Toyota disel með spurcharger??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Toyota disel með spurcharger??
Sælir drengir ekki öll vitleysan eins hjá mér getur það virkað að setja Supercharger á 2,4 disel toyota og jafnvel sem viðbót við turbo.?? (Lecter Hr. Cummings Elli Ofur og Freyr og fleiri) kveðja guðni sjá link http://www.youtube.com/watch?v=NuTHylvSfwg
Re: Toyota disel með spurcharger??
Margir dieselmótorar eru með reimdrifin blower td í bátum
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Sælir einmitt þá verð ég að fá mér stóran keflablásara og láta hann blása í gegnum vinnujálkinn. En í alvöru þarf ekki að koma olía á móti og eitthvað fleira? kveðja Guðni
Re: Toyota disel með spurcharger??
Getur einhver aukið hlutaféð í Decode og Actavis?
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Sæll ég skil ekki hvað meinar þú kveðja guðni
Re: Toyota disel með spurcharger??
Svo hægt sé að finna lyf við jeppaveikinni ...bara létt grín sko :)
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
Re: Toyota disel með spurcharger??
Supercharger er mun afkastaminni heldur en hefðbundin túrbína. Bæði kemur seinna inn og virkar ekki eins vel, að mér skilst.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
joias wrote:Getur einhver aukið hlutaféð í Decode og Actavis?
Sæll já nú skil ég he he. Ef það snýr ekki að jeppum þá skilur maður ekki neitt. Það er kanski til annað líf eftir jeppamenskuna.
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Toyota disel með spurcharger??
,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 21:03, breytt 2 sinnum samtals.
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Toyota disel með spurcharger??
Það er ekkert því til fyrirstöðu að setja blásara á díesel vél. Reimdrifinn blásari snýst alltaf svo að þú þarft ekki að bíða eftir að hann komi inn. Það gæti verið gott að hafa blásara og bínu, bínan má þá koma aðeins seinna inn en venjulega.
Þú bætir bara við olíu eins og ef um túrbínu væri að ræða. Setur í hann afgashitamæli og ferð að fikta rólega í magnstilliskrúfunni á olíuverkinu eins og afgashiti og reykur leyfa.
Þú bætir bara við olíu eins og ef um túrbínu væri að ræða. Setur í hann afgashitamæli og ferð að fikta rólega í magnstilliskrúfunni á olíuverkinu eins og afgashiti og reykur leyfa.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Sæli félagar nú er stórskotaliðið að komast í gang. Er pínu mikið skotinn í þessum blásurum. Sá einn af bátavél held volvo og var hann nettur að sjá og með segulkúpplingu sem hægt var að stýra með rofa. Ég er viss um að gamli hilux mundi rumska við smá blástur og ekki væri verra að setja smá kósengas með eða hvað mundi allt springa í loft upp
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Toyota disel með spurcharger??
Guðni, ef þú ert með bæði charger og túrbínu, þarftu þá ekki einstefnuloka við túrbó til að varna því að chargerinn blási öfugt í gegnum túrbinuna í byrjun áður en hún kemur inn með meiri þrýsting en chargerinn.
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Toyota disel með spurcharger??
Ég myndi láta blásarann blása í inntakið á túrbínunni, í gegnum intercooler og að vélinni.
Þegar túrbínan kemur inn og pressustat sæi vissan þrýsting eða þegar vélin fer yfir vissan snúningshraða þá myndi opnast spjald framhjá blásarainntakinu og beint að túrbínu þannig að hún þyrfti ekki að draga loft í gegnum blásarann með tilheyrandi töpum. Á sama tíma myndi segulkúplingin á blásaranum kúpla honum út.
Frá loftsíu væri þá Y eða T á rörinu. Önnur greinin á Y (eða miðjan á T, 90°greinin.) myndi liggja að blásara inntaki, hin greinin lægi að spjaldloka sem væri stjórnað af pressustati eða snúningshraða sem myndu virkja segultjakk, svipaðann og er í samlæsingum í hurðum.
Rörið frá lokanum myndi tengjast á milli túrbínu og blásara með T eða Y stykki. Þannig getur túrbínan dregið loft framhjá blásaranum og unnið á fullum afköstum.
Þegar snúningshraði eða þrýstingur færi niður fyrir visst lágmarks gildi þá myndi lokinn lokast og segulkúplinginn myndi virkja blásarann aftur.
Þegar túrbínan kemur inn og pressustat sæi vissan þrýsting eða þegar vélin fer yfir vissan snúningshraða þá myndi opnast spjald framhjá blásarainntakinu og beint að túrbínu þannig að hún þyrfti ekki að draga loft í gegnum blásarann með tilheyrandi töpum. Á sama tíma myndi segulkúplingin á blásaranum kúpla honum út.
Frá loftsíu væri þá Y eða T á rörinu. Önnur greinin á Y (eða miðjan á T, 90°greinin.) myndi liggja að blásara inntaki, hin greinin lægi að spjaldloka sem væri stjórnað af pressustati eða snúningshraða sem myndu virkja segultjakk, svipaðann og er í samlæsingum í hurðum.
Rörið frá lokanum myndi tengjast á milli túrbínu og blásara með T eða Y stykki. Þannig getur túrbínan dregið loft framhjá blásaranum og unnið á fullum afköstum.
Þegar snúningshraði eða þrýstingur færi niður fyrir visst lágmarks gildi þá myndi lokinn lokast og segulkúplinginn myndi virkja blásarann aftur.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Sælir nú lýst mér á hugmyndirnar flæða inn. Grímur ef við notum bara blásara i gegnum intercooler og enga túrbínu segjum blásara av v-6 3,8 hvernig ætli hestaflakúrfan yðri á 2,4 sem er orginal 80 hestöfl færi hann yfir 100 hestöfl ánþess að bæta við olíuverkið?
Re: Toyota disel með spurcharger??
mundi ekki þurfa að sjóða heddið fast við blockina á 2.4 ef það á að setja allt þetta rok í gegnum þetta kríli:)
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 21.apr 2012, 12:45
- Fullt nafn: Theodór Haraldsson
- Bíltegund: Patrol 44"
- Staðsetning: Neskaupstaður
Re: Toyota disel með spurcharger??
Nissan Patrol 44"
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Toyota disel með spurcharger??
spámaður wrote:mundi ekki þurfa að sjóða heddið fast við blockina á 2.4 ef það á að setja allt þetta rok í gegnum þetta kríli:)
Bara ef þetta er látið blása miklum þrýstingi. Með svona setup færðu hinsvegar snerpu með blásaranum og mikið loftmagn með stærri bínu. Ekki rugla saman loftmagni og loftþrýstingi.
Stór bína og lítil bína geta báðar verið að blása 10 pundum, en sú stærri blæs meira magni af lofti á 10 pundum. Þú ert fljótari að fylla strokkana ef túrbínan flæðir meira og lagnir eru lagðar þannig að ekki hægist mikið á loftinu. Þú kemur þá meira lofti inn á strokkinn á þeim stutta tíma sem ventlarnir í heddinu eru opnir.
Þú getur prufað þetta með því að fylla á dekkin hjá þér með 8mm eða 12mm slöngu. Báðar á sama þrýsting en 12mm flæðir meira.
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Toyota disel með spurcharger??
Einnig mun stærri túrbína vera skilvirkari á hærri snúningshraða. Stærra afgashúsið myndar minni tregðu fyrir afgasið, þar með eykst snerpan og hitinn kemst hraðar frá heddinu. Stór túrbína hitar loftið líka minna vegna þess að hún þarf að hafa minna fyrir þessu, kaldara loft gefur meira afl.
Re: Toyota disel með spurcharger??
Ég er nú ekki alveg að kaupa það að 10 pund og 10 pund séu ekki að gera sama flæði. Það eina sem getur skekkt það er mismikil hitamyndun í túrbínunum vegna hvirfla. Þar er sú stærri með vinninginn sérstaklega á meiri snúningi. Miðað við sama hita á loftmassanum geta 10 pund ekki verið á mismiklu loftflæði eftir því hvernig þessi 10 pund urðu til.
Ég er rosalega veikur fyrir því að leika mér með blásara af 3.8 vél, er að spá í að setja svoleiðis á toyota V6 3.0. Ekki vegna þess að það sé svo rosa gáfulegt heldur vegna þess að mig langar til þess. Beintengja með reim. Leysa bensínmálið með boost stýrðum þrýstijafna á bensínið og wideband sensor til að stilla draslið saman.
Kv
G
Ég er rosalega veikur fyrir því að leika mér með blásara af 3.8 vél, er að spá í að setja svoleiðis á toyota V6 3.0. Ekki vegna þess að það sé svo rosa gáfulegt heldur vegna þess að mig langar til þess. Beintengja með reim. Leysa bensínmálið með boost stýrðum þrýstijafna á bensínið og wideband sensor til að stilla draslið saman.
Kv
G
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Toyota disel með spurcharger??
Hugsaðu þér 2 vatnslagnir tengdar á sama tankinn. Önnur er 1/2" og með 1/2" kúluloka, hin er 1" með 1" kúluloka. Þær koma báðar neðan á tankinn, einungis vatnshæðin myndar þrýstinginn. Þær eru jafnlangar og beygjulausar.
Skrúfaðu frá þeim báðum í einu. Þær eru með sama þrýsting, en hvor mun hleypa meira vatni úr tankinum?
Þú getur fært þetta yfir á túrbínurnar.
Skrúfaðu frá þeim báðum í einu. Þær eru með sama þrýsting, en hvor mun hleypa meira vatni úr tankinum?
Þú getur fært þetta yfir á túrbínurnar.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Sælir ég segi eins og grímur mikið væri gaman að prufa svona blásara td á litla diselvél.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Toyota disel með spurcharger??
Það gleymist alveg hérna að reimdrifnir blásarar kosta hestöfl, ekki túrbínur. Þessvegna eru blásarar mest notaðir á vélar sem er mjög kraftmiklar fyrir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Sæll Stebbi já það var ekki inni í myndinni hjá mér en ætli engin hér á síðunni hafi prufað þetta á litla diselvél og setja smá gas með
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Toyota disel með spurcharger??
sukkaturbo wrote:Sæll Stebbi já það var ekki inni í myndinni hjá mér en ætli engin hér á síðunni hafi prufað þetta á litla diselvél og setja smá gas með
Ef að ég væri Guðni Þór Sveinsson Jeppafíkill þá myndi ég skrúfa þetta saman á morgun án þess að ráðfæra mig við nokkrun mann og pósta svo myndum af dísel hilux reykspólandi á öllum fjórum. Við erum að tala um svo mikið af drasli sem snýst og blæs að þetta getur bara engan vegin klikkað. Fullt af própani gerir þetta bara betra.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Toyota disel með spurcharger??
Vissulega fara hestöfl í að keyra blásarann, en hann skilar þeim aftur og rúmlega það, og það strax frá hægagangi. Með því að kúpla blásaranum út þegar túrbínan kemur inn þá fara engin hestöfl í hann nema þegar hann er að vinna.
Re: Toyota disel með spurcharger??
Haukur litli wrote:Hugsaðu þér 2 vatnslagnir tengdar á sama tankinn. Önnur er 1/2" og með 1/2" kúluloka, hin er 1" með 1" kúluloka. Þær koma báðar neðan á tankinn, einungis vatnshæðin myndar þrýstinginn. Þær eru jafnlangar og beygjulausar.
Skrúfaðu frá þeim báðum í einu. Þær eru með sama þrýsting, en hvor mun hleypa meira vatni úr tankinum?
Þú getur fært þetta yfir á túrbínurnar.
Þetta er nú að verða kannaksi efni í nýjan þráð en:
Ég tek undir með Grími. Ég sé ekki alveg hvernig misstórar túrbínur flæða mismikið inná vél undir sama þrýstingi. Ég kaupi s.s. að þetta geti gerst, vegna t.d. minni hitaaukningar sem ætti þó að vera hverfandi því hitinn myndast sennilega að mestu við samþjöppunina og svo vegna minna þrýstifalls þegar ventlar standa opnir því stóra túrbínan getur haldið fullum þrýsting á meðan???
Hinsvegar þetta með lagnirnar finnst mér ekki rökrétt. Radíus lagnar hefur mestu áhrifin á flæðið en ekki þrýstingur ef ég man rétt. (skal finna formúluna) Ef allt er eins í vél, sömu ventlar, lagnir o.s.fv. en túrbína stækkuð á flæðið væntanlega ekkert auðveldara með að komast inní vélina sama hversu stór blásarinn er nema þá fyrir tilstilli meiri þrýstings eða lægra hitastigs.
Varðandi blásarann þá myndi ég nota sama setup og er á þessari volvo vél sem er með keflablásarann á segukúpplingu. Flottur búnaður í bátnum og virkar örugglega í jeppanum líka.
Er hinsvegar ekki viss um að þú fáir fleiri heildarhestöfl með þessu en skemmtilegri og jafnari kúrfu færðu sennilega.
Góðar stundir í skúrnum....
Edit:
Hér er graf yfir flæði á lofti eftir þrýsting og pípustærð.... Engin varíasjón á því hvort loftgjafinn sé stór eða lítill.

Svo við notum áfram dæmið með lagnirnar þá ef þú ert með 1/2" rör og lítið vatnsforðabúr eða 1/2" rör og heilt stöðuvatn þá rennur jafn mikið í gegn að því gefnu að þrýstingur sé sá sami. (reyndar erum við farnir að rugla milli vatns og lofts sem er ekki alveg eins í eðli sínu.)
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Toyota disel með spurcharger??
Nokkuð áhugaverðar pælingar hér í gangi
ég man að ég var að pæla í stage 1 blásara á 4.4 vél sem er 286 hp fyrir, verðið á blásaranum sem hentaði mér var þá (2008) um 350-400 þús úti, það var ódýrasti blásarinn sem menn mældu með.
En áætluð hestaflatala var um 410hp á 6 pundum.
En svo ef við tökum stage 2 sem dæmi, þá fer hann úr 286hp 420nm yfir í 422hp 592nm á 8 pundum
En engu að síður dýr hestöfl
ég man að ég var að pæla í stage 1 blásara á 4.4 vél sem er 286 hp fyrir, verðið á blásaranum sem hentaði mér var þá (2008) um 350-400 þús úti, það var ódýrasti blásarinn sem menn mældu með.
En áætluð hestaflatala var um 410hp á 6 pundum.
En svo ef við tökum stage 2 sem dæmi, þá fer hann úr 286hp 420nm yfir í 422hp 592nm á 8 pundum
En engu að síður dýr hestöfl
Síðast breytt af Hfsd037 þann 21.feb 2013, 09:20, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Toyota disel með spurcharger??
Haukur Þór.
Þú ert með 1/2" slöngur og 2 kúta annar er 50 l og hinn 400l jafn háir, það kemur sama magn úr 1/2" slöngunum. Þú ert jafn fljótur að fylla 10l brúsa.
Það er sama hvað þú ert með misstórar túrbínur, við sama þrýsting kemur jafnmikið loft inn á mótor, miðað við að lagnir á milli séu óbreyttar
Þú ert með 1/2" slöngur og 2 kúta annar er 50 l og hinn 400l jafn háir, það kemur sama magn úr 1/2" slöngunum. Þú ert jafn fljótur að fylla 10l brúsa.
Það er sama hvað þú ert með misstórar túrbínur, við sama þrýsting kemur jafnmikið loft inn á mótor, miðað við að lagnir á milli séu óbreyttar
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Toyota disel með spurcharger??
Guðni.
Ég prófaði mig áfram með túrbínur á 2,3 mussó, sem var túrbínulaus áður og vann ekkert undir 3000 sn/mín: Upp Víkurskarðið var ferðin 2 gír og um 60 í 4200 sn/mín, setti í hann interkooler og 1800 bensín súbaró túrbínu sem kom inn um 2200 sn /mín, 3 gír og yfir 80 upp Víkurskarðið á 4200 sn/mín, Súbbatúrbínu var skipt út fyrir bínu úr að ég held 2,4 toyotu eða 2,3 Izusu túrbínu sú túrbína kom inn við 1700sn/m.
Engu var bætt við olíuverkið.
Ég fengi mér túrbínu úr 1800 til 2000 disel þá værirðu kominn með blástur í um 1200 sn/m.
Ef þú rækist á blover fyrir litla diesel þá væri svo sem gamann að prófa, en þú fórnar nokkrum hö í að þjappa loftinu með blásara, sem þú gerir ekki með túrbínu.
Ég prófaði mig áfram með túrbínur á 2,3 mussó, sem var túrbínulaus áður og vann ekkert undir 3000 sn/mín: Upp Víkurskarðið var ferðin 2 gír og um 60 í 4200 sn/mín, setti í hann interkooler og 1800 bensín súbaró túrbínu sem kom inn um 2200 sn /mín, 3 gír og yfir 80 upp Víkurskarðið á 4200 sn/mín, Súbbatúrbínu var skipt út fyrir bínu úr að ég held 2,4 toyotu eða 2,3 Izusu túrbínu sú túrbína kom inn við 1700sn/m.
Engu var bætt við olíuverkið.
Ég fengi mér túrbínu úr 1800 til 2000 disel þá værirðu kominn með blástur í um 1200 sn/m.
Ef þú rækist á blover fyrir litla diesel þá væri svo sem gamann að prófa, en þú fórnar nokkrum hö í að þjappa loftinu með blásara, sem þú gerir ekki með túrbínu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Sælir félagar hér safnast saman fróðleikur. En þurfum við ekki alltaf aukið olíumagn hvort sem það er blásari eða túrbína til að fá meiri kraft. Væri hægt að leysa aukið eldsneytismagn með própangasi sem sprautað væri fyrir aftan eða framan blásara??
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Toyota disel með spurcharger??
Já það þarf alltaf meiri olíu á móti loftinu.
-
- Innlegg: 165
- Skráður: 05.feb 2010, 16:19
- Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
- Staðsetning: Sandgerði
Re: Toyota disel með spurcharger??
Þið eruð að hugsa allt of mikið um þrýsting þegar það er loft magnið sem skiptir máli. Og stór túrbína gefur meira magn enn lítil bína á sama þrýsting og það er það sem skiptir máli. Stór bína gefur meira afl enn lítil á sama þrýsting óháð hita enn getur verið aðeins ofar í powerbandinu . Sama hvað menn halda þá er þetta staðreynd sem hefur verið sannreynd oft og út um allt
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team
TurboCrew Offroad Team
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Síðast breytt af Tómas Þröstur þann 27.feb 2013, 12:16, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Toyota disel með spurcharger??
Guðni, þar sem ekki er túrbína fær vélin oft ekki það loftmagn inn í strokkana sem reiknað er með fyrir olíumagnið sem sullað er inn og þar eru líka smá brunaleifar eftir í strokknum vegna undirþrýstings sem myndast vegna mótstöði í loftsíu og greininni.
Þegar túrbínan myndar þrýstinginn þá skolast allt afgas út í afgasgreinina þegar bæði afgasventill og innsogsventill eru oppnir um leið í smá tíma.
Þess vegna færðu betri bruna og nýtingu á eldsneytinu
Þegar túrbínan myndar þrýstinginn þá skolast allt afgas út í afgasgreinina þegar bæði afgasventill og innsogsventill eru oppnir um leið í smá tíma.
Þess vegna færðu betri bruna og nýtingu á eldsneytinu
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Toyota disel með spurcharger??
SævarM wrote:Þið eruð að hugsa allt of mikið um þrýsting þegar það er loft magnið sem skiptir máli. Og stór túrbína gefur meira magn enn lítil bína á sama þrýsting og það er það sem skiptir máli. Stór bína gefur meira afl enn lítil á sama þrýsting óháð hita enn getur verið aðeins ofar í powerbandinu . Sama hvað menn halda þá er þetta staðreynd sem hefur verið sannreynd oft og út um allt
Það er alveg sama hversu stóra túrbínu þú ert með, við 1bar þrýsting, þú kemur bara jafnmiklu magni af lofti í gegnum soggrein á landcrúser hi lux
Þetta er bara eins og með trekt það er sama hvað þú hellir miklu í trektina það fer bara sama magn í gegnum hana. Skiptir engu máli hvort þú hellir úr 1 flösku í einu eða 2flöskum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Toyota disel með spurcharger??
Sælir strákar ég er að hugsa um að setja úrheypibúnaðinn á dekkunum inn á greinina og hleypa úr 1 til 4 dekkum í einu inn á sog greinina eftir þörfum og sjá hvað gerist 4 dekk með 30 pundum í og 12mm slanga inn á greinina eða bara tvær loftdælur og kútur og dekkin í gegnum loka.he he
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Toyota disel með spurcharger??
sukkaturbo wrote:Sælir strákar ég er að hugsa um að setja úrheypibúnaðinn á dekkunum inn á greinina og hleypa úr 1 til 4 dekkum í einu inn á sog greinina eftir þörfum og sjá hvað gerist 4 dekk með 30 pundum í og 12mm slanga inn á greinina eða bara tvær loftdælur og kútur og dekkin í gegnum loka.he he
Guðni! Þú þarft þá að setja einstefnuloka við loftsíuna þannig að allt puðrist ekki út í síuhúsið.
-
- Innlegg: 28
- Skráður: 16.jan 2013, 13:37
- Fullt nafn: Elís Pétur Elísson
- Bíltegund: Scout 1974
Re: Toyota disel með spurcharger??
Skoðaðu þetta á volvo penta kad32,43 eða 44. þar er bæði blower og turbo og virkar rosalega vel. hef prufað að taka blásarann út og þá einfaldlega nær svona bátavél ekki snúningi ef eitthver afi er í bátnum. Svo er náttúrulega hægt að setja bara tvær turbo, aðra low pressure og hina high. Þetta er gert á mörgum stærri vélum. td er Vél frá MTU 595 með 8 túrbínum eða 4 túrbo settum. settið er ein LP turbo, Kælir, HP turbo og kælir og svo beint inná common soggrein. Þessu er öllu saman stýrt með vélartölfu og loftstýrðir tjakkar sem opna með hliðsjón af snúningi vélarinnar, snúningi á túrbosettinu sem er í vinnslu og turbo þrístingi. hef verið við sjópróf á skipi með 2 svona vélar og þar vorum við að sjá túrbo þrísting á 100% álagi uppá 5.6-5.8 bör yfir 0 eða tæp 5 bör í raunþrísting!!! held þú þyrftir reyndar að binda með góðum baggaspotta yfir heddið á Toyota til að meika svona þrísting;)
-
- Innlegg: 165
- Skráður: 05.feb 2010, 16:19
- Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
- Staðsetning: Sandgerði
Re: Toyota disel með spurcharger??
Grímur Gísla wrote:SævarM wrote:Þið eruð að hugsa allt of mikið um þrýsting þegar það er loft magnið sem skiptir máli. Og stór túrbína gefur meira magn enn lítil bína á sama þrýsting og það er það sem skiptir máli. Stór bína gefur meira afl enn lítil á sama þrýsting óháð hita enn getur verið aðeins ofar í powerbandinu . Sama hvað menn halda þá er þetta staðreynd sem hefur verið sannreynd oft og út um allt
Það er alveg sama hversu stóra túrbínu þú ert með, við 1bar þrýsting, þú kemur bara jafnmiklu magni af lofti í gegnum soggrein á landcrúser hi lux
Þetta er bara eins og með trekt það er sama hvað þú hellir miklu í trektina það fer bara sama magn í gegnum hana. Skiptir engu máli hvort þú hellir úr 1 flösku í einu eða 2flöskum.
Þarna ertu farinn að tala um aðra utanaðkomandi hluti
Gerum ráð fyrir að sogreinin og aðrir hlutir t.d lagnir og hedd flæði 100 litra á mín max við 10 pund og þú sért með litla bínu sem getur flætt 70 lítra max við 10 pund og þú setur stærri bínu sem gerur flætt 90 lítra við 10 pund þá ertu að fá 20 prósent meira loft inn í sprengirýmið á sama tíma og litla bínan. Þú gætir látið minni bínuna blása meiri þrýsting og fengið það sama enn þá hækkar púst hiti og lofthiti súrefnisinnihald samþjappaða loftsins minnkar því heitara loft tekur meira pláss..
Það eru margir hlutir sem hafa áhrif á þetta enn niðurstaðan er alltaf sú að stærri bína getur framleitt fleiri hö við sama þrýsting og minni bína
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team
TurboCrew Offroad Team
Re: Toyota disel með spurcharger??
Grímur Gísla og Grímur, þið eruð bara ekki að fatta hvað átt er við með magni á flæði breytist með sverkleika vs sama þrýsting. Af hverju kemur meira vatn úr eldhúskrananum eftir því sem skrúfað er meira frá? samt er alltaf sami þrýstingur.
Og það er aldrei verið að tala um eitt ákveðið svert rör og tvo dalla með mismikklum vökva, heldur þveröfugt. Tvær MIS SVERAR LAGNIR og einn sama dallinn sem þessi tvö rör eru sett undir og athugað úr hvoru rörunu er fljótar að leka í gengum (undir sama þrýsting)
Sama á við um túrbínur af mismunandi stærðum.
Og það er aldrei verið að tala um eitt ákveðið svert rör og tvo dalla með mismikklum vökva, heldur þveröfugt. Tvær MIS SVERAR LAGNIR og einn sama dallinn sem þessi tvö rör eru sett undir og athugað úr hvoru rörunu er fljótar að leka í gengum (undir sama þrýsting)
Sama á við um túrbínur af mismunandi stærðum.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur