Ég eignaðist fyrir skemmstu ánægjulegan Rocky, sem er þó mest megnis Toyota.
Mótorinn er 3,4 disel sem kom orginal í 40 cruiser. Við hana er búið að setja túrbínu úr Rocky og bíllinn gjörsamlega mokast áfram. Gírkassi og millikassi er einnig úr 40 cruiser.
Hilux hásing að framan með gormum og stífum úr range rover og Rancho 9000 dempurum.
60 cruiser hásing að aftan með gormum og Rancho 9000 dempurum, loftlæst.
Svo er hann á 38" mudderum á 60 cruiser felgum.
Það er ekki langt síðan bíllinn var allur tekinn í nefið og er alveg stríheill. Þó má auðvitað alltaf bæta eitt og annað og gera og græja sem ég mun svo sannarlega gera.
Ég hef ekki verið nógu duglegur með myndavélina en vonum að það breytist.
En hér er ein, drulluskítugur, en hann er á litinn eins og appelsína.
