Snorkel VS ekkert snorkel
Snorkel VS ekkert snorkel
Góða kvöldið spjallverjar...!
Eins og titill þessa þràðar gefur til kynna er ég að velta þessu fyrir mér.
Er snorkel kostur eða ókostur á 46" breyttum bíl ? Er snorkelið að skapa t.d. vandamál i vetrar ferðum ?
Málið er að ég à snorkelið til en er ekki alveg sannfærður um hvort ég eigi að setja það á bílinn eða ekki, það er jú orðið MJÖG djúpt/mikið vatn þegar 46" bílar eru komnir i vandræði.
Vona að þið getið hjálpað mér i þessum vangaveltum mínum.
Kv.
Finnur
Eins og titill þessa þràðar gefur til kynna er ég að velta þessu fyrir mér.
Er snorkel kostur eða ókostur á 46" breyttum bíl ? Er snorkelið að skapa t.d. vandamál i vetrar ferðum ?
Málið er að ég à snorkelið til en er ekki alveg sannfærður um hvort ég eigi að setja það á bílinn eða ekki, það er jú orðið MJÖG djúpt/mikið vatn þegar 46" bílar eru komnir i vandræði.
Vona að þið getið hjálpað mér i þessum vangaveltum mínum.
Kv.
Finnur
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Mín hugsun með því að setja snorkel á hiluxinn var ekki til þess að ég geti farið að leika mér af því að keyra í vatni upp á miðja frammrúðu. Heldur ef að maður lendir í því að bakki gefur sig undan bílnum, bíllin fer af stað eða það brotnar ís undan honum þá á maður allavega einhvern séns... þó það sé ekki nema bara að bjarga vélinni.
Semsagt að vera viðbúin hinu óvænta... það er nefnileg of seint að setja snorkelið á þegar að trínið er komið á kaf.
Semsagt að vera viðbúin hinu óvænta... það er nefnileg of seint að setja snorkelið á þegar að trínið er komið á kaf.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Þú veist aldrei hvað vötn/ár eru djúp ef þú ert að ferðast á hálendinu, jafnvel 46" duga þér ekki ef þú stingur framendanum ofan í vök.
-
- Innlegg: 177
- Skráður: 06.mar 2011, 16:07
- Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
á flestum snorkelum er hægt að hafa hosuna sem heldur hattinum örlítið lausa þannig að hægt sé að snúa hattinum með því að teygja sig út um hliðarrúðuna. og þá er alltaf hægt að snúa því undan skafrenningnum svo er gamli ullarsokkurinn ás í erminni
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
þetta var til ógagns upp á skálafellsjökli núna um helgina, margir að lenda í gangtruflunum útaf snorkelum, ullarsokkar og allskonar dót sem menn voru að setja á voru að fyllast af snjó , minn bíll sló ekki feilpúst ekki með snorkel
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
snorkel er bara til travala miðavið mína reynslu.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Ég er nú vanur að fjarlægja loftsíur þegar komið er á jökul eða á hreinan samfelldan snjó.
Mun heilnæmara fyrir vélar að jappla á lítilsháttar snjó en að streða á móti stíflaðri síu. Loftið er eins hreint og það getur orðið.
Spreyja e-h smurfeiti inní lofthreinsaratunnurnar og strjúka rykið sem þar er áður en sett er í gang að nýju.
Mun heilnæmara fyrir vélar að jappla á lítilsháttar snjó en að streða á móti stíflaðri síu. Loftið er eins hreint og það getur orðið.
Spreyja e-h smurfeiti inní lofthreinsaratunnurnar og strjúka rykið sem þar er áður en sett er í gang að nýju.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Getur verið að snorkel sé betra í þettum lágarenningi?
Þá á ég við hvort það standi e.t.v. upp úr versta kófinu?
Þá á ég við hvort það standi e.t.v. upp úr versta kófinu?
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Það eru til pre-filterar fyrir snorkel sem ég veit ekki til þess að menn hafi prófað hérna. Þetta er hugsa fyrir ryk en myndi væntanlega koma vel í vegfyrir það að snjór fari innum snorkelið. Ég ætlaði alltaf að panta mér svona... kemur örugglega að því fljótlega.
Sjá neðst á þessari síðu:
http://www.rocky-road.com/safarisnorkel.html
Sjá neðst á þessari síðu:
http://www.rocky-road.com/safarisnorkel.html
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
ég fékk mér 2cm þykkann filter hjá bróðir mínum sem er notaður í inntök á loftræsisamstæðum. Fékk þetta svart, festi þetta fyrir innan grindina. Þetta er að virka frábærlega, hugsunin var að losna við að fá snjó inn eins að loka á rigningu í slagveðri.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
- Innlegg: 20
- Skráður: 10.aug 2011, 14:50
- Fullt nafn: Kristmundur Magnússon
- Bíltegund: Y60 Patrol 38´
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
En er menn eru með keilu á enda snorkel-sins?
http://www.rcrockcrawling.com/images/Sa ... eAWeb1.jpg
Kv
Kristmundur
http://www.rcrockcrawling.com/images/Sa ... eAWeb1.jpg
Kv
Kristmundur
2000 módel 2.8tdi Pajero ´33 - Seldur.
1994 Nissan Patrol ´38
1994 Nissan Patrol ´38
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
diddim wrote:En er menn eru með keilu á enda snorkel-sins?
http://www.rcrockcrawling.com/images/Sa ... eAWeb1.jpg
Kv
Kristmundur
Keypti Land Rover hatt og hef ekkert verið var við lofttregðu, auðvelt og fljótlegt að nota ullarsokkinn af afa.
-
- Innlegg: 30
- Skráður: 22.mar 2013, 09:29
- Fullt nafn: Þorsteinn Þorsteinsson
- Bíltegund: Range Rover
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Sveppurinn var einmitt hannaður til að minna af sandi færi inn í loftinntakið.
kv.
ÞÞ
kv.
ÞÞ
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Mér finnst þessi skafrennings-loftinntaks umræða á villigötum.
-Það er ekkert að þvíað láta vélar soga inn litilsháttar hreinan foksnjó.
Þetta er það lítið magn.
Meiri hætta ef skefur inná loftinntök á vél sem ekki er í gangi og henni síðan startað með miklu af snjó í loftbörkum.
Í miklum skafrenning og frosti getur verið varasamt að láta blöndungsvélar soga loft ofan af pústgreinum. Snjór sem gufar upp neðar á greininni veldur því að mikill raki er í loftinu og það vill mynda ís í blöndung og stífla bensínflæðið. Þetta vandamál hefur kostað mig full mikið af fínu tei sem þurft hefur að hella yfir blöndunginn. Ég hef meira að segja þurft að liggja ofaná vélinni í aftka veðri með húddið klemmt ofan á mig og míga ofan á helvítis blöndunginn þegar teið var búið! Við þær aðstæður er betra að taka inn kalt útiloft þó að það sé ósíað. Lítilsháttar snjór sem fer um blöndung er ekki til vandræða og hann hleðst ekki utaná nálar líkt og vatnsgufan.
Örlítið af hreinum snjó inná vél er ekkert annað en fínasta "water injection". Snjórinn er rykfrír og flokkast sem "eimað vatn"
-Það er ekkert að þvíað láta vélar soga inn litilsháttar hreinan foksnjó.
Þetta er það lítið magn.
Meiri hætta ef skefur inná loftinntök á vél sem ekki er í gangi og henni síðan startað með miklu af snjó í loftbörkum.
Í miklum skafrenning og frosti getur verið varasamt að láta blöndungsvélar soga loft ofan af pústgreinum. Snjór sem gufar upp neðar á greininni veldur því að mikill raki er í loftinu og það vill mynda ís í blöndung og stífla bensínflæðið. Þetta vandamál hefur kostað mig full mikið af fínu tei sem þurft hefur að hella yfir blöndunginn. Ég hef meira að segja þurft að liggja ofaná vélinni í aftka veðri með húddið klemmt ofan á mig og míga ofan á helvítis blöndunginn þegar teið var búið! Við þær aðstæður er betra að taka inn kalt útiloft þó að það sé ósíað. Lítilsháttar snjór sem fer um blöndung er ekki til vandræða og hann hleðst ekki utaná nálar líkt og vatnsgufan.
Örlítið af hreinum snjó inná vél er ekkert annað en fínasta "water injection". Snjórinn er rykfrír og flokkast sem "eimað vatn"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Já þetta er góð pæling, hvað tekur langan tíma fyrir snjóinn sem stíflar síuna að safnast inn?
Hvað eru það mörg kg af snjó á sekúndu?
Hvað eru það mörg kg af snjó á sekúndu?
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
vissulega ætti að vera í lagi að smá hreinn foksnjór fari inna vélina. En spurningin er hvort snjórinn sé hreinn? Jafnvel þótt menn séu uppá jökli, er þá eitthvað gefið að þar sé ekki aska eða annað að fjúka til?
-Defender 110 44"-
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
Kiddi wrote:Já þetta er góð pæling, hvað tekur langan tíma fyrir snjóinn sem stíflar síuna að safnast inn?
Hvað eru það mörg kg af snjó á sekúndu?
Ætli algeng lofthreinsaratunna sé ekki búin að taka inn á sig hátt í líter af snjó áður en vélin þagnar alveg. Þéttni á svona snjó er varla meiri en 1/10 svo þetta er ígildi að hámarki 100ml af vatni.
Ef þetta gerist á klukkutíma þá erum við að tala um ca 2 grömm af vatni á mínútu inn á vél. Jafnvel 50cc skellinöðrumótór ræður við slíkt.
Snjór í loftsíu er ekki vandamálið. -Vandamálið er loftsían.
Auðvitað gildir þetta bara um hreinan skafrenning
KISS. ;)
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Snorkel VS ekkert snorkel
DABBI SIG wrote:vissulega ætti að vera í lagi að smá hreinn foksnjór fari inna vélina. En spurningin er hvort snjórinn sé hreinn? Jafnvel þótt menn séu uppá jökli, er þá eitthvað gefið að þar sé ekki aska eða annað að fjúka til?
Ekki miklar líkur á því í skafrenning... held að menn séu almennt sammála um að nota loftsíur í sand/öskustorm!
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur