Nissan Terrano

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Nissan Terrano

Postfrá sukkaturbo » 23.mar 2013, 12:28

Sælir félagar var beðinn um að gera við Nissan Terrano 1996 með 2,7 diselvél turbo intercooler. Hef aldrei komið upp í svona bíl og ekki neitt pælt í þeim. Tók hring og bíddu nú við fór annan hring setti í lagadrifið út í skafl. Fór út úr bílnum horfði á hann vigtaði hann um 1800kg 7 manna. Er þetta til breitt með öðrum hásingum td. hilux eða patrol finnst þeir frekar mjóir sé fyrir mér patrol hásingar og millikassa úr patrol.Man eftir þráð frá Ellaofur um gír og millikassa hvernig þeir pössuðu. Finnst vélinn bara fín miðað við toyota 2,4 spurning um eyðslu og endingu og drifgetu.Gaman væri að fá umræðu um gamlan terrano ekki nýjan.



User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Nissan Terrano

Postfrá íbbi » 23.mar 2013, 13:31

þetta eru snilldar bílar fyrir margar sakir, þótt þeir séu ansi klossaðir og vinnubílalegir á margan hátt.

mér finnst þetta furðu lág þyngd. hafandi átt 3 svona bíla myndi mig gruna að það væri farin að hverfa úr honum ansi mikil þyngd, minn 33" breytti SE sjálfskipti viktaði yfir 2tonn tómur, annar eins bsk óbreyttur viktar yfir 1950kg
þeir eiga að vikta 1850kg ca þurrvikt.

hef keyrt svona bílum tugi þúsunda km síðustu 5 ár við allar aðstæður, misboðið þeim mikið og reynt ýmislegt og hvað sem einhver annar hefur um það að segja þá hafa þessir jeppar reynst mér best allra jeppa.

vélin í þeim er afar góð. hún vinnur fínt, bilar AFAR lítið og eyðir mjög littlu, í einum sem ég átti var búið að fikta í verkinu og skrúfa blásturinn upp í rúm 17psi og hann vann furðulega vel

grindin í þeim er mjög vígaleg, enda ættuð undan pikk-up og mun sverara í henni en mörgum öðrum sem ég hef séð. afturhjóladrifbúnaðurinn er að mínu besta viti mjög fínn, hef aldrei lent í neinu veseni yfir höfuð með hann.

framhjólabúnaðurinn er að mínu mati lelegue, veit ekki hvernig er með styrk á drifi, og jú ég má til með að hrósa terrano-unum með að ég hef sjaldnan eða aldrei lent í neinum lekum frá drifbúnaði eða vélbúnaði, nema kælivökva

varðandi breytingar á þeim þá held ég að helstu vandamálin séu tengd því hvað hurðin er nálægt framdekkinu og erfitt að fá almennilegt pláss fyrir jeppadekk án þess að ganga á fótapláss og lenda í hurðini.

ég tala af eigin reynslu þegar ég segi að þeir verða gríðarlega stífur að framan þegar þeir eru skrúfaðir upp, minn var 33" eflaust hækkaður nóg fyrir 35" og hann var alveg ómögulegur að framan, þegar ég dró þunga hltui á honum hoppaði hann að framan og hann var gríðarlega stífur og lítil sem engin sundursláttur eftir af fjöðrunini,

mig langar að breyta svona bíl sjálfur, skoðaði einn í sumar með hásingu og myndi treysta mér í þetta sjálfur. held að það hafi verið dana hásing undir honum að framan,
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Nissan Terrano

Postfrá íbbi » 23.mar 2013, 13:41

helsti galli sem ég hef orðið var við í þeim er ryð... MIKIÐ

þeir eru nánast undantekningalaust kolryðgaðir í sílsum, hvalbak og upp í boddýfestingarnar. það mikið að það getur ekki annað en talist afar lelegt,

hef þurft að fara í framhjólasystem á þeim öllum sem ég hef átt. þá sérstaklega millistöngina í stýri

það hefur þurft að herða upp á hjólalegum að framan full reglulega að mínu mati, þarna geta nokkrir faktorar verið að valda, m.a að menn ofherði þær. en rétt hersla á þeim er sáralítil, undir 5nm minnir mig,
einnig sagði sérfræðingur í þeim mér að það væri bara þannig að þegar það væri farið að losna upp á þeim regluglega þyrfti að skipta þeim út þótt það sæi ekki á þeim, þá væru þær til friðs.
vatnsdælu hef ég þurft að skipta um í þeim öllum.

sjálfskiptingin í þeim er fín, en það er engu síður erfitt að fá í hana og hvað þá heilar skiptingar
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Nissan Terrano

Postfrá sukkaturbo » 23.mar 2013, 16:19

Sæll Ibbi takk fyrir greina góð svör þyngdin er ekki vigtuð af mér sjálfum svo hún er örugglega meiri og rétt hjá þér en um 2 tonn kanski á 38 með dóti og olíu. En mér fannst mótorinn mjög góður og gírkassinn léttur þetta er orginal bíll sem ég var að brasa í. Þessi bíll er athyglis verður til breitinga lengja húdd og grind og það væri sniðugt að setja í hann hilux hásingar með 5:29 hlutföllum raflása sem væri þá breitt í loftlása og milligír eða lækkun eins og er í patrol millikassanum 3:90. Spurning ætli það passi úr patrol í terrano. Elli gæti svarað því.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Nissan Terrano

Postfrá ellisnorra » 23.mar 2013, 20:40

Eitt sem er mjög sniðugt að gera fyrir bíla á 33-35 tommu dekkjum er að skipta út innvolsinu í gírkassanum fyrir innvols úr patrol.

Terrano
1st 3.580
2nd 2.077
3rd 1.360
4th 1.000
OD 0.811
Reverse 3.631

Patrol
Gear ratio
1st 4.061
2nd 2.357
3rd 1.490
4th 1.000
OD 0.862
Reverse 4.125

Fyrsti til þriðji gír í patrol lægri, fjórði beinn í gegn á báðum og fimmti gír hærri. Passar beint á milli, eins og útskýrt er og sést í swap þræðinum hjá mér.

Ég veit ekkert hvað gæti passað á milli úr millikassa, en þeir eru gjörólíkir að utan allavega, miklu sverara allt í patrol fyrir utan að framdrifið er hægra megin í patrol og vinstra megin í terrano. Flottur kostur samt að nota patrol kassa samt beint og bolt on eins og ég gerði á luxanum mínum til að setja hægri-kúlu framhásingu undir terranoinn, hvort sem það er undan hilux eða patrol.
Fullt af myndum af þessum kössum og kassamixi á swapþræðinum mínum, viewtopic.php?f=26&t=9006
http://www.jeppafelgur.is/


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Nissan Terrano

Postfrá Játi » 23.mar 2013, 22:46

Framhjólabúnaðurin undir þessu er eitt það mesta rusl sem ég hef kinnst og þolir ekki einusinni malarvegi á orginal dekkjastærð. Þetta er sama sullið og er í nissan "hardbody" d21 bílunum og átti ég einn slíkan og lenti tvisvar í því að brjórta stýrisupphengju á 35" dekkjum og þakka ég bara fyrir að það hafi ekki gerst úti á þjóðvegi.
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: Nissan Terrano

Postfrá haffiamp » 24.mar 2013, 11:40

ósammála síðasta ræðumanni, jú það þarf að fylgjast með klöfum vel og hjólastillingu en ég var á 33" bíl lengi og hann var veeel notaður, lenti í að þurfa að skipta um spindilkúlu eftir 3 ára notkun staðreyndin er sú að sama undir hvað bíl að þá eru stór dekk ekki góð fyrir óstyrkta klafa

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Nissan Terrano

Postfrá Freyr » 24.mar 2013, 14:04

Átti terrano á 31" í rúmt ár og hef umgengist fleiri slíka bíla. Á þessu ári stóð hann sig bara mjög vel fyrir utan framhjólastellið. Ég var stöðugt að skipta um kúlur, enda, legur o.fl. Ég hef átt ýmsa jeppa auk þess að vera bifvélavirki og ég þekki ekki neinn jeppa sem framhjólastellið endist jafn illa á. Þó var ég í heildina litið ánægður með hann og gæti hugsað mér að eignast svona jeppa aftur en þá á bara max 31" dekkjum, alls ekki stærra....

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Nissan Terrano

Postfrá ellisnorra » 24.mar 2013, 15:14

Bara að henda framhásingu undir þá, það er nú ekki eins og það sé mikið vesen! 50 tíma vinna + nokkrir tímar í að skipta um gírkassa. Svo nokkrir þúsundkallar í varahluti... :)
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir