Mig grunar og er næstum 100% á því að gröfumaðurinn sem að sá um snjómoksturinn í mínu hverfi hafi bakkað á jeppann án þess að hafað tekið eftir því, ég hringdi í Reykjavíkurborg til að grafast fyrir hvaða verktaki væri með þetta hverfi, ég fékk nafn og símanúmer og hringdi í þá á föstudaginn, stjórinn var ekki við þannig að ég hringi aftur á mánudagsmorguninn.
Engu að síður ætla ég að búast við öllu því versta og útiloka alla aðra möguleika en að þetta geti verið eftir bakkó á gröfu
Svona lýtur beyglan út

Hérna sjáið þið hvað beyglan er í miklum halla og í takti við skrámuna á rörastuðaranum

Svona var jeppinn lagður, þess má geta að jeppinn kom útúr skúrnum kvöldinu áður nýbónaður þannig að það er hægt að útiloka það að þetta sé gamalt.

Jeppinn var ekkert hreyfður allan þennan dag, ég tók eftir þessari beyglu þegar ég keyrði heim eftir vinnu þannig að það er hægt að útiloka það að ég hafi bakkað á.
Ég checkaði á hvort ruslabíllinn hafði komið þennan dag, svo var ekki.
Það er enginn bíll á planinu hjá mér þetta hár til þess að geta valdið tjóni sem þessu.
Það eina sem kemur til greina er að grafan hafi þurft að bakka inn á planið hjá mér og rekið bakkóið utan í jeppann.
Eruð þið sammála mér?