Úrhleypibúnaður

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Kalli » 13.feb 2012, 22:19

kjellin wrote:ég er búin að reyna hringja og senda e-mail í þessa verkfræðistofu semað er með þennan loftmæli tilað fá verð, en það er engu svarað,

en ég var að velta því fyrir mer sambandi við úrhleipi búnaðinn hvortað einhver ætti málin á járninu semað boltast með felguboltonum fyrir toyotu , en svo annað eru menn að nota 8 mm , slöngur og hné í þettað eða ?

Já ekki spurning að nota 8 mm, slöngur og hné.

kv. Kalli




Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Árni Braga » 28.feb 2012, 22:19

Settu inn myndir fyrir okkur.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


afjoll
Innlegg: 11
Skráður: 12.júl 2010, 13:42
Fullt nafn: Guðmundur

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá afjoll » 03.mar 2012, 11:05

Er einhver með samantekt á efniskostnaði í þetta (kista, ventlar, hné, slöngur, kranar, tengi, ...)?
(fyrir utan dælu, kút osfv)

User avatar

Gormur
Innlegg: 64
Skráður: 20.jan 2012, 21:38
Fullt nafn: Gunnar Sigurfinnsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Gormur » 04.mar 2012, 13:53

Sigurbjörn,
ertu til í að teikna kerfið upp og birta hér eða senda mér beint.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Nóri 2 » 05.mar 2012, 08:42

svopni wrote:Vola


ertu ekki með neinn einstefnuloka?


gundur
Innlegg: 16
Skráður: 04.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Guðmundur Guðmundsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gundur » 27.okt 2012, 17:53

Gundsbúnaðurinn á 8x8 trölli
Viðhengi
Gundsbúnaðurinn 8x8.jpg


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá birgthor » 27.okt 2012, 21:18

Þetta hefur nú verið notað á ýmsum stöðum í gegnum tíðina :)

Image

Image

Image

Image
Kveðja, Birgir

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Freyr » 27.okt 2012, 22:23

Ég held að svona búnaður hafi fyrst sést á rússnesku URAL hertrukkunum?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Stebbi » 27.okt 2012, 23:35

Synd að það hafi ekki fundist betra nafn á þetta en 'Gundsbúnaðurinn', það nafn segir manni svosem ekkert nema að maður viti um hvað er verið að tala og gefur í skyn að sá ágæti maður Guðmundur Guðmundsson hafi hreinlega fundið þetta upp, sem er ekki satt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


tnt
Innlegg: 48
Skráður: 05.feb 2012, 16:10
Fullt nafn: Tryggvi traustason

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá tnt » 28.okt 2012, 10:20

Já Stegfán þetta hefur verið ljóst frá upphafi.þetta er einungis utanáliggjndi úrhleypibúnaður-og allsekki kendur við góðan vin minn Gund(þó svo að hann vilji hafa það svoleiðis)þetta er bara copy og allskonar útfærslur af þessum sama búnaði.Ég þekki það ágætlega enda búin að setja þetta í nokkra vagna,þetta er notað í allskonar trukka ofl erlendis.En eitt er rétt að Gundur var einn sá fyrsti sem hafði "Götts"til að nota þetta og fékk oft bátt fyrir og gerðu margir grín af þessu,en síðan er annar hver maður(ég líka )komin með þetta. kv Tryggvi

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Stebbi » 28.okt 2012, 12:45

Já ég man þegar að félagar hans á F4x4 voru að lýsa skoðun sinni á þessum æfingum hjá honum. Það tekur það enginn af honum að hann var sá sem kom þessu inná íslenska jeppamenn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


gundur
Innlegg: 16
Skráður: 04.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Guðmundur Guðmundsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gundur » 28.okt 2012, 12:57

Sælir félagar, það voru félagar okkar í austurlandsdeild sem komu með nafnið Gundsbúnaðurinn yfir þetta kerfi. Set hér inn til gamans fyrirspurn frá 2005 frá Canada Glanna. :)

Utanáliggjandi úrhelypibúnaður
af gundur » 13 Apr 2005, 08:43

Sælir félagar, ég hef verið að fá fyrirspurnir um þennan búnað.

Þetta kom frá Glanna.

Spurt: Ég skrifa þetta bara hér fyrst það er nú þráður hér í gangi sem er tileinkaður þér,en þar sem ég er mikill áhugamaður um úrhleypibúnað þá langar mig að forvitnast aðeins um þennan búnað hjá þér,hvernig hann er uppbyggður og eins hvernig hann hefur reynst hjá þér.

Svar: Þessi búnaður er utanáliggjandi úrhleypibúnaður sem var hugsaður í byrjun til þessa að nota þegar menn fara að klifra jökulinn td. upp um 1000 mertra í mjög bröttum og erfiðum akstri. Þá þarf jú að hleypa úr reglulega og oft þegar maður vildi helst ekki stoppa vegna aðstæðna, slöngurnar voru klárar í bílnum og þú plöggaðir þeim í við rætur jökuls og tóks þær af þegar þú komst niður aftur.

Hugmyndin af þessum búnaði kemur frá Dakar 2000 og einnig eru flutningabílar með sambærilegan búnað í útlandinu enn þeir nota þetta til að halda fullum þrýsingi ef gat kemur á dekk.

Ég er með loftpúða að aftan, loftkút 20 l. og tannlækna loftpressu sem dælir 120 psi inn á kútinn. Mælar fyrir þetta eru þrír, einnig fyrir kútinn og svo fyrir hvorn loftpúðann, einnig er eru rofar til að dæla í og tapa af púðunum, enn síðan er ég með skiptiloka á hvorri lögninni fyrir púðanna þannig að ég get skipt yfir á framhjól og afturhjól. Þá virka mælarnir og rofarnir fyrir dekkin.

Flest allir hlutir í þetta eru keyptir í Landvélum (Snæþór) og (Tryggvi) TNT hjá Stýrivélaþjónustinni smíðaði það sem þurfti að smíða, langar felgurær og fl.

Spurt: Mig þyrstir að vita hvort slöngurnar sem eru frá brettakantinum og niður í hjól eru þetta slöngur sem þurfa að vera tengdar þegar úr/ípumpunarbúnaðurinn er virkur?

Svar: Já þegar þú ætlar að fara að nota búnaðinn þá tengir þú slöngurnar, enn ég hef próða þær viða td. keyrt hér í bænum á góðum hraða með allt tengt og dundað mér við að hleypa úr og dæla í og snúningstengið sem hannað er fyrir iðnvélar sem snúast mun meira það hitnaði ekki neitt.

Spurt: Og ef svo er hvernig er þegar felgan fyllist af snjó og íshröngli eða krapa flækjast ekki slöngurnar í hjólunum og slitna frá?

Svar: Við tengjum ekki slöngurnar á lálendi í krapa það er engin þörf á þeim þar. Ég notaði þetta í nokkrum ferðum til prufu td. Höfsjökulsferðina og síðan heim yfir Langjökul og ég var með búnaðinn meira og minna á og þetta virkaði ótrúlega vel.
Það var á einum stað enn það var inni í geylinni í Þursborg á Langjökli alveg inni í botni á henni enn þar er mjög þraungt að snúa enn þá gleymdi ég því að ég var með búnaðinn tengdan og slangan náði að krækja aðeins í dekkið að framan enn í gegnum takinu í brettinu er öryggi sem ég vissi ekki um enn það plöggaðist úr og ég smellti því bara í aftur.

Spurt: Eins ef þú ert að fara td. yfir ísilagða á á veikum ís og pompar niður eins og maður lendir alltof oft í þá er náttúrulega ekki mikið svigrúm fyrir svona slöngur nema að vöðlast í dekkin eða hvað því ekki riðja þær frá sér klakanum.

Svar: Við notum búnaðinn ekki, þ.e.a.s að við tengjum ekki slöngurnar á láglendi og ekki í ám og vötnum.

Spurt: Svo er ein spurnig að lokum, hvernig tengir þú slönguna í hjólið? Er þetta einhverskonar hjámiðja sem snýst eða hvað?

Svar: Slöngurnar eru tengdar í snúnigstengið með hraðtengi 6 ? 8 mm á 44? er kanski best að nota í þetta allt 8 mm loftslöngur, 6 mm var gott fyrir 38?.

Varðandi myndir þá hafa þær nú byrst víða, eitthvað er í mína albúmi hér á vefnum.

Þeir sem áhuga hafa á að fá sér svona búnað geta talað við Tryggva / www.styri.is

kveðja gundur


gundur
Innlegg: 16
Skráður: 04.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Guðmundur Guðmundsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gundur » 28.okt 2012, 13:06


User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 29.okt 2012, 11:36

Er nauðsynlegt að vera með krana á felgunum, væri ekki ekki hægt að útfæra þetta þannig að vera með opinn ventil og slöngu skrúfaða á hann. Ef búnaðurinn væri tekinn af þá væri einfaldlega sett hetta á ventilinn. Eini gallin við þetta er kannski að það er ekki sérlega fljótlegt að loka ventlinum ef slangan fer úr !

Það þarf væntanlega að taka dekkinn af til að koma kúluloka fyrir á felgunum ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá villi58 » 29.okt 2012, 12:01

AgnarBen wrote:Er nauðsynlegt að vera með krana á felgunum, væri ekki ekki hægt að útfæra þetta þannig að vera með opinn ventil og slöngu skrúfaða á hann. Ef búnaðurinn væri tekinn af þá væri einfaldlega sett hetta á ventilinn. Eini gallin við þetta er kannski að það er ekki sérlega fljótlegt að loka ventlinum ef slangan fer úr !

Það þarf væntanlega að taka dekkinn af til að koma kúluloka fyrir á felgunum ?

Ef þú notar nippilkrana þá borar þú bara og snittar og veiðir svo svarfið með segli, pottþétt aðferð.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2012, 11:43

Búinn að prófa utanáliggjandi búnaðinn hjá mér og er að lenda í því að hnén eru að snúast með dekkjunum í miklum krapa og snjó og snúa upp á slöngurnar. Ég er með slöngur úr Landvélum sem eru líklega ef mjúkar og ætla að kaupa mér stífari slöngur í Barka en spurningin er hvort hnéð er staðsett of innarlega inn í felgunum. Hvernig eru þetta hjá ykkur sem eru að nota þetta stórslysalaust, eru hnén utar eða er nóg að vera bara með stífari slöngur ? Hreinsar hnéð kannski bara snjóinn frá sér ef slöngurnar eru stífari ?

Slangan er að vísu ekki tengd á þessari mynd en sýnir ágætlega hnéð á kafi í snjónum í felgunum.

IMG_20121117_145519.jpg
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá sukkaturbo » 18.nóv 2012, 16:13

Sælir við eru að prufa þetta þessa dagana í þungum og blautum snjó. Í þessu eru alvöru kúlulega og pakkdósir og rústfrítt rör. Mjög létt að snúa þessu og engin mótstaða. kveðja guðni
Viðhengi
samsett.JPG


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Stjáni Blái » 18.nóv 2012, 16:26

Svona græjaði ég þetta hjá mér. Eftir forskrift hjá félaga mínum sem hefur reynst mjög vel og verið vandræðalaus að mestu.
Setti smá beygju á flatjárnið (spöngina) sem liggur þvert yfir felguna.
Ættuð að sjá þetta ef þið zoom-ið inná myndina.

Image


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá juddi » 18.nóv 2012, 17:39

Það eru allavega til slöngur uppá vörubílaventlana til að pumpa í innra hjól á tvöföldu, spurning hvort það gangi á litlu ventlana eða notast við vörubílaventla svo munar miklu að bora út ventlana hægt að bora aðeins stærra ef ekki er píla en ég hef lýka borað út ventla með pílu munar helling í loftfæði

AgnarBen wrote:Er nauðsynlegt að vera með krana á felgunum, væri ekki ekki hægt að útfæra þetta þannig að vera með opinn ventil og slöngu skrúfaða á hann. Ef búnaðurinn væri tekinn af þá væri einfaldlega sett hetta á ventilinn. Eini gallin við þetta er kannski að það er ekki sérlega fljótlegt að loka ventlinum ef slangan fer úr !

Það þarf væntanlega að taka dekkinn af til að koma kúluloka fyrir á felgunum ?
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2012, 17:46

juddi wrote:Það eru allavega til slöngur uppá vörubílaventlana til að pumpa í innra hjól á tvöföldu, spurning hvort það gangi á litlu ventlana eða notast við vörubílaventla svo munar miklu að bora út ventlana hægt að bora aðeins stærra ef ekki er píla en ég hef lýka borað út ventla með pílu munar helling í loftfæði

AgnarBen wrote:Er nauðsynlegt að vera með krana á felgunum, væri ekki ekki hægt að útfæra þetta þannig að vera með opinn ventil og slöngu skrúfaða á hann. Ef búnaðurinn væri tekinn af þá væri einfaldlega sett hetta á ventilinn. Eini gallin við þetta er kannski að það er ekki sérlega fljótlegt að loka ventlinum ef slangan fer úr !

Það þarf væntanlega að taka dekkinn af til að koma kúluloka fyrir á felgunum ?


Ég notaði bara 10mm slöngu upp á bílventilinn sem var pílulaus (og boraður) og hosuklemmu. Þetta virkar fínt svona, er alveg sáttur við hversu hratt gengur að pumpa í eða úr.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2012, 17:46

Eru menn sem sagt almennt með hnén fyrir utan ystu brún felgunnar ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá hobo » 18.nóv 2012, 18:13

Hnén hjá mér eru rétt fyrir utan ystu brún á felgum, ætti að sleppa þegar felgurnar fyllast af snjó.
Ég notaði framlengingu frá slá í hné, fæst í þremur lengdum minnir mig í landvélum.
Erfitt að útskúra, en þetta er eins og múffa með gengjum utan á, á öðrum endanum. (maður veit aldrei hvað þessir trilljón hlutir heita..)


gundur
Innlegg: 16
Skráður: 04.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Guðmundur Guðmundsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá gundur » 25.nóv 2012, 13:23

Sæll Agnar, það er betra að hafa hnéð í línu eða aðeins fyrir útan felgu það gefur réttar áttak á
slöngu og hné, ég keyrði utan í steinnorða við Hofsjökul hér um árið kanturinn á felgunni beiglaðist en hnéið slapp,
Landvélar voru með tvær tegundir af slöngu lina og stífari og ekki spuring það er sú stífari.

kv. gundur


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá stebbi1 » 15.des 2012, 00:57

Ein smávægileg spurning áður en ég hefst handa við að troða þessu í patrolinn.
vilja menn koma slöngunum inn í bíl sem fyrst, eða leggja þetta bara undir honum þangað til það henntar að fara inn?
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá kjellin » 15.des 2012, 01:50

Izan wrote:Sæll

Þetta með einfaldleikann hafur einmitt loðað við Rússana, skýrasta dæmið um það er þagar Nasa eyddi áratugum í að þróa penna sem hægt var að nota í þyngdarleysi og mismunandi hitastigi. Rússinn notaði bara blýant.





Sorry off topic
En var það ekki til þess að losna við blìrykið, svo það myndi ekki ì Þingdarleisi sìnu smjùga innì öll tæki og vera til trafala ? :)

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá AgnarBen » 15.des 2012, 13:48

stebbi1 wrote:Ein smávægileg spurning áður en ég hefst handa við að troða þessu í patrolinn.
vilja menn koma slöngunum inn í bíl sem fyrst, eða leggja þetta bara undir honum þangað til það henntar að fara inn?


Held að það skipti ekki höfuðmáli hvor leiðin er farin svo lengi sem það sé gengið frá almennilega frá þessi svo slöngurnar skemmist ekki og fari að leka.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Nóri 2 » 23.jan 2013, 21:40

er að velta fyrir mér útfærslur hjá ikkur hvað þið hafið verið að setja á lögnina að mælinum ef þið gleimið að skrúfa fyrir kranan að mæli. þeir sem eru með skífumæli sem er kvarðaður upp í 15psi og hleipið t,d, 6 börum inn á kistuna og gleymið að skrúfa fyrir kranann. er búinn að sprengja 2 mæla hjá mér og er búinn að vera að leita að einstefnuloka sem ég get set á lögnina en það er ekki til neinn nothæfur loki. endilega deilið hvernig þið hafið verið að komast í veg fyrir þetta

MBK Arnór


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá lecter » 23.jan 2013, 23:48

já flott kerfi en fyrir alla muni ekki sjóða miðju flat staungina sjóðið eyru eða langa ró annars er vandi að finna ballansvél sem sem getur tekið hjólið


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Nóri 2 » 25.jan 2013, 23:20

góð ábendin frekar vitlaust að sjóða hana fasta, en búinn að finna góða lausn á þessu hjá mér, en gaman væri að sjá hvernig menn eru annas að leisa þetta


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá villi58 » 25.jan 2013, 23:27

Græjaði hjá mér og það bara virkar, get sent mynd á netfang

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Óskar - Einfari » 01.apr 2013, 16:10

Sælir

Datt í hug að deila þessu með ykkur: http://www.uxcell.com/24v-pneumatic-quadruple-solenoid-valve-base-push-connectors-silencers-p-171169.html

Eru þetta ekki samskonar rafstýrðir lokar + kista sem menn eru að borga nokkra handleggi og ennþá fleiri fætur fyrir hérna á klakanum. 56 USD myndi ég halda væri tilraunarinn virði til að komast að því hvort að þetta er drasl eða ekki.

Er ég að rugla eitthvað?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá ssjo » 01.apr 2013, 17:18

Ég hef fylgst með þessu þráðum um úrhleypibúnað (utanáliggjandi) með áhuga. Ventlakistan og búnaður sem tengist henni er greinilega þungmiðjan í kerfinu, ýmist með handstýrðum rofum eða segullokum og kostnaður í þeim hluta vegur þyngst. Hver eru rökin fyrir því að það sé ekki hægt að komast af með þennan búnað án þess að vera með stýringu á loftþrýstingi fyrir hvert hjól? Hvað mælir gegn því að vera með allar fjórar tengingarnar saman á einni kistu og hafa sama þrýsting í öllum fjórum dekkjunum? Ég hef allavega sjaldan eða aldrei verið að bauka við að hafa mismunandi þrýsting (aftan/framan) og bara hleypt úr dekkjunum niður í sirka sömu tölu allan hringinn. Lát heyra.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá -Hjalti- » 01.apr 2013, 17:48

ssjo wrote:Ég hef fylgst með þessu þráðum um úrhleypibúnað (utanáliggjandi) með áhuga. Ventlakistan og búnaður sem tengist henni er greinilega þungmiðjan í kerfinu, ýmist með handstýrðum rofum eða segullokum og kostnaður í þeim hluta vegur þyngst. Hver eru rökin fyrir því að það sé ekki hægt að komast af með þennan búnað án þess að vera með stýringu á loftþrýstingi fyrir hvert hjól? Hvað mælir gegn því að vera með allar fjórar tengingarnar saman á einni kistu og hafa sama þrýsting í öllum fjórum dekkjunum? Ég hef allavega sjaldan eða aldrei verið að bauka við að hafa mismunandi þrýsting (aftan/framan) og bara hleypt úr dekkjunum niður í sirka sömu tölu allan hringinn. Lát heyra.


ef bíllinn stendur í halla verða þá ekki hjólin sem þyngdin liggur á loftlaus á meðan hin tvöfalda þrýstingin ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá hobo » 01.apr 2013, 17:51

T.d gott í hliðarhalla að pumpa meira í neðri hjólin.
Einnig ef eitt dekkið er skemmt og ekki hægt að stöðva leka, þá er gott að fylgjast með því og pumpa reglulega í.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Startarinn » 01.apr 2013, 19:06

ssjo wrote: Hvað mælir gegn því að vera með allar fjórar tengingarnar saman á einni kistu og hafa sama þrýsting í öllum fjórum dekkjunum?


Þetta virkar bara eins og með loftpúðana, ef það er opið á milli flæðir loftið þangað sem minnst er mótstaðan. Ef bíll stendur á jafnsléttu með kannski 2-3 pund í og opið milli allra dekkja myndi bíllinn sennlilega síga að framan miðað við að aftan (flestir bílarnir eru þyngri að framan), og eins í hliðarhalla myndi loftið flæða í þau dekk sem eru ofar í brekkunni og minni þyngd hvílir á
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá ellisnorra » 01.apr 2013, 19:52

Þessi kista lookar vel, en gæti verið smá speedbump hér Working Pressure 1.5 - 8 kgf/cm2... Gæti verið flott fyrir loftpúða hinsvegar.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Óskar - Einfari » 01.apr 2013, 20:30

elliofur wrote:Þessi kista lookar vel, en gæti verið smá speedbump hér Working Pressure 1.5 - 8 kgf/cm2... Gæti verið flott fyrir loftpúða hinsvegar.


Aha... ég skil... uxcell er hinsvegar með meira af loftlokum og kistum. Spurning að leyta hvort þeiri eigi eitthvað fyrir þann þrísting sem þarf fyrir úrhleypibúnað.

Er einhver sem hefur keypt loftloka fyrir svona og veit á hvaða þrísting þeir lokar eru að vinna? eru til svona lokar sem eru gefnir upp fyrir 1 psi... það er 0,07 kgf/cm2
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá grimur » 01.apr 2013, 21:44

Svona lokar þurfa að vera 3ja stöðu ef vel á að vera, með lokaða miðstöðu. Svokallaðir 5/3 NC.
3/3 NC væri best, en þeir eru vandfundnir og maður blindar bara 2 port til að fá þetta rétt.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá Tjakkur » 01.apr 2013, 22:02

-Hjalti- wrote:
ssjo wrote:Ég hef fylgst með þessu þráðum um úrhleypibúnað (utanáliggjandi) með áhuga. Ventlakistan og búnaður sem tengist henni er greinilega þungmiðjan í kerfinu, ýmist með handstýrðum rofum eða segullokum og kostnaður í þeim hluta vegur þyngst. Hver eru rökin fyrir því að það sé ekki hægt að komast af með þennan búnað án þess að vera með stýringu á loftþrýstingi fyrir hvert hjól? Hvað mælir gegn því að vera með allar fjórar tengingarnar saman á einni kistu og hafa sama þrýsting í öllum fjórum dekkjunum? Ég hef allavega sjaldan eða aldrei verið að bauka við að hafa mismunandi þrýsting (aftan/framan) og bara hleypt úr dekkjunum niður í sirka sömu tölu allan hringinn. Lát heyra.


ef bíllinn stendur í halla verða þá ekki hjólin sem þyngdin liggur á loftlaus á meðan hin tvöfalda þrýstingin ?


Ef opið er á millri allra dekkja:
-Þá er einnig sami þrýstingur í öllum dekkjum. ;)
-Ef bíllinn er þyngri að aftan þá bælast þau dekk einfaldlega meira en framdekkin en þrýstingurinn er sá sami.
-Sama á við ef bíllinn stendur í halla, -þrýstingur er sá sami í efri og neðri dekkjum en þau neðri bælast auðvitað meira.

Lokað á milli dekkja:
Ef við gefum okkur að rúmmál dekks minnki þegar það bælist þá eykst loftþrýstingur lítillega við það að meiri þungi leggist á dekkið og því ætti þrýstingur að hækka lítillega á neðri dekkin þegar ekið er í hlíðarhalla og ekki er opið á milli dekkja. Að sama skapi ætti loftþrýstingur að minka þegar léttist á efri dekkjunum og þau bælast minna.
Þetta er í sjálfu sér jákvætt en ég veit ekki hvort að þetta séu þær stærðir að þær skipti e-h máli.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Úrhleypibúnaður

Postfrá -Hjalti- » 01.apr 2013, 22:07

ef opið er milli allra dekkja þá hlýtur loftið að fara þangað sem minni þyngd liggur á dekkjunum , semsagt efri dekkin í hliðarhalla.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur