Loftpúðar undir kerru, meðmæli?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Loftpúðar undir kerru, meðmæli?

Postfrá Eiður » 09.feb 2013, 19:26

Sælir drengir,

Er með lokað vélsleðakerru á 35" og fjöðrum og það er yndislegt að draga hana en hún er snögg að setjast á samsláttarpúðan, mér dettur í hug að bæta við loftpúðum bara uppá burðinn að gera, kannski púða með í kringum 500kg burð hvor. er því að velta fyrir mér hvar svoleiðis fást og hvar er ódýrast en samt í góðum gæðum.

kv. Eiður



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Loftpúðar undir kerru, meðmæli?

Postfrá Polarbear » 10.feb 2013, 10:17

fáðu þér svokallaða hjálparpúða. þetta eru yfirleitt 2-3 belgja púðar (Fer eftir því hvað þú þarft mikla fjöðrunarlengd)... ekki ósvipað og þetta kitt gæti hentað:
http://www.ebay.com/itm/Firestone-Ride-Rite-Air-Helper-Springs-2068-/170987526017?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item27cfa69781&vxp=mtr

þessir eru settir með núverandi fjöðrunarkerfi og svo bara pumparðu í þetta þar til þú ert sáttur :)


elli rmr
Innlegg: 306
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Loftpúðar undir kerru, meðmæli?

Postfrá elli rmr » 10.feb 2013, 13:47

Ég e búinn að horfa á Volvo vörubíla húspúða lengi í svona mál þá er maður kominn með dempara og púða saman og lítið mál að smíða festingar ef maður getur ekki notað orginal deparafestingu

User avatar

Gilson
Innlegg: 70
Skráður: 21.aug 2012, 22:28
Fullt nafn: Gísli Þór Sigurðsson

Re: Loftpúðar undir kerru, meðmæli?

Postfrá Gilson » 10.feb 2013, 19:35

Þessir hjálparpúðar virðast nú vera illfáanlegir á þessu skeri eins og er.
Stál og stansar voru að flytja inn nokkrar tegundir af þessu og þeir komu víst ekki nógu vel út við íslenskar aðstæður.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur