Suzuki - 32" dekk

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Jónas
Innlegg: 111
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Suzuki - 32" dekk

Postfrá Jónas » 15.sep 2010, 21:22

Getur eh gefið mér uppl..Er með suzuki sidekic 96 árg.Hann er upphækkaður um 5 cm á gormum.
kem eg undir hann 32" dekkjum með þokkalega góðu móti með þvi að skera eingöngu úr brettum(ekki inn i bilinn sjálfann)
Eða þarf eg að hækka hann meira á boddý?



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Suzuki - 32" dekk

Postfrá Sævar Örn » 16.sep 2010, 11:09

Ég hef verið vitni að því að 33" dekk eru látin passa undir 4 dyra súkku án nokkurra vandræða, þar til farið var að keyra þá rákust dekk í bretti og inn í kvalbak, það náðist reyndar að berja kvalbakinn nánast alveg frá þó ég mæli sterklega með boddíhækkun sem er auðveld og fljótleg aðgerð á súkku og um munar.

Þó ekki væri nema 4-5 cm þá munar helling um það að framan, að aftan þarf að skera nánast alla brún innan í afturhurðirnar, eða færa rörið aftar sem er svolítið meira fútt.

Bara prufa sig áfram, þetta eru ekki það verðmætir bílar að það þurfi að skera úr þeim með litlum dremel. Sleggjan og sverðsögin vinnur vel á súkkujárninu.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Suzuki - 32" dekk

Postfrá Stebbi » 19.sep 2010, 11:57

Sleggjan og sverðsögin vinnur vel á súkkujárninu.


Maður breytir ekki bílum með sleggju, þó það sé súkka. Það eru vinnubrögð sem koma í hausinn á þér seinna með ryði, vatnsleka og öðrum frekar óskemmtilegum skemmdum. Gefðu þér frekar tíma í það að sneiða úr horninu á sílsinum og aðeins uppeftir hvalbak og fáðu einhvern sem þú þekkir til að sjóða í það bót fyrir þig ef þú hefur ekki tök á því sjálfur. Það er ástæða fyrir því að stór sleggja er ekki staðalbúnaður á breytingaverkstæðum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Suzuki - 32" dekk

Postfrá jeepcj7 » 19.sep 2010, 20:42

Ef það er ekki sleggja á staðnum þá ertu ekki á verkstæði. :)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Suzuki - 32" dekk

Postfrá Sævar Örn » 19.sep 2010, 21:06

Það er ekki til ryð í minni súkku, þetta er ekki spurning um hvernig hlutirnir eru framkvæmdir heldur hvernig er gengið frá þeim eftir að þeir eru gerðir.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Suzuki - 32" dekk

Postfrá Stebbi » 20.sep 2010, 07:24

Sævar Örn wrote:Það er ekki til ryð í minni súkku, þetta er ekki spurning um hvernig hlutirnir eru framkvæmdir heldur hvernig er gengið frá þeim eftir að þeir eru gerðir.


Þó að súkkan þín sé ekki farin að ryðga þá er þetta samt fúsk, með fullri virðingu fyrir þér og þeim sem breyta bílum svona. Það opnast öll samskeyti, suður springa í sundur og allt fer til helvítis við þetta. Notiði frekar slípirokk og suðuvél heldur en að vera standa í svona "sölubreytingum".
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Suzuki - 32" dekk

Postfrá Sævar Örn » 21.sep 2010, 18:27

Það er hægt að apeshitta með sleggju og það er hægt að nota sleggju rétt í þessum tilgangi með smá kommon sens. Bílnum var breytt með þessu móti árið 2002 og hvergi er ryð að sjá né ryðmyndun hvorki að utan né að innan, kíttað var í öll samskeyti bæði innan og utan, eins og hvort sem er þarf að gera ef skorið er og soðið. Mér er illa við að skera stykki úr hjólskál í kvalbaknum, og skil ekki hvers vegna það er fúsk að berja hann inn þess í stað. Hvort tveggja veikir kvalbakinn álíka mikið, aðal atriðið er að sporna leka og ryðmyndun í framtíðinni, sem tekst hvora aðferðina sem maður velur ef rétt er farið að.

En það sér hver heilvita maður að það er fljótlegra að berja járnið inn, kannski er það tímasparnaðurinn sem fellir þessu "fúsk" nefni yfir aðferðina, nei ég bara spyr.

Ég þekki engann sem hefur skorið úr kvalbak á súkku til að koma dekkjunum undir, enda þarf ekki að færa nema rétt neðsta hlutinn af brúninni og um sirka 4-5 cm. Beygjan er ekki kröpp heldur ílöng og því myndast hvergi brot á samskeytum.

Bara mín 2 sent, hef breytt súkkum og fylgst með breytingum á enn fleiri súkkum.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur