ég braut bremsuskál um árið, það tók 40 daga að finna "rétta" skál og síðan þurfti að breyta henni. Bíllinn var því fastur í skúr í 2 mánuði út af bremsuskál...
Aðalmálið með að skipta um hásingar er að geta fengið varahluti í þær næstu árin, þær séu með kúlurnar réttu megin, þær séu nokkuð sterkar og að þær séu ekki breiðari en 55". Miðað við þetta þá held ég að LC hásingarnar muni hjálpa mér en það mun þá bara koma í ljós hvort þær eru of veikar fyrir þetta léttan bíl. Veit um annan Willys á svona hásingum og menn fróðari en ég í þessum málum hafa bent mér á þessar hásingar. Á sínum tíma ætlaði ég í Scout hásingar en það virtist vera voðalega erfitt að finna þannig á þokkalegu verði.
Jú ég hef spáð mikið í að taka afsteypu af blæjunni og hef ég haft samband við nokkur fyrirtæki sem vinna með trefjaplast. Allir svara þeir eins, og svarið er að þetta sé rosaleg vinna og kosti skelfilega mikið. Núna er blæjan svona á síðasta snúning og ég er svona að spá hvað ég geri því að svona blæju fær maður ekki bara út í búð. Hún var sérsaumuð á sínum tíma hjá Seglagerðinni. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvað ég geri, mun líklega láta sauma nýja blæju og spá í mix á hörðum toppi í framhaldinu.
Varðandi vélina þá er ég nú nokkuð sáttur, hann kemst alveg áfram og virðist vera að eyða ca 16-18 l á þjóðveginum. Innanbæjar vil ég helst ekki vita hvað hann eyðir enda einungis stuttar ferðir í skólann. Hins vegar kitlar það mig að skoða 351 W við tækifæri.
Með hásingarnar þá er ég nú búinn að brjóta afturdrifið á dana 41 einu sinni og bæði nöfin að framan á dana 27 og það allt í mjög rólegum innanbæjarakstri. Ég á því erfitt með að treysta þeim í nokkurn skapaðan hlut. Er með nöf á núna sem eru eldri en 60 ára og er augljóslega erfitt er að nálgast. Gott dæmi um varahlutavesen er þegar ég braut bremsuskál um árið, það tók 40 daga að finna "rétta" skál og síðan þurfti að breyta henni. Bíllinn var því fastur í skúr í 2 mánuði út af bremsuskál...
Aðalmálið með að skipta um hásingar er að geta fengið varahluti í þær næstu árin, þær séu með kúlurnar réttu megin, þær séu nokkuð sterkar og að þær séu ekki breiðari en 55". Miðað við þetta þá held ég að LC hásingarnar muni hjálpa mér en það mun þá bara koma í ljós hvort þær eru of veikar fyrir þetta léttan bíl. Veit um annan Willys á svona hásingum og menn fróðari en ég í þessum málum hafa bent mér á þessar hásingar. Á sínum tíma ætlaði ég í Scout hásingar en það virtist vera voðalega erfitt að finna þannig á þokkalegu verði.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Willys, Cj5
Fékkstu ekki LC70 hásingar hjá mér á sínum tíma? Ég á líka Scout hásingar fyrir þig, skal glaður skifta á þeim og Toyota hásingunum :)
Varðandi blæjuna þá myndi ég panta nýja alvöru blæju frá besttop. Getur fengið skinnin heim komin á 140.000 kall en þá þarftu að redda bogunum og hurðargrindunum sjálfur. Ég á það reyndar líka til.
Annars er þetta alveg hrikalega smekklegur bíll. Örugglega eina breytta fimman á landinu með stutta framendan, sem er bara töff!
Varðandi blæjuna þá myndi ég panta nýja alvöru blæju frá besttop. Getur fengið skinnin heim komin á 140.000 kall en þá þarftu að redda bogunum og hurðargrindunum sjálfur. Ég á það reyndar líka til.
Annars er þetta alveg hrikalega smekklegur bíll. Örugglega eina breytta fimman á landinu með stutta framendan, sem er bara töff!
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Willys, Cj5
ja eg braut kross og augun i inri öxlinum brotnuðu i scoutinum bara við að velin higstaði köld það er bara ekki hægt að fá öxla i þetta logs fann Lónstaðir öxul sem er sterkari hann er á 40,000 það var eina sem var til i usa þetta er að verða vesen að vera með svona gamalt dot samt er minn jeppi 77 árg ég hugsa að toyota hásingar sé ok en ekki nota lægra hlutfall en 4:56 kanski 4:88 en hann mun eiða minna á hærra hlutfalli kjör ferða rpm er 1400 á 90km fyrir þessa vél þá eiðir hann 12-14l
þú ert með 18dana kassan með yfir drive ert núna með 5:38 sem er vanin i þessum jeppum hvaða snúning nærðu að vera á i 90km ,,, ef þú ert á 1800rpm td er hann bara með 18litra þetta er bara svona það má bara ekki snúa þessum vélum þá fer eiðslan upp
svo er annað mál að 5:38 er flott i snjó fyrir 38" ef maður vil fara hægt og fljóta þannig svo þessi millivegur er nánast ekki til i jeep ekki pláss fyrir auka kassa
þessi er um tonnið og allt sem ég hef dottið i hug að gera gerir hann bara þyngri svo hann er bara en með b20 og drifur fint þannig ég mun panta nýa blæju fyrir hann næsta vetur ef ég sel hann ekki
þú ert með 18dana kassan með yfir drive ert núna með 5:38 sem er vanin i þessum jeppum hvaða snúning nærðu að vera á i 90km ,,, ef þú ert á 1800rpm td er hann bara með 18litra þetta er bara svona það má bara ekki snúa þessum vélum þá fer eiðslan upp
svo er annað mál að 5:38 er flott i snjó fyrir 38" ef maður vil fara hægt og fljóta þannig svo þessi millivegur er nánast ekki til i jeep ekki pláss fyrir auka kassa
þessi er um tonnið og allt sem ég hef dottið i hug að gera gerir hann bara þyngri svo hann er bara en með b20 og drifur fint þannig ég mun panta nýa blæju fyrir hann næsta vetur ef ég sel hann ekki
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Willys, Cj5
eitt en hilux og cruser 70 eru þetta ekki eins hasingar hver er munurinn i kg og 27dana 0g 41-44 dana willys
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 66
- Skráður: 21.feb 2010, 17:41
- Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland
Re: Willys, Cj5
StefánDal wrote:Fékkstu ekki LC70 hásingar hjá mér á sínum tíma? Ég á líka Scout hásingar fyrir þig, skal glaður skifta á þeim og Toyota hásingunum :)
Varðandi blæjuna þá myndi ég panta nýja alvöru blæju frá besttop. Getur fengið skinnin heim komin á 140.000 kall en þá þarftu að redda bogunum og hurðargrindunum sjálfur. Ég á það reyndar líka til.
Annars er þetta alveg hrikalega smekklegur bíll. Örugglega eina breytta fimman á landinu með stutta framendan, sem er bara töff!
Takk fyrir hólið Stefán
Jú einmitt hásingarnar eru undan bílnum frá þér, er svona að sanka að mér réttum hlutföllum þessa mánuðina það voru nefnilega 5.71 hlutföll í þeim en ekki 4.88 eins og ég vonaði. Hugsa að ég haldi mig við þessar hásingar, er að reyna að halda mig við eitt plan svo að eitthvað gerist nú á endanum. Menn vilja oft festast í stórum pælingum og festast inn í skúr í mörg ár ;)
Ég hef oft hugsað um að kaupa blæju frá Best-top en ég þyrfti þá líklega að breyta henni helling þar sem hurðarnar eru öðruvísi og gluggastykkið er með brattari halla sem þýðir að blæja frá Best-top of lítil. Ég luma þó á að þekkja mikið af fagmönnum í saumaskap og bólstrun svo að það ætti kannski að reddast.
lecter wrote: ég hugsa að toyota hásingar sé ok en ekki nota lægra hlutfall en 4:56 kanski 4:88 en hann mun eiða minna á hærra hlutfalli kjör ferða rpm er 1400 á 90km fyrir þessa vél þá eiðir hann 12-14l
þú ert með 18dana kassan með yfir drive ert núna með 5:38 sem er vanin i þessum jeppum hvaða snúning nærðu að vera á i 90km ,,, ef þú ert á 1800rpm td er hann bara með 18litra þetta er bara svona það má bara ekki snúa þessum vélum þá fer eiðslan upp
svo er annað mál að 5:38 er flott i snjó fyrir 38" ef maður vil fara hægt og fljóta þannig svo þessi millivegur er nánast ekki til i jeep ekki pláss fyrir auka kassa
Ég var að gæla við 4.88 og það hjálpar helling að geta tekið overdrive-ið af eða á þegar við á. Væri líklega ekki að pæla í öðrum hlutföllum ef ég væri ekki með þennan séns á að taka hann úr overdrive-inu þar sem ég get alltaf tekið overdrive-ið af og samt verið með betri niðurgírun en með overdrive-ið á og með 5.38. Fyrst var ég þó að hugsa um 4.56 en þar sem að þetta er ekki bíll til að keyra á ofsahraða þá held ég að 4.88 sé ágæt lausn.
Málið er að ég veit að hann myndi lækka eyðsluna töluvert því að núna er hann í kringum 2500 snúninga á 90 án lockup, sem full mikið. Skv http://www.grimmjeeper.com/gears.html ætti hann að vera í kringum 2100-2200 snúninga en það er ekki raunin. Ég keyri hann ekki mikið hraðar en 80-85 á þjóðveginum þrátt fyrir að hann sé nú bara nokkuð þægur í stýri en vindhljóðin eru fljót að aukast ef það er einhver mótvindur, maður vill nú getað hlustað á útvarpið og svona ;)
Þekki lítið sem ekkert inn á toyotu hásingar en þessar LC hásingar eru mikið massívari en þær sem undir eru, ég veit bara að ég get haldið á dana hásingunum sjálfur að mestu leiti en ekki LC hásingunum ef vel á að fara ;) Ég nota bílinn á hverjum degi í skólann og meira að segja í snattið og því er no-spin kannski ekki alveg málið, langar mikið í barka nú eða loft.
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Willys, Cj5
sæll hvað varðar blæjuna ertu með 66 gluggastykki eða svipaðan halla 74 er annað og 77 lika ef þú getur fundið út hvað er næstum sama finnur þú kanski blæju
það er dýrast að kaupa i elstu bilana hef ódyrast fundið fyrir um 700us en ég finn ekki með rúðu undir i hurðinni eins og var
það er bara ekki eins mikið úrval og áður i þetta
Hakon i gæðasvamp upp á vagnhöfða hefur alltaf hjálpað mér i öllum minum málum hvort sem er i batum skútum bilum blæjum og finu verði
2600rpm ertu brjálaður samt ekki meiri eiðsla en 16l þá kemstu niður vel niður ,,,,
við vorum með 350chevy i einum 46 willys 38" allt annað var upprunalegt ,,, hann fór i -14 niðri -25 frosti uppi með 12litra i vetrar ferð i landmannalaugar frá sigöldu inn eftir var erfit færi en komst leikandi á brúsa 20l en hinir komu 4 timum eftir , i Noreigi auglysa þeir svona ,,,,, Willys jeep allt annað er eftirliking ,,,,
það er dýrast að kaupa i elstu bilana hef ódyrast fundið fyrir um 700us en ég finn ekki með rúðu undir i hurðinni eins og var
það er bara ekki eins mikið úrval og áður i þetta
Hakon i gæðasvamp upp á vagnhöfða hefur alltaf hjálpað mér i öllum minum málum hvort sem er i batum skútum bilum blæjum og finu verði
2600rpm ertu brjálaður samt ekki meiri eiðsla en 16l þá kemstu niður vel niður ,,,,
við vorum með 350chevy i einum 46 willys 38" allt annað var upprunalegt ,,, hann fór i -14 niðri -25 frosti uppi með 12litra i vetrar ferð i landmannalaugar frá sigöldu inn eftir var erfit færi en komst leikandi á brúsa 20l en hinir komu 4 timum eftir , i Noreigi auglysa þeir svona ,,,,, Willys jeep allt annað er eftirliking ,,,,
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 66
- Skráður: 21.feb 2010, 17:41
- Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland
Re: Willys, Cj5
lecter wrote:s
2600rpm ertu brjálaður samt ekki meiri eiðsla en 16l þá kemstu niður vel niður ,,,,
Nei ég er ekkert rosalega brjálaður en snúningurinn er það, veit ekki alveg hvað ég get meira í því nema að skipta út hlutföllunum. Er kominn með nokkuð öflugt og nýlegt innvols í skiptinguna, annan torque converter og setti líka shift kit í, auk þess að setja auka kæli og hitamæli. Finn engan mun...
Re: Willys, Cj5
Saell vertu,eg a handa þer hasingar undan 40 crusier ,sem eru somu hasingar og undir 60 crusier,engin leguvandamal,9,5 tommu drif sverir oxlar og eru með minni breidd milli nafa heldur en 60 crusier.er sjalfur með 60 crusier hasingar a 44 tommu dekjum asamt vel oflugri vel og hef ekki brotið neitt eða lent i vandræðum með þessar hasingar.Ef þu hefur ahuga þa verðurðu bara i bandi ,kv.
Re: Willys, Cj5
sæll vertu,þetta eru somu hasingar og undir ollum 60 cruserum ,nema með stitri oxlum en jafn sverir og oll hlutfoll ur ur 60 crusier passar i þessar hasingar og allar legur passa að mer skilst ,eini munur er að þessar eru með minna hjolahaf. þæreru með diskum að framan en skalum að aftan,eg veit ekki hvort það eru læsingar i þessum (held ekki) og eg ætti að geta grafið upp hvaða hlutfoll eru i þeim. simin hja mer er 8631444.kv.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Willys, Cj5
Eitt sem strækar mig. LC 70 hásingar með 5.71 hlutföll. Ef ég man það rétt þá var þessi bíll óbreyttur (ég keypti af þér mótorinn úr honum) og því finnst mér þetta skrytið. 5.71 er líka ekki til í reverse, þar eru einungis til 4.56, 4.88 og 5.29 en ef þetta er standart rotation drif þá getur þetta passað. En þá þarf líka að gjörbreyta stýrisganginum, millibilsstöngin færð framfyrir og settur tvöfaldur stýrisarmur.
Ertu viss um að það sé 5.71 hlutföll í þessum lc hásingum? :)
Ertu viss um að það sé 5.71 hlutföll í þessum lc hásingum? :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Willys, Cj5
elliofur wrote:Eitt sem strækar mig. LC 70 hásingar með 5.71 hlutföll. Ef ég man það rétt þá var þessi bíll óbreyttur (ég keypti af þér mótorinn úr honum) og því finnst mér þetta skrytið. 5.71 er líka ekki til í reverse, þar eru einungis til 4.56, 4.88 og 5.29 en ef þetta er standart rotation drif þá getur þetta passað. En þá þarf líka að gjörbreyta stýrisganginum, millibilsstöngin færð framfyrir og settur tvöfaldur stýrisarmur.
Ertu viss um að það sé 5.71 hlutföll í þessum lc hásingum? :)
Hann var 38" breyttur ef þú ert að tala um hræið sem hann fékk hjá mér.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 66
- Skráður: 21.feb 2010, 17:41
- Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland
Re: Willys, Cj5
elliofur wrote:Eitt sem strækar mig. LC 70 hásingar með 5.71 hlutföll. Ef ég man það rétt þá var þessi bíll óbreyttur (ég keypti af þér mótorinn úr honum) og því finnst mér þetta skrytið. 5.71 er líka ekki til í reverse, þar eru einungis til 4.56, 4.88 og 5.29 en ef þetta er standart rotation drif þá getur þetta passað. En þá þarf líka að gjörbreyta stýrisganginum, millibilsstöngin færð framfyrir og settur tvöfaldur stýrisarmur.
Ertu viss um að það sé 5.71 hlutföll í þessum lc hásingum? :)
Það var búið að skipta út reverse fyrir standard, tók þær í sundur eftir að hafa talið hringina, taldi tennurnar og er meira að segja búinn að selja kögglana :) Takk samt fyrir hugleiðinguna Elliofur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 66
- Skráður: 21.feb 2010, 17:41
- Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland
Re: Willys, Cj5
Jæja núna er mikið búið að gerast í vetur. Bíllinn er núna kominn á Land Cruiser 70 hásingar sem breikkar sporvíddina um 10 cm. Hann er mun betri að öllu leyti, rásar minna og bremsar mun betur, þá helst þar sem að þær eru jafnari. Er þó búinn að fjárfesta í vacuum kút og höfðadælu úr Hilux sem fer í hann við tækifæri.
Skipt var um svo til allt í framhásingunni, allar legur og allt í bremsum. Einnig voru sett 4.56 hlutföll og Arb loftlás að aftan.
Hér er allt reddý.

Renniverkstæði Ægis sá um breytinguna og voru þeir fljótir að henda hásingunum undir.
Núna fylla dekkin loksins upp í brettakantana. :)

Farin var prufuferð upp á Hellisheiði stuttu seinna og virkaði allt mjög vel. Á að vísu eftir að tengja loftlásinn.

Í dag var ég að ná í hann frá Bólstursmiðjunni þar sem að þeir voru að sauma fyrir mig blæju frá grunni með öllum mínum sérþörfum. Þar var þó fremstur í flokki Ítali sem er með mikla reynslu í að sauma blæjur fyrir bíla sem og hraðbáta.
Núna á að vera mun þægilegra að taka blæjuna af og brjóta saman þar sem grindin sem heldur henni uppi í kringum hurðarfalsinn er í pörtum og sitthvað fleira sem gerir blæjuna mun betri.


Skipt var um svo til allt í framhásingunni, allar legur og allt í bremsum. Einnig voru sett 4.56 hlutföll og Arb loftlás að aftan.
Hér er allt reddý.

Renniverkstæði Ægis sá um breytinguna og voru þeir fljótir að henda hásingunum undir.
Núna fylla dekkin loksins upp í brettakantana. :)

Farin var prufuferð upp á Hellisheiði stuttu seinna og virkaði allt mjög vel. Á að vísu eftir að tengja loftlásinn.

Í dag var ég að ná í hann frá Bólstursmiðjunni þar sem að þeir voru að sauma fyrir mig blæju frá grunni með öllum mínum sérþörfum. Þar var þó fremstur í flokki Ítali sem er með mikla reynslu í að sauma blæjur fyrir bíla sem og hraðbáta.
Núna á að vera mun þægilegra að taka blæjuna af og brjóta saman þar sem grindin sem heldur henni uppi í kringum hurðarfalsinn er í pörtum og sitthvað fleira sem gerir blæjuna mun betri.


-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Willys, Cj5
Gullfallegur ad utan sem innan!!!!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 66
- Skráður: 21.feb 2010, 17:41
- Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland
Re: Willys, Cj5
Takk fyrir það strákar :)
Næsta mál á dagskrá er að kíkja á rafmagnið, skipta út flestum eða öllum rafmagnsvírum og mögulega að tengja spilið. Erum í því að finna rafmagnsvíra þessa dagana.
Næsta mál á dagskrá er að kíkja á rafmagnið, skipta út flestum eða öllum rafmagnsvírum og mögulega að tengja spilið. Erum í því að finna rafmagnsvíra þessa dagana.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Willys, Cj5
Snæland wrote:Takk fyrir það strákar :)
Næsta mál á dagskrá er að kíkja á rafmagnið, skipta út flestum eða öllum rafmagnsvírum og mögulega að tengja spilið. Erum í því að finna rafmagnsvíra þessa dagana.
Í svoleiðis tilfellum er oft spurning hvort það borgi sig ekki frekar að skipta öllu rafkerfinu út. Það eru margir að framleiða ný rafkerfi í eldri jeppa og CJ- eru þar efstir á blaði hjá flestöllum þessara framleiðenda.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur