að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
er að spá í að skipta um vél í galloper og setja annaðhvort 2,8 eða 3,2 diesel pajero í hann hvor er betri upp á bilanir og meira tog
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
Það munar svo litlu á aflmuni og sérstaklega torgmuni á 2.5 VS 2.8 að það tekur því ekki og það munar svo litlu á toginu í 2.8 VS 3.2 þannig að sú stærri dettur alveg út hjá þér og að auki er örugglega of mikið rafmangsbögg í kringum 4m41 (3.2)
Búinn að skrúfa upp í olíuverkinu, setja stærra púst og fýra upp í wastegateinu á Gallopper vélinni?
Átt líka að geta aukið inngjöfina á flýtimembrunni ofan á olíuverkinu. Það gerir víst kvartaverk.
Búinn að skrúfa upp í olíuverkinu, setja stærra púst og fýra upp í wastegateinu á Gallopper vélinni?
Átt líka að geta aukið inngjöfina á flýtimembrunni ofan á olíuverkinu. Það gerir víst kvartaverk.
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
2,8 í 3,2 gefur mun upp á 50 til 150 nm tog eftir árgerðum, það kalla ég ekki lítinn mun. Orginal 2,8 bíll er frekar latur meðan 3,2 er bara þokkalega frískur, mikill munur fyrir mína parta. Hinsvegar er spurning hvort það sé þess virði að fara í 3,2 þar sem hún kostar sennilega margfallt í innkaupum og er flóknara að hnoða henni í bíl en gömlu 2,8.
Freyr
Freyr
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
Sama vélin í grunninn.
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
Það má vel vera en þú líkir ekki saman common rail mótor með vgt túrbínu saman við mótor með olíuverki, wastegate túrbínu og sem er að auki 12,5% minni. Vinnslumunurinn á þessum 2 er verulegur auk þess sem sá nýrri er umtalsvert sparneytnari í þokkabót.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
Samhvæmt mínum kokkabókum munar á 2,8 v 3,2 frá uþb 45 hp og 75nm sem er talsvert. Auk þess sem ég veit að 3,2 vélin er mjög spræk og skemmtileg sem hinar eru ekki. Hins vegar er örugglega talsvert meira mál að koma henni fyrir þar sem hún þarf meira af rafmagni og tölvudóti heldur en hinar tvær. Úti í heimi er td hægt að fá Pajero sport með 3,2 vélinni og það er vafalaust talsvert skemmtilegur vagn.
Kveðja Óli
Kveðja Óli
Sent úr Siemens brauðrist
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
Ég sat í óbreyttum 98" Pajero í gær með beinskiftri 2.8 vél. Ökumaðurinn lét hann hiklaust fara undir 1000 sn/mín og hann átti í engum vandræðum með að toga sig fljótlega upp í snúning í háum gír upp brekku. Maðurinn talaði um þennann bíl og annann sjálfskiptann sem voru saman í fellihýsadrætti í sumar og áttu þeir ekki í neinum vandræðum með að taka fram úr cruiserunum upp brekkurnar úti á vegi. (fyrsti 90 cruiserinn er með svipaðar hestafla og togtölur og Pajeroinn)
http://www.4x4community.co.za/forum/showthread.php?t=30425
http://www.4x4community.co.za/forum/showthread.php?t=30425
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
ég get allavega sagt fyrir mína hönd að ég er hæst ánægður með minn pajeró
sem er 2.8 TDI beinskiftur.
vinnslan er mjög fín einsog t.d upp brekkur og annað, þótt það hangi bmw 7 lína aftani þá finnur hann ekki fyrir því. Er reyndar ekkert kominn með viðhalds dæmi á þennan mótor
enda hef ég ekki átt bilinn nógu lengi, en ég er rosalega ánægður með mótorinn vinnsluna og eyðsluna.
setti á hann 50 L af djúpsteikingarfeiti og 30 L disel á móti, skellti mér vestur á snæfelsnes
um páskana, stillti cruizið í 95 km/h, þetta voru 300 km og hann fór með 20 L.
það bókstaflega datt af mér andlitið af þessari eyðslu, ekki veit ég hvort hann vinnur eitthvað léttara á djúpsteikingarfeitini eða eitthvað en ég var súddalega ánægður.
kv Hrannar
sem er 2.8 TDI beinskiftur.
vinnslan er mjög fín einsog t.d upp brekkur og annað, þótt það hangi bmw 7 lína aftani þá finnur hann ekki fyrir því. Er reyndar ekkert kominn með viðhalds dæmi á þennan mótor
enda hef ég ekki átt bilinn nógu lengi, en ég er rosalega ánægður með mótorinn vinnsluna og eyðsluna.
setti á hann 50 L af djúpsteikingarfeiti og 30 L disel á móti, skellti mér vestur á snæfelsnes
um páskana, stillti cruizið í 95 km/h, þetta voru 300 km og hann fór með 20 L.
það bókstaflega datt af mér andlitið af þessari eyðslu, ekki veit ég hvort hann vinnur eitthvað léttara á djúpsteikingarfeitini eða eitthvað en ég var súddalega ánægður.
kv Hrannar
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
Það er alveg hægt að kvelja heilmikið afl út úr 2.5 vélinni. Mér finnst koma best út að láta blása um 18psi inn á hana, en það er miðað við interkúlerinn sem er orginal á gallopernum, sem er held ég orðinn allt allt of lítill við svona æfingar. Finn heilmikinn mun hvað hann vinnur betur í hauga rigningu þegar bleytan gengur niður í gegnum kúlerinn og hjálpar við að kæla.
Olíuverkið er smá föndur að stilla, membran ofaná er sk. Boost compensator, sem bætir við olíu eftir boost þrýstingi. Það er bæði hægt að stilla hvenær auka olía kemur inn og hvað mikið. Svo er venjuleg magnskrúfa aftaná þar sem er vont að komast að...en nauðsynleg fyrir því.
Ég er búinn að hreinsa mestallt rafmagns draslið af mínum, blinda egr og yfirþrýstiventilinn, tengja boost compensatorinn vélarmegin við intercoolerinn, setja 3" púst og sennilega eitthvað fleira sem ég man ekki.
Allavega, það er alveg hægt að láta þetta vinna. Það sem hefur strítt mér mest er að koma olíunni að olíuverkinu og nógu miklu. Ef það er tregða í síu fer allt að slappast þar sem það er engin fæðidæla og olíuverkið þarf að soga allt aftan úr tank...
Kv
Grímur
Olíuverkið er smá föndur að stilla, membran ofaná er sk. Boost compensator, sem bætir við olíu eftir boost þrýstingi. Það er bæði hægt að stilla hvenær auka olía kemur inn og hvað mikið. Svo er venjuleg magnskrúfa aftaná þar sem er vont að komast að...en nauðsynleg fyrir því.
Ég er búinn að hreinsa mestallt rafmagns draslið af mínum, blinda egr og yfirþrýstiventilinn, tengja boost compensatorinn vélarmegin við intercoolerinn, setja 3" púst og sennilega eitthvað fleira sem ég man ekki.
Allavega, það er alveg hægt að láta þetta vinna. Það sem hefur strítt mér mest er að koma olíunni að olíuverkinu og nógu miklu. Ef það er tregða í síu fer allt að slappast þar sem það er engin fæðidæla og olíuverkið þarf að soga allt aftan úr tank...
Kv
Grímur
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: að skipta 2,5 pajero rellu út fyrir 2,8eða3,2
grimur wrote:.... tengja boost compensatorinn vélarmegin við intercoolerinn...
Færðu þá ekki minni olíu þar sem þrýstingurinn er aðeins minni vélarmegin við intercooler.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur