Ekki í þessari lotu a.m.k. Pabbi er búinn að eiga þennan cruiser síðan 2004 á 35" dekkjum með þessa hækkun. Hingað til hefur hann ekki séð ástæðu til að láta breyta þessu og við hásingafærsluna núna lengist hjólhafið og hallinn á stífunum minkar svo aksturseiginleikarnir verða betri en áður. Hinsvegar síkkaði ég þverstífuturninn að aftan svo stífan verður lárétt, það pirraði mig hvernig hann var áður að aftan með stífuna í org. festingum. Eftir að hann fer á götuna mun ég prófa hann vel og fara yfir málin með pabba. Flest sem ég geri í þessum bíl er eftir mínu höfði en einstaka sinnum hefur pabbi aðra skoðun og þá ræður hann hvað er gert, hann er jú eigandinn...;-) Einnig mun hann lækka að aftan eins og fram kemur í myndatextanum, a.m.k. 35 mm lækkun + sú lækkun sem verður við að setja í hann aftursætin og innrettinguna afturí, þá lagast hallinn örlítið. Annars á ég von á að ég muni að lokum breyta stífufestingunum. Ath þó að ég síkka ekki allar 4 í grind, ég myndi síkka neðri í grindinni en hækka þær efri á hásingunni. Það minkar álagið á efri stífurnar og lengir um leið líftíma fóðringanna í þeim. Einnig er til mikils að vinna að síkka ekki efri í grindinni því sú síkkun skapar leiðinlegt vindingsálag á þverbitann. Reyndar er hann mjög öflugur en mér þykir betra að draga úr kröftum en að byggja bara nógu fjandi sterka hluti til að þola þá.....
Kveðja, Freyr
80 cruiser breytingar, myndir og texti
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Mikið að gerast, mun klára undirvagninn um páskana. Er að stússa í demparalengingum, samsláttarpúðum o.þ.h. núna og er búinn að setja kantana á og ganga frá hjólaskálunum...

Kv. Freyr

Kv. Freyr
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Þetta er mjög flott. hvaða dekk ætlið þið að setja undir hann ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
AT dekk á 14" breiðum stálfelgum með lítillega valsaðar innri brúnir.
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
AT dekk á 14" breiðum stálfelgum með lítillega valsaðar innri brúnir.
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Settir nýir samsláttarpúðar að aftan, þeir gömlu voru svo fjandi ryðgaðir að ofanverðu. Dempararnir eru KONI, um 9 ára gamlir. Þeir eru í topp standi en farnir að ryðga svo ég slipaði þá upp, grunnaði og málaði. Gerði þetta við alla 4.

Dempararnir eru töluvert lengri en orginal, veit samt ekki hve mikið. Ég lengdi þá um 6 cm og þá eiga þeir 12 cm bæði sundur og saman. Þar sem þeir halla slatta er slaglengdin þó meiri, hún er rétt um 28 cm sem er bara mjög gott. Þarna er búið að síkka samsláttarpúðana.

Aftanverð hjólaskálin hm. aft. Smíðað úr rafgalv. Fyrst 2gja. þátta epoxy, svo pensilkítti á allar suður, síðan 2gja. þátta epoxy lakk og að lokum vel af grjótmassa. Þetta ætti að endast vel. Síðan er svampur í brettakantinum. Hann er með lím á bakhliðinni en til að hann límist enn betur fer fyrst contact lím á spreybrúsa á fletina sem hann límist á. Að lokum fer límkítti yfir samskeytin.


Að framan fór ekki svampurí kantana heldur plast.


Dempararnir eru töluvert lengri en orginal, veit samt ekki hve mikið. Ég lengdi þá um 6 cm og þá eiga þeir 12 cm bæði sundur og saman. Þar sem þeir halla slatta er slaglengdin þó meiri, hún er rétt um 28 cm sem er bara mjög gott. Þarna er búið að síkka samsláttarpúðana.

Aftanverð hjólaskálin hm. aft. Smíðað úr rafgalv. Fyrst 2gja. þátta epoxy, svo pensilkítti á allar suður, síðan 2gja. þátta epoxy lakk og að lokum vel af grjótmassa. Þetta ætti að endast vel. Síðan er svampur í brettakantinum. Hann er með lím á bakhliðinni en til að hann límist enn betur fer fyrst contact lím á spreybrúsa á fletina sem hann límist á. Að lokum fer límkítti yfir samskeytin.


Að framan fór ekki svampurí kantana heldur plast.

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Fínt að tússa línur á dempara þegar spáð er í færsluna á þeim og stöðu á samsláttarpúðum.

AT á 14" mátað undir. Mikið pláss en hækkaði hann svo samt um 2 cm, þykir hann svolítið þunglamalegur svona og eins hentar það vel gangvart fjöðrun.

2 cm upphækkunarklossum bætt við að framan. Þeir eru nær án stýringar svo þeir geta gengið til ofaná hinum klossanum. Því er ég ekki hrifinn af svo ég setti stýringar. Boraði 5 mm göt í neðri klossana og skrúfaði í þau 6 mm bolta. Síðan skar ég af þeim hausinn og boraði 6 mm göt í efri klossana, að lokum setti ég límkítti á planið og setti svo saman. Þetta mun því ekki skríða til. Pinnarnir sjást standa upp úr neðri klossanum og á þeim efri eru göt.

Upphækkun á sætinu fyrir samsláttarpúðann í gorminum að framan. Bætti svo við 2 cm í viðbót en getur verið að ég taki 1 í burtu, kemur í ljós.

Lenging á framdempara, skar efri pinnann af og bætti við bút úr 14 mm bolta. Það er betra að gera þetta að ofanverðu því ef þetta er gert að neðan gæti hitinn mögulega skemt demparann.

Það var hlykkur á bremsurörinu vm. fr. sem ég rétti úr og setti flatjárn til að bolta það fast á nýjum stað.

Bremsuslöngufesting hm. fr., hér var líka hlykkur til að rétta úr svo það þarf ekki að lengja rör eða slöngur.

Vírofin bremsuslanga, skilar meiri bremsukrafti þar sem það tapast ekki orka við að þenja út gúmmíslöngu. Þar sem slangan er mun stífari en gúmmíslöngur hafði ég smá áhyggjur af að hreyfing stífunnar gæti losað nipplana. Sveigjan á rörinu framanvið slönguna er til að stefna slöngunnar sé betri m.t.t. þessa. Einnig notaði ég gengjulím til að tryggja mig.

Kv. Freyr

AT á 14" mátað undir. Mikið pláss en hækkaði hann svo samt um 2 cm, þykir hann svolítið þunglamalegur svona og eins hentar það vel gangvart fjöðrun.

2 cm upphækkunarklossum bætt við að framan. Þeir eru nær án stýringar svo þeir geta gengið til ofaná hinum klossanum. Því er ég ekki hrifinn af svo ég setti stýringar. Boraði 5 mm göt í neðri klossana og skrúfaði í þau 6 mm bolta. Síðan skar ég af þeim hausinn og boraði 6 mm göt í efri klossana, að lokum setti ég límkítti á planið og setti svo saman. Þetta mun því ekki skríða til. Pinnarnir sjást standa upp úr neðri klossanum og á þeim efri eru göt.

Upphækkun á sætinu fyrir samsláttarpúðann í gorminum að framan. Bætti svo við 2 cm í viðbót en getur verið að ég taki 1 í burtu, kemur í ljós.

Lenging á framdempara, skar efri pinnann af og bætti við bút úr 14 mm bolta. Það er betra að gera þetta að ofanverðu því ef þetta er gert að neðan gæti hitinn mögulega skemt demparann.

Það var hlykkur á bremsurörinu vm. fr. sem ég rétti úr og setti flatjárn til að bolta það fast á nýjum stað.

Bremsuslöngufesting hm. fr., hér var líka hlykkur til að rétta úr svo það þarf ekki að lengja rör eða slöngur.

Vírofin bremsuslanga, skilar meiri bremsukrafti þar sem það tapast ekki orka við að þenja út gúmmíslöngu. Þar sem slangan er mun stífari en gúmmíslöngur hafði ég smá áhyggjur af að hreyfing stífunnar gæti losað nipplana. Sveigjan á rörinu framanvið slönguna er til að stefna slöngunnar sé betri m.t.t. þessa. Einnig notaði ég gengjulím til að tryggja mig.

Kv. Freyr
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Sæll, hvar fékkstu Vírofnu bremsuslönguna ?
Kv Snorri
Kv Snorri
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Barka. Þeir smíða nú slöngur, vírofnar eða venjulegar í ótal útfærslum. Eru ekki bara með þessa týpísku enda heldur bjóða upp á allan fjandann.
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Hér koma myndir af honum eftir breytingarnar








-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Glæsilegt!
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Freyr wrote:Aftasti bitinn undir boddýinu er opinn út í afturbrettin eins og sjá má á þríhyrningnum sem ljósið skín gegnum á miðri mynd. Inn í aftasta bitann kemst vatn sem leitar þá þaðan í brettin. Ekki gott.
Kíttaði fyrir opið svo vatnið fari ekki í botn brettana og valdi þar ryðmyndun.
Búið að grunna með 2gja þátta epoxy
Smá ryðbætur í leiðinni
Búið að grunna með 2gja þátta epoxy
Þetta kom í ljós bakvið brettakantinn hm. fr. Verður skorið burt til að búa til pláss fyrir nýju dekkin.
Stífurnar tilbúnar. Nýjar fóðringar, neðri lengdar um 12 cm og efri örlítið meira, grunnað með epoxy og málað með trukkalakki.
Búið að grunna og mála að mestu leiti. Næsta verk verður að setja hásinguna á sinn stað. Á reyndar eftir að styrkja síkkunina fyrir þverstífuna. Grunar bara að hún sé örlítið og mikið síkkuð hjá mér svo ég beið með að klára síkkunina þar til hásingin er komin á sinn stað og afstaðan sést 100%.
Kveðja, Freyr
Frábær umfjöllun. Hvaða kítti notar þú og hvað er "trukkalakk og hvar fæst það
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Ég sé á einni myndinni að þú kíttar í kverk án þess að grunna undir, mæli með að þrífa vel grunna og svo kíttið.
Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti
Límkítti frá wurth. Með trukkalakki á ég við vinnuvélalakk, man ekki hvort það er frá málningu eða slippfélaginu, þakka ábendinguna með grunninn.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur