Turbo í 80 Cruser
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Turbo í 80 Cruser
Sælir félagar er með 80Cruser 1992 vx sjálfskiptur sem að sögn annara alveg eins80 Cruser eigenda hér í bæ er að eyða of mikklu hjá mér eða 12 til 14 á langkeyrslu á 38 og 25 í bænum jafnvel meira fer eftir eknum kílómetrum aftur á bak. Ég finn ekkert að. Græna ljósið eða turbo ljósið er að koma inn á 1200 snúningum er það eðlilegt. kveðja illa stolltur 80-cruser eigandi guðni
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Turbo í 80 Cruser
sukkaturbo wrote:Sælir félagar er með 80Cruser 1992 vx sjálfskiptur sem að sögn annara alveg eins80 Cruser eigenda hér í bæ er að eyða of mikklu hjá mér eða 12 til 14 á langkeyrslu á 38 og 25 í bænum jafnvel meira fer eftir eknum kílómetrum aftur á bak. Ég finn ekkert að. Græna ljósið eða turbo ljósið er að koma inn á 1200 snúningum er það eðlilegt. kveðja illa stolltur 80-cruser eigandi guðni
Er ekki 12-14 á langkeyrslu bara ósköp eðlileg eyðsla miðað við svona fleka á 38"
Minn er að fara með svipað, en hann ætti að lækka sig töluvert við 4:88 en hann er með 5:29 sem er of hátt miðað hvað vélin ræður við.
Keyrirðu með lokurnar á?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Re: Turbo í 80 Cruser
Sé nú ekkert óeðlilegt við þessa eyðslu. 25 lítra eyðsla innanbæjar er nú bara vel sloppið í svona bæ eins og Siglufirði.
Kv. Smári.
Kv. Smári.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Turbo í 80 Cruser
Sælir þá er eitthvað að þeirra bílum ef minn er eðlilegur þeir eru með 9 til 10 á langkeyrslu og ég þekki þessa menn og þeir eru ekki þekktir af því að segja ósatt. Ætli sé ekki hægt að fá svona bilun eins og þeir eru með. En hvenær á túrbóið að koma inn er það orginal að koma inn á 1200 snúningum. Hfsd037 ég er að tala um 80 Cruser og hann er með 4:10 kveðja guðni
Re: Turbo í 80 Cruser
Sko Guðni.
LC 80 eru frábærir bílar í flesta staði. Einn af stóru kostunum við þá er sparneytnin. 2500kg, 38", sjálfskiptur, 20 ára bíll sem eyðir 12 -14 á hundraði er sparneytin. Ég hef aðallega verið á 24 ventla bílnum og minnist þess ekki að túrbínuljósið sé neitt að kveikna í akstri. Eru þessir vinir þínir á 38" sjálfskiptum bílum líka? Beinskipti bíllinn er náttúrulega aðeins sparneytnari.
Kv. Smári.
LC 80 eru frábærir bílar í flesta staði. Einn af stóru kostunum við þá er sparneytnin. 2500kg, 38", sjálfskiptur, 20 ára bíll sem eyðir 12 -14 á hundraði er sparneytin. Ég hef aðallega verið á 24 ventla bílnum og minnist þess ekki að túrbínuljósið sé neitt að kveikna í akstri. Eru þessir vinir þínir á 38" sjálfskiptum bílum líka? Beinskipti bíllinn er náttúrulega aðeins sparneytnari.
Kv. Smári.
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Turbo í 80 Cruser
sukkaturbo wrote:Sælir þá er eitthvað að þeirra bílum ef minn er eðlilegur þeir eru með 9 til 10 á langkeyrslu og ég þekki þessa menn og þeir eru ekki þekktir af því að segja ósatt. Ætli sé ekki hægt að fá svona bilun eins og þeir eru með. En hvenær á túrbóið að koma inn er það orginal að koma inn á 1200 snúningum. Hfsd037 ég er að tala um 80 Cruser og hann er með 4:10 kveðja guðni
Já ég veit Guðni, þetta átti að koma þannig út að þetta væri bara nokkuð góð eyðsla hjá þér
þegar ég er kominn upp í 100 á mínum þá er ég að keyra í mjög háum snúning, þrátt fyrir það er ég ekkert svo ósáttur við eyðsluna í mínum, en hún ætti að lagast töluvert þegar ég fæ mér þyngri hlutföll
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Turbo í 80 Cruser
Sælir gaman af þessu en minn er sjálfgíraður og er þessi olíublauta pappadiska hrúga alveg snilld mjög mjúk og hægt að fara hægar en beingíraður jappi með 3 millikassa. En hvenær er túrboljósið að koma inn í 80 Cruser almennt er það um 1200 snúningana kveðja guðni
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Turbo í 80 Cruser
Hlynur , 80 krúser er ekki með lokur, þeir eru sídrifnir
12-14 er ekkert slæm eyðsla, minn er með 14-16 út á vegi svona alla jafn , var reyndar með svona 11-12l á leiðinni frá höfn í bæin um daginn með 20m/s í rassgatið alla leiðina á overdrive á 1200rpm , en það er nú ekki oft sem svoleiðis aðstæður eru :)
Turbo ljósið kveiknar aldrei hjá mér, skilst að það sé mismunandi hvernig þetta turbo ljós virkar eftir bílum, fer eftir litnum á því, man hinsvegar ekki alveg hvernig það er með þetta ljós, minnir að grænt sýni þegar turbo kemur inn, en ef það er rautt ljós, eins og það er í mínum bíl þá er það overboost ljós bara
svo er það víst í sumum 2 ljós.. grænt ljós sem kemur við 2psi og svo overboost við ca 15psi
12-14 er ekkert slæm eyðsla, minn er með 14-16 út á vegi svona alla jafn , var reyndar með svona 11-12l á leiðinni frá höfn í bæin um daginn með 20m/s í rassgatið alla leiðina á overdrive á 1200rpm , en það er nú ekki oft sem svoleiðis aðstæður eru :)
Turbo ljósið kveiknar aldrei hjá mér, skilst að það sé mismunandi hvernig þetta turbo ljós virkar eftir bílum, fer eftir litnum á því, man hinsvegar ekki alveg hvernig það er með þetta ljós, minnir að grænt sýni þegar turbo kemur inn, en ef það er rautt ljós, eins og það er í mínum bíl þá er það overboost ljós bara
svo er það víst í sumum 2 ljós.. grænt ljós sem kemur við 2psi og svo overboost við ca 15psi
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Turbo í 80 Cruser
sukkaturbo wrote:Sælir félagar er með 80Cruser 1992 vx sjálfskiptur sem að sögn annara alveg eins80 Cruser eigenda hér í bæ er að eyða of mikklu hjá mér eða 12 til 14 á langkeyrslu á 38 og 25 í bænum jafnvel meira fer eftir eknum kílómetrum aftur á bak. Ég finn ekkert að. Græna ljósið eða turbo ljósið er að koma inn á 1200 snúningum er það eðlilegt. kveðja illa stolltur 80-cruser eigandi guðni
Guðni! Þessi eyðsla á svona bíl er bara normal 12-14 ltr. ef einhver segist vera að eyða minna þá kann hann ekki að reikna.
Re: Turbo í 80 Cruser
ég myndi stinga upp á því að þú tækir einn eða fleirri spísa úr og skoðaðir ef þú ert ósáttur við eiðslu, 25 lítrar er frekar mikið myndi ég seigja en aðrar tölur gætu passað
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Turbo í 80 Cruser
Sæll Villi já ég held að það sé rétt hjá þér. En ég er sáttur við bílinn sem slíkan fer vel með mann ræður vel við 38" vigtar um 2450kg fullur af olíu mannlaus og manni finnst þetta vera bíll sem getur enst í heilan mannsaldur ef vel er farið með hann. Maður fær þessa tilfinningu þegar maður ekur þessu dóti eins og það sé gert til að endast. Mætti vera betri rúðu upphalara helst bara handvirkir og auglýsi ég nú eftir rúðu sveif fyrir vinstrihendi kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Turbo í 80 Cruser
Sæll Snorri var búinn að orða það á kaffi fundi í dótakassanum. Spurning hvað skvísurnar kosta í Cruserinn
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Turbo í 80 Cruser
framtak/blossi tók upp mína spíssa og kostaði það í kringum 100 þúsund minnir mig. þetta eru tví-þrýstir spíssar er mér sagt og mjög erfitt að stilla þá.
eyðslan innanbæjar hjá mér fór úr 25-30 niður í svona 17-18 bara við það að skipta út dísum og stilla spíssana, einnig vantaði undir þá skinnurnar svo þeir ýrðu ekki rétt inní brunahólf. maður getur náð betri árangri með því að ventlastilla bílinn og láta taka upp olíuverkið. Upptekt á svona verki kostar í kringum 200 þúsund sé það svona "meðal-slitið" en ventlastillingar getur maður sjálfur gert. ATH að þennan mótor á að ventlastilla kaldan (amk. 24 tímar frá síðustu gangsetningu).
eyðslan innanbæjar hjá mér fór úr 25-30 niður í svona 17-18 bara við það að skipta út dísum og stilla spíssana, einnig vantaði undir þá skinnurnar svo þeir ýrðu ekki rétt inní brunahólf. maður getur náð betri árangri með því að ventlastilla bílinn og láta taka upp olíuverkið. Upptekt á svona verki kostar í kringum 200 þúsund sé það svona "meðal-slitið" en ventlastillingar getur maður sjálfur gert. ATH að þennan mótor á að ventlastilla kaldan (amk. 24 tímar frá síðustu gangsetningu).
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Turbo í 80 Cruser
Guðni mér heyrist þú þurfa að fara með bílinn í LandCruiser tölvuna hjá Toyota. Svona bíll á ekki að vera eyða nema á milli 9-11 lítrum í stórborgarakstri á Sigló. Svo á turboljósið ekki að koma inn því þeir toga svo rosalega á lága snúningnum að túrbínan þarf ekkert að koma inn, ef það er að koma inn túrbína hjá þér þá þarf að stilla togið neðar. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Turbo í 80 Cruser
Guðni ef þú býrð svo vel að vera á facebook skráðu þig þá í þennan hóp http://www.facebook.com/groups/326614330731773/
Kv Snorri
Kv Snorri
Re: Turbo í 80 Cruser
12-14 á langkeyrslu er bara mjög eðlilegt fyrir svona bíl en tek undir að 25 innanbæjar sé helst til vel í lagt. Þá vaknar sú spurning hvort hann gangi mikinn hægagang hjá þér jafnvel heilu og hálfu dagana? Eða hvort snjóskreppitúrarnir þínir um nágrenið séu með í þessum tölum?
Kv. Freyr
Kv. Freyr
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Turbo í 80 Cruser
Sælir Freyr það er allt inn í þessu lausagangur ekki mikill og snjóakstur. Fara með hann í Tölvu????? kanski útvarpið
Re: Turbo í 80 Cruser
25 lítrar er nú ekkert óeðlilegt á Siglufirði. Það eru nú ekki keyrðir margir kílómetrar í einu þar. Kanski nokkur hundruð metrar milli þess sem drepið er á. Er ekki viss um að Santa Fe-inn minn fari með undir 25 í innanbæjarakstri í mínum heimabæ.
Kv. Smári
Kv. Smári
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Turbo í 80 Cruser
Sælir strákar fékk upplýsingar um það yfir blautum kaffibolla að þegar þessir bílar komu nýjir til landsins á 31" að ég held að þá hafi uppgefin eyðsla verið um 12 lít á langkeyrslu. Það væri gaman að sjá hvað framleiðandinn gefur upp á óbreittum orginal 80 Cruser sjálfskiptum áður en maður fer að kvarta yfir 12 til 14 lit eyðslu að vetri til á 38" dekkum og 20 til 25 innanbæjar á 10 pundum með snjó upp í kúlur og maður fer 100 km áfram og 50 km aftur á bak og lætur bílinn ganga kanski í 10 tíma á viku í lausagang. Maður er bara að gera of mikklar kröfur og hugsar málið ekki rétt. Held að ég sé bara orðinn sáttur við minn 80 Cruser og sannar jeppaspjallið en og aftur ágæti sitt, bara besta síða í heimi. kveðja guðni
Re: Turbo í 80 Cruser
Ég á nú svona með bensínvél og get ekki annað en horft öfundaraugum á svona eyðslutölur.
Kv. Smári
Kv. Smári
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Turbo í 80 Cruser
Ég man ekki betur en að Hilux disel á 29" dekkjum nýr bíll hafi verið gefið upp 11.ltr. og er framleiðandinn ekki að segja meira en hann þarf, helst minna. Þannig að Cruicer á 38" með eyðslu 12-14 ltr. er nú bara nokkuð gott bíll sem er 2,2 tonn.
Þannig að Guðni ætti að geta sofið rólegur.
Þannig að Guðni ætti að geta sofið rólegur.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Turbo í 80 Cruser
Sælir strákar fór á Lágheiðina í dag á mínum 38" cruser í þungu færi fannst mér. Ég skal segja ykkur það að þetta Cruser dót það drífur furðulega mikið á 38" gömlum Grand Hawk á 12" breiðum felgum. Leikið var í 4 tíma í þungu færi eknir voru 90 km með þjóðvega akstri á milli sem var um sirka 50 km á vegi og eyðslan um 20 lítrar á þeim tíma vel ásættanlegt.Fékk þann heiður að fá að aka í hjólförunum af 54" bílnum og var ég næsti bíll fyrir aftan hann. kveðja guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Turbo í 80 Cruser
Guðni! þú hlítur af hafa þurft að kippa annaðslagið í 54" bílinn :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Turbo í 80 Cruser
Sæll Villi ég náði aldrei upp í dráttarkrókinn og hann passaði sig á að vera alltaf á undan mér svo hann festist ekki slóðinni eftir Cruserinn. kveðja guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Turbo í 80 Cruser
sukkaturbo wrote:Sæll Villi ég náði aldrei upp í dráttarkrókinn og hann passaði sig á að vera alltaf á undan mér svo hann festist ekki slóðinni eftir Cruserinn. kveðja guðni
Góður Guðni !
Kveðja! VR
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur