Matarolía á gamla díseljálka
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Matarolía á gamla díseljálka
Hafa einhverjir hérna verið að fikta við að nota matarolíu/djúpsteikingarfeiti á bílana hjá sér ? Eða er þetta of mikið mál til að það borgi sig að standa í þessu??
Síðast breytt af villi þann 08.sep 2012, 18:59, breytt 1 sinni samtals.
Re: Matarolía á gamla díseljálka
hellti smá af svona á 1996 patrol hjá mér um dagin, gekk eins og klukka enn lyktaði eins og kleinur
1992 MMC Pajero SWB
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Matarolía á gamla díseljálka
hellti þessu á galloperinn hjá mér í júlí og fann engan mun nema á lyktinni, fannst á tímabili eins og túrbínan væri hægari af stað skv,. mæli en sennilega var það bara ruglingur í mér.
keyrði sömuleiðis á síaðri mótorolíu hálfan móts við dísel c.a. 40lt og gekk bara mjög vel örlítið meiri reykur við kaldstart en annars enginn munur
keyrði sömuleiðis á síaðri mótorolíu hálfan móts við dísel c.a. 40lt og gekk bara mjög vel örlítið meiri reykur við kaldstart en annars enginn munur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Þetta getur verið fínt meðan það er hlýtt í veðri, en þegar fer að hausta fara síur að stíflast frekar fljótt..... sjálfsagt ágætt samt að drýgja díselolíuna með þessu
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Félagi minn keyrði á þessu allt árið, blandað 10-15% með steinolíu og 5% bensíni, hann keyrði á þessu allt árið, þurfti að skipta nokkuð oft um síur en gekk annars vel held ég. Hann missti uppsprettuna held ég, annars væri hann ennþá á þessu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
ok, og olían hefur væntanlega verið síuð á einhvern hátt
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Matarolía á gamla díseljálka
ég notaði bara glæra brúsa og síaði gegnum 5 lög af tuskum úr tuskupoka frá stillingu, ekkert high tech neitt en eftir 3 skipti í gegnum síuna var olían orðin mjög tær ásýndar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Við bræður höfm verið að keyra á þessu aðeins. Við síum þetta í gegnum lak. Gengur hægt en gengur þó. Brósi prufaði að keyra eingöngu á þessu og jeppinn fór ekki í gang nema að fá drátt. En ég hef verið að setja svona 20l á móti 40l af diesel á minn. Hann er leiðinlegur í gang á þessu kaldur og gengur ílla kaldur. En lagast svo þegar að hann hitna. Og lyktin er eins og 10 mans séu að grilla í einu. En það er ekki eftir hitun á mínum patrol heldur bara for hitun og ég er búinn að breyta því í manual hitun. Þannig að ég hita bara aðeins lengur í kald startinu. Mér fynst hann reyndar reykja soddið bláu þegar að hann er kaldur á steikingar olíuni. En uppá síðkastið hef ég eingöngu sett diesel á hann og blái reykurinn hættur að sjást þegar að hann er kaldur.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Ok , gaman að heyra um mismunandi aðferðir. Ég er nú ekki farinn að prufa að keyra Krúserinn á þessu og geri það sennilega ekki fyrren næsta sumar en ég er með tvennskonar síun. Fyrst er grófsía og svo sía ég í gegnum stóra járnsíu sem að hafði áður það hlutverk að sía loft inná loftkúta í vörubíl.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Matarolía á gamla díseljálka
villi wrote:ok, og olían hefur væntanlega verið síuð á einhvern hátt
Hann síaði gegnum bol minnir mig, og blandaði svo olíuna við bensínið og steinolíuna á 1200 lítra sáputank. Hann var með venjulega sjoppusíu á lögninni að olíuverki í staðin fyrir orginal síurnar og skipti ört um.
Ég man ekki eftir að hann hafi minnst á nein startvandamál, eina sem ég man eftir var að hann gat ekki fengið miðstöðvarbrennara til að ganga á þessu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Matarolía á gamla díseljálka
villi wrote:Ok , gaman að heyra um mismunandi aðferðir. Ég er nú ekki farinn að prufa að keyra Krúserinn á þessu og geri það sennilega ekki fyrren næsta sumar en ég er með tvennskonar síun. Fyrst er grófsía og svo sía ég í gegnum stóra járnsíu sem að hafði áður það hlutverk að sía loft inná loftkúta í vörubíl.
Við höfum einmitt gróf síað þetta fyrst.Og svo hent þessu í gegnum lak.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Jæja, þar sem að mér fannst þetta ganga of hægt hjá mér þá skipti ég um aðferð. Fékk mér bensíndælu úr gömlum subaru 1800 og hráolíusíuhús og síu úr patrol og dæli uppí síuhús og beint í ílát, ekki mikill þrístingur og þetta tekur margfalt styttri tíma, svo er bara spurning hvað maður síar þetta oft.
Kv Villi
Kv Villi
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Matarolía á gamla díseljálka
villi wrote:Jæja, þar sem að mér fannst þetta ganga of hægt hjá mér þá skipti ég um aðferð. Fékk mér bensíndælu úr gömlum subaru 1800 og hráolíusíuhús og síu úr patrol og dæli uppí síuhús og beint í ílát, ekki mikill þrístingur og þetta tekur margfalt styttri tíma, svo er bara spurning hvað maður síar þetta oft.
Kv Villi
Skelltu glundrinu þegar þú ert nýbúinn að sía í glært ílát, krukku t.d og láttu standa í einhvern tíma. Ef það kemur botnfall, þá veistu hvað gjöra skal.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Hefur einhver prófað þetta eða er þetta efni "lye" ekki fáanlegt hérna heima
http://www.youtube.com/watch?v=gxVUiayd ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=gxVUiayd ... re=related
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Var að tala við einn mann um daginn sem sagðist vera keyra á háþrýstiglussa sem hann fékk gefins, rétt síaði hann og svo blandaði hann honum við dísel
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Lye er vítissódi ( natríumhýdroxíð ), örugglega hægt að fá það keypt einhver staðar. Er kannski frekar spurning um hreint methanol hvort að það sé hægt að fá það keypt einhverstaðar í einhverju magni.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Arsaell wrote:Lye er vítissódi ( natríumhýdroxíð ), örugglega hægt að fá það keypt einhver staðar. Er kannski frekar spurning um hreint methanol hvort að það sé hægt að fá það keypt einhverstaðar í einhverju magni.
Mér skylst að maður þurfi að geta gert vel grein fyrir hverju maður að ætlar að nota metanólið í þar sem að það er víst hægt að nota það við spítt framleiðslu. En það er auðvitað gott og blessað ef að dieseljálkarnir ná ágætis spítti á matarolíuni með metanólinu :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Kannski bara spurning um að gera þetta ekki of flókið og halda bara áfram að blanda þessu í dieselinn. En fyrsta tilraun er búin, blandaði 30% blöndu og krúsi bruddi þetta án nokkurra vandræða
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Veit einhver hvar ég get keypt vítissóda
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Myndi prófa Mjöll Frigg eða N1, spurning samt hvað þeir eru viljugir til að selja einstaklingum kannski ef þú útskýrir fyrir þeim í hvað þú ætlar að nota þetta. Annars held ég líka að þú getur örugglega fundið stíflueyðir sem að er nánast hreinn vítissódi.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Færð þetta í mjöll-frigg í 25kg poka, rúmlega 12þús kall.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Er þessum íblöndunarefnum ætlað að hreinsa WVO (úrgangs steikingar olíu) af vatni og öðru sulli? Sé á YouTube að menn eru að blanda þetta á glæra brúsa og geyma í nokkra daga til að láta (aðskotaefni?) falla á botninn? Væri gaman að halda þessari umræðu á plani og fá einhverja viskubrunna inní þetta, mjög spennandi topic!
-
- Innlegg: 62
- Skráður: 18.okt 2011, 20:57
- Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson
Re: Matarolía á gamla díseljálka
það er ekkert mál að verða sér úttum vítissóða það er Tréspírinn sem er erfiður. Tréspír (Metanól) = blindur og getur dáið ef þú drekkur það þó að það sé í mjög litlu magni. Vínandi (Etanól) = Partý partý
Hér áðurfyr(ég er virkilega ekki nogu gamal til að meiga taka svona til orðana) þá var tréspíri notaður sem þynnir fyrir ýmsar tegundir af lökum og málingu og það er líka vökvin sem er á stóru gamaldags gýró átavitunum.
Það er hægt að flytja inn tréspíra en það er kosnaðar samt og það þarf eithverja pappíra minnir mig.
Hér áðurfyr(ég er virkilega ekki nogu gamal til að meiga taka svona til orðana) þá var tréspíri notaður sem þynnir fyrir ýmsar tegundir af lökum og málingu og það er líka vökvin sem er á stóru gamaldags gýró átavitunum.
Það er hægt að flytja inn tréspíra en það er kosnaðar samt og það þarf eithverja pappíra minnir mig.
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406
Re: Matarolía á gamla díseljálka
en hvað með þessa methanol verksmiðju hérna heima er ekki séns að þeir selji metanol http://www.grindavik.is/v/8240
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Samkvæmt kvartmílu spjallinu er hægt að fá methanol keypt í N1 og hjá Carbon recycling http://www.cri.is/.
-
- Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Getur einhver komið með það á góðri íslensku hvers vegna maður blandar methanól og vítissóda útí olíuna? Hvaða efnahvörf er verið að fá fram?
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Metanól og vítissóda blandan skilur glyceríð frá olíuni, það sull mætti svo nota í einhverja sápudrullu. Olían verður þá þunnfljótandi og gengur betur í bíla.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Þannig að maður sleppur við að hita hana áður en hún fer inn á olíuverkið? Var búinn að sjá upphituð síuhús sem maður tekur vatnsganginn í gegnum en þá þyrfti maður alltaf að starta og drepa á á diesel væntanlega.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
jæja. Ákvað að smíða mér bara upphitaðann tank og skellti í skottið á krúsa og bara litlir kúlulokar frammí húddi til að skipta yfir til að byrja með. Búinn að prufa og hann gengur fínt á heitri 100% matarolíu sem er síuð í gegnum 5 míkrona síu áður en hún fer á tankinn. Aflið mætti vera aðeins meira en ætla að prufa að skella 20% diesel með næst
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Eftir að hafa prufað muninn á því að nota íblandaða matarolíu og svo full unnin Biodiesel þá hugsa ég að ég helli þessu ekki aftur beint á tankinn. Þegar búið er að vinna þetta þá eru engar áhyggjur af því að þetta þykkni eitthvað meira en díselolía og vel nothæft í jeppaferðir. Það er ömurleg tilfinning að fatta það að bíllinn er ekki að fíla síaða matarolíu og vera með 100L af henni í tanknum, tekur langan tíma og fullt af tilgangslausum bílferðum að brenna því niður í hálfan tank til þess að geta eytt 12 þús kalli á dæluni við að gera bílinn nothæfan aftur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Ertu að gera Biodiesel sjálfur eða er hægt að versla þetta í Reykjavík
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Matarolía á gamla díseljálka
ég myndi ekki keyra LC80 á svona olíu.. nema þú tímir að kaupa nýja spíssa og svona, þeir hafa ekki verið að fara vel spíssarnir
einn sem setti myndir inn á LC80 group á facebook um daginn af spíssum í bíl sem hafði verið keyrður á svona, þeir voru vægast sagt
ljótir, svo er víst ekkert það rosalega sniðugt að vera með svona matarolíu á Direct injection díselvélum , ég allavega vill ekki taka sénsin
á því að keyra minn mótor á svona, ekki ódýrt að taka upp spíssa og olíuverk í svona mótor
einn sem setti myndir inn á LC80 group á facebook um daginn af spíssum í bíl sem hafði verið keyrður á svona, þeir voru vægast sagt
ljótir, svo er víst ekkert það rosalega sniðugt að vera með svona matarolíu á Direct injection díselvélum , ég allavega vill ekki taka sénsin
á því að keyra minn mótor á svona, ekki ódýrt að taka upp spíssa og olíuverk í svona mótor
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
var hann þá að keyra á ómeðhöndlaðri steikingarfeiti, WVO eins og kaninn kallar það.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
villi wrote:Ertu að gera Biodiesel sjálfur eða er hægt að versla þetta í Reykjavík
Ég er að gera þetta sjálfur við annan mann með metanóli og vítissóda. Þetta er smá bras og ótrúlega margt sem þarf að passa uppá og þarft talsvert pláss og græjur undir þetta til að gera þetta eins og maður. Startkostnaður í hráefnum er um 50 þús.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Stebbi wrote:Eftir að hafa prufað muninn á því að nota íblandaða matarolíu og svo full unnin Biodiesel þá hugsa ég að ég helli þessu ekki aftur beint á tankinn. Þegar búið er að vinna þetta þá eru engar áhyggjur af því að þetta þykkni eitthvað meira en díselolía og vel nothæft í jeppaferðir. Það er ömurleg tilfinning að fatta það að bíllinn er ekki að fíla síaða matarolíu og vera með 100L af henni í tanknum, tekur langan tíma og fullt af tilgangslausum bílferðum að brenna því niður í hálfan tank til þess að geta eytt 12 þús kalli á dæluni við að gera bílinn nothæfan aftur.
til að komast hjá sama vandamáli væri líka hægt að sleppa því að fylla bílinn uppí topp...
1992 MMC Pajero SWB
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Enn með úrgángs mótor olíuna hvernig hafa menn verið að meðhöndla hana ég hef séð kanan vera setja ca 15-20% bensín í hana fyrir síun og svo 50/50 við diesel spurning hvort vítisodi og Metanól nýtist í það ferli lýka ?
Síðast breytt af juddi þann 22.maí 2013, 13:31, breytt 1 sinni samtals.
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Matarolía á gamla díseljálka
http://journeytoforever.org/biodiesel_svo.html
Hérna fann ég ansi góða síðu um hvernig nota má matarolíur á díselvélar (og hvernig EKKI).
"Mixing veg-oil and diesel isn't advisable unless you heat all the fuel."
Vnadamálið við matarolíu er aðallega það að til þess að brenna almennilega í díselvél þarf að breyta henni í "biodísel" fyrst eða forhita hana í 150°C
One of the few truly scientific studies available found that veg-oil must be heated to 150 deg C (302 deg F) to achieve the same viscosity and fuel performance as petro-diesel: "Atomisation tests showed that at 150 deg C the performance of the rapeseed oil is comparable with that of the diesel oil."
Allt annað þýðir vandamál til langs tíma litið, glerjun á strokkveggjum, fastir stimpilhringir, stíflaðar spíssadísur, slit á innspýtingardælum og jafnvel brotna dæludriföxla.
Hérna fann ég ansi góða síðu um hvernig nota má matarolíur á díselvélar (og hvernig EKKI).
"Mixing veg-oil and diesel isn't advisable unless you heat all the fuel."
Vnadamálið við matarolíu er aðallega það að til þess að brenna almennilega í díselvél þarf að breyta henni í "biodísel" fyrst eða forhita hana í 150°C
One of the few truly scientific studies available found that veg-oil must be heated to 150 deg C (302 deg F) to achieve the same viscosity and fuel performance as petro-diesel: "Atomisation tests showed that at 150 deg C the performance of the rapeseed oil is comparable with that of the diesel oil."
Allt annað þýðir vandamál til langs tíma litið, glerjun á strokkveggjum, fastir stimpilhringir, stíflaðar spíssadísur, slit á innspýtingardælum og jafnvel brotna dæludriföxla.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Er ekki setið um matarolíuna í Reykjavíkinni eða er hægt að fá þetta einhversstaðar á þessa að vera að stela af öðrum :) Er búinn að hafa samband við nokkra stóra staði og þar tekur Gámafélagið allt
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Sælir...mig langar að forvitnast....ég á nokkur hundruð lítra af frönsku olíu....mætti ég sía hana vel og setja á 6.0 litra ford hjá mér...hann er 04 módelið.....kveðja Einar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Matarolía á gamla díseljálka
Sæll, ég get ekki svarað því, þekki ekkert inná fordinn en ég er búinn að keyra á þessu í tæp þrjú á 90 árg af 80 krúser og þetta bara virkar hjá mér allavega. Þetta er að vísu að fara 30-75 gráðu heitt inná mótor, myndi allavega ekki buna þessu köldu inná minn mótor allavega
Kv Villi
Kv Villi
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur