Project "Háfjallahjólhýsi"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
það er lítið myndrænt að gerast, ég er að bora í grindina restina af holunum sem þurfa að vera á henni fyrir galvaniseringuna, hún er eiginlega fullbúin að öðru leiti. Ég er búinn að fá ál-listana sem mynda burðarvirkið en á eftir að saga þá niður í réttar einingar og svo fer maður fljótlega að kaupa skiltaplastið til að reisa húsið sjálft :)
planið er ennþá að geta gist í því á ferðalagi um hálendið í Júlí, en það á nú eftir að koma í ljós... ég er að verða ansi langt eftirá í smíðinni skv. planinu sem ég setti upp í fyrra. ég ætlaði að vera að byrja á innréttingum núna en ekki að galvanisera grindina.
ég kasta inn myndum um leið og eitthvað markvert fer að ske :)
planið er ennþá að geta gist í því á ferðalagi um hálendið í Júlí, en það á nú eftir að koma í ljós... ég er að verða ansi langt eftirá í smíðinni skv. planinu sem ég setti upp í fyrra. ég ætlaði að vera að byrja á innréttingum núna en ekki að galvanisera grindina.
ég kasta inn myndum um leið og eitthvað markvert fer að ske :)
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Ég á bók um hvernig maður smíðar það sem höfundurinn kallar "Overland Camper". Hann fjallar meðal annars um hvernig á að ganga frá svoleiðis farartæki sem nota á í kulda og leggur mikla áherslu á að hvergi verði til "kuldabrú" milli ytra byrðis og innanrýmis. Hann talar um að það eitt að skrúfa hluti í innréttingu beint í burðarvirkið beri að forðast eins og heitan eldinn. Eitthvað sem þú ættir kannski að hafa í huga þegar þú ferð að reisa húsið.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Takk fyrir það einar, það er óþarfi að finna upp hjólið þegar aðrir eru búnir að því :) ég hef svosem ekki mikið lesið mér til um það sem ég er að gera, aðallega skoðað myndir og slíkt. Ég mun forðast kuldabrýrnar eins og ég get, en mun aldrei losna við þær allar. Vonandi kemur Gasmiðstöðin sterk inn í þeim tilfellum.. þetta er í öllu falli alltaf hlýrra en tjald(vagn)/fellihýsi :)
þú mættir gjarnan senda mér iban-númerið á bókinni sem þú átt, svo ég eigi möguleika á að sjá hvort hún sé til einhversstaðar hérna á klakanum.
þú mættir gjarnan senda mér iban-númerið á bókinni sem þú átt, svo ég eigi möguleika á að sjá hvort hún sé til einhversstaðar hérna á klakanum.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Bókin heitir "Travel Vans" og er eftir breta sem heitir John Speed. Ég keypti bókina á heimasíðunni hans: http://www.travelvans.co.uk , man ekki hvort ég borgaði fyrir hana með korti eða PayPal en allavega gekk það mjög hratt og smurt, kostar 16,99 Pund + sendingarkostnaður.
Bókin er með fókusinn á ferðabíla ætlaða fyrir fleira en malbik en inniheldur fullt af upplýsingum sem gagnast öllum sem eru í svona pælingum.
ISBN númerið er: 99920-1-158-0
Bókin er með fókusinn á ferðabíla ætlaða fyrir fleira en malbik en inniheldur fullt af upplýsingum sem gagnast öllum sem eru í svona pælingum.
ISBN númerið er: 99920-1-158-0
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Takk fyrir þetta Einar, bókin er á leið til landsins :)
fór í dag og smíðaði pínkupons, keypti lappir undir húsið um daginn og ákvað að fara í dag og búa til festingar fyrir þær og tylla þeim á grindina. ég stefni á að fara með kvikindið í galvaniseringu í Apríl..

Smíðaði 4 svona festingar, eina fyrir hvert horn

verið að stilla fæturna af

Grillað fast

Lappir komnar á öll 4 hornin... þess má geta að ég ætla að taka þessar sveifar af og nota batteríisborvél sem er beintengd við rafgeyminn til að "bora" lappirnar upp og niður :)
fór í dag og smíðaði pínkupons, keypti lappir undir húsið um daginn og ákvað að fara í dag og búa til festingar fyrir þær og tylla þeim á grindina. ég stefni á að fara með kvikindið í galvaniseringu í Apríl..

Smíðaði 4 svona festingar, eina fyrir hvert horn

verið að stilla fæturna af

Grillað fast

Lappir komnar á öll 4 hornin... þess má geta að ég ætla að taka þessar sveifar af og nota batteríisborvél sem er beintengd við rafgeyminn til að "bora" lappirnar upp og niður :)
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Líst vel á þetta verkefni hjá þér og gaman að sjá myndirnar af því , en hvað reiknarðu með að hjólhúsið vigti fullbúið til notkunar.
Er sjálfur að fara smíða off road camper 2ja manna svo kallað teardrop og er að gæla við það að vigtin á því verði ca 350-450kg miðað við að það eru 35" dekk og öflug grind í botninum en yfirbyggingin er úr krossvið og fiber. Það verður ekki alveg teardrop útlit á því en í áttina að því , maður rennir svolítið blint í sjóinn með þetta varðandi stærðina en ef það verður ekki nægjanlega stórt þá er planið að smíða annað stærra en það veltur svolítið á hve mikil notkunin verður á gripnum.
En gangi þér vel með verkefnið og endilega smelltu sem flestum myndum hér inná netið.
Er sjálfur að fara smíða off road camper 2ja manna svo kallað teardrop og er að gæla við það að vigtin á því verði ca 350-450kg miðað við að það eru 35" dekk og öflug grind í botninum en yfirbyggingin er úr krossvið og fiber. Það verður ekki alveg teardrop útlit á því en í áttina að því , maður rennir svolítið blint í sjóinn með þetta varðandi stærðina en ef það verður ekki nægjanlega stórt þá er planið að smíða annað stærra en það veltur svolítið á hve mikil notkunin verður á gripnum.
En gangi þér vel með verkefnið og endilega smelltu sem flestum myndum hér inná netið.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sæll Rocky!
gaman að heyra að fleiri séu að smíða!! endilega stofnaðu annan þráð hérna og henntu inn myndum af smíðinni hjá þér líka!
ég geri ráð fyrir að mitt hús fari í svona 5-600 kíló.. vona að það fari ekki ofar, en ef svo er þá ætla ég að bæta við bremsum. ég reyni samt að hafa þetta bremsulaust til að byrja með ef þyngd leyfir.
ég ákvað einmitt að fara ekki í teardrop formið því ég er hræddur um að það sé of lítið. ætla bara í millistærðina strax :)
önnur leiðindi sem ég hef ekki nefnt hérna tengjast skráningu á húsinu... En ég ráðlegg þér að halda vel utanum nótur sem tengjast efniskaupum í húsið því þegar þú skráir gripinn (Sem þú kemst ekki hjá að gera) þá þarftu að borga 13% "aðvinnslugjald" af efni og áætlaðri vinnu og ef þú getur ekki sýnt fram á nótur, þá slumpa þeir á efniskostnað. Helvítis ríkið alltaf með puttana í öllu sem maður gerir :( Ég hef ekkert talað um þennan þátt því ég hef bara ekki haft geðheilsu til að pæla í þessum lið smíðinnar strax.
Annars er það að frétta að ég er að rífa öxulinn undan og fer grindin væntanlega í galvaniseringu í vikuni :) svo verður byrjað á fullu við uppbygginguna þegar hún kemur til baka!! hell je!
gaman að heyra að fleiri séu að smíða!! endilega stofnaðu annan þráð hérna og henntu inn myndum af smíðinni hjá þér líka!
ég geri ráð fyrir að mitt hús fari í svona 5-600 kíló.. vona að það fari ekki ofar, en ef svo er þá ætla ég að bæta við bremsum. ég reyni samt að hafa þetta bremsulaust til að byrja með ef þyngd leyfir.
ég ákvað einmitt að fara ekki í teardrop formið því ég er hræddur um að það sé of lítið. ætla bara í millistærðina strax :)
önnur leiðindi sem ég hef ekki nefnt hérna tengjast skráningu á húsinu... En ég ráðlegg þér að halda vel utanum nótur sem tengjast efniskaupum í húsið því þegar þú skráir gripinn (Sem þú kemst ekki hjá að gera) þá þarftu að borga 13% "aðvinnslugjald" af efni og áætlaðri vinnu og ef þú getur ekki sýnt fram á nótur, þá slumpa þeir á efniskostnað. Helvítis ríkið alltaf með puttana í öllu sem maður gerir :( Ég hef ekkert talað um þennan þátt því ég hef bara ekki haft geðheilsu til að pæla í þessum lið smíðinnar strax.
Annars er það að frétta að ég er að rífa öxulinn undan og fer grindin væntanlega í galvaniseringu í vikuni :) svo verður byrjað á fullu við uppbygginguna þegar hún kemur til baka!! hell je!
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Mér finnst magnað að þú náir þyngdinni svo neðarlega í ljósi þess að off road fellihýsið frá Ellingsen er sagt 1000-1200kg tilbúið í ferð þe . með vatni , gasi , osfrv.
varðandi skráninguna á þessu dæmi hjá mér þá er kerran skráð sem venjuleg kerra því ég get tekið svefnkassann af á ca. 25mín. En hluti af grindinni (það litla sem eftir er )í kerrunni er upphaflega skráður sem tjaldvagn svo það er spurning hvort maður verði að fara með hana í endurskráningu .
Maður hefur líka heyrt að þegar menn hafa verið að smíða sjálfir þá þurfi menn að láta fylgja með áætlaðar vinnustundir + efniskostnað svo skatturinn geti fengið meira :-)
varðandi skráninguna á þessu dæmi hjá mér þá er kerran skráð sem venjuleg kerra því ég get tekið svefnkassann af á ca. 25mín. En hluti af grindinni (það litla sem eftir er )í kerrunni er upphaflega skráður sem tjaldvagn svo það er spurning hvort maður verði að fara með hana í endurskráningu .
Maður hefur líka heyrt að þegar menn hafa verið að smíða sjálfir þá þurfi menn að láta fylgja með áætlaðar vinnustundir + efniskostnað svo skatturinn geti fengið meira :-)
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Off-road fellihýsin eru líka flest með álíka burðargrind og F-350 ;) , svo er eitt trick í bókinnni sem segir að best sé að skrá grindina (með ljósum og brettum) og borga af henni án tillits til þess sem bæta má á hana síðar. Hver er munurinn á yfirbyggðri kerru og hjólhýsi?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Jæja, þá er loksins að gerast meira!! :)
skellti grindinni í galvaniseringu og fékk hana til baka um daginn. nú er ég búinn að raða henni saman aftur og þá er hægt að fara að byggja upp. maí-júní fer í húsabyggingar, og vonandi verður hægt að gista í þessu í júlí þótt hún verði ansi frumstæð ennþá.
nokkrar myndir:

grindin komin úr galvaniseringu

Fóðring tjökkuð á sinn stað með drullutjakk :)
Hjólabúnaði raðað saman

Grindin er orðin ökuhæf á ný, ég bara gleymdi að taka mynd af því :) þessi verður að duga á meðan.
kveðja,
Lalli
skellti grindinni í galvaniseringu og fékk hana til baka um daginn. nú er ég búinn að raða henni saman aftur og þá er hægt að fara að byggja upp. maí-júní fer í húsabyggingar, og vonandi verður hægt að gista í þessu í júlí þótt hún verði ansi frumstæð ennþá.
nokkrar myndir:

grindin komin úr galvaniseringu

Fóðring tjökkuð á sinn stað með drullutjakk :)

Hjólabúnaði raðað saman

Grindin er orðin ökuhæf á ný, ég bara gleymdi að taka mynd af því :) þessi verður að duga á meðan.
kveðja,
Lalli
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
smá meira :)
byrjaður að setja ál-listann á sem mun halda uppi hliðunum. þegar því er lokið hefst vinna við gólf og hjólboga...

mælingar og pælingar fyrir sögun

búið að saga, bara eftir að snyrta línur og svoleiðis.
meira seinna,
Lalli
byrjaður að setja ál-listann á sem mun halda uppi hliðunum. þegar því er lokið hefst vinna við gólf og hjólboga...

mælingar og pælingar fyrir sögun

búið að saga, bara eftir að snyrta línur og svoleiðis.
meira seinna,
Lalli
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Þetta er með því efnilegasta sem maður hefur séð í nokkurn tíma og mun verða draumur á hálendinu.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
hérna er smá svona "hall of fame" sem gaman er að skoða.
Ég hef fengið margar hugmyndir að láni úr þessu safni þarna í mitt project.
http://www.mikenchell.com/halloffame.html
lítið annað að ske, ákvað í miðju kafi að skipta um efni í hliðum hússins og flytja milli bílskúra í leiðinni, svo ekkert markvert hefur skeð :)
...meira seinna.
Ég hef fengið margar hugmyndir að láni úr þessu safni þarna í mitt project.
http://www.mikenchell.com/halloffame.html
lítið annað að ske, ákvað í miðju kafi að skipta um efni í hliðum hússins og flytja milli bílskúra í leiðinni, svo ekkert markvert hefur skeð :)
...meira seinna.
-
- Innlegg: 67
- Skráður: 13.feb 2010, 17:33
- Fullt nafn: Haraldur Arnarson
- Bíltegund: LR Defender 38”
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sælir, sá fyrir nokkrum árum síðan rautt svona "háfjallahýsi" sem var ansi laglegt og vel græjað. Toppurinn var tekinn up öðrumegin. Held að það sé þýst er esamt ekki viss, er búinn að reyna að googla þetta en ekkert gengur. Kannast einhver við þetta?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
ég held ég viti hvaða camper þú átt við og hef ég séð einn svona svartan hérna heima. Ég hef ekki fundið þá campera á netinu enn en er að leita.
hérna má sjá -hjólhýsið- sem upphaflega kveikti drauminn að þessu verkefni: http://www.expresstoolsandcamping.com.a ... aravan.htm
og svo er hérna smá listi af camperum héðan og þaðan:
http://www.australianoffroadcampers.com.au/
http://www.ulmer4x4.de/
http://www.adventuretrailers.com/trailers.html
http://www.conqueror.co.za/conqueror_flash.htm
http://www.xp-edition.ch/oscommerce/cat ... ts_id=1292
http://www.ctc-parts.de/
http://www.explorermagazin.de/wildcat/wildcat.htm
http://www.offroad-trailer.de/index.htm
http://www.tracktrailer.com.au/
hendi inn mynd af hinu húsinu þegar ég finn það!
hérna má sjá -hjólhýsið- sem upphaflega kveikti drauminn að þessu verkefni: http://www.expresstoolsandcamping.com.a ... aravan.htm
og svo er hérna smá listi af camperum héðan og þaðan:
http://www.australianoffroadcampers.com.au/
http://www.ulmer4x4.de/
http://www.adventuretrailers.com/trailers.html
http://www.conqueror.co.za/conqueror_flash.htm
http://www.xp-edition.ch/oscommerce/cat ... ts_id=1292
http://www.ctc-parts.de/
http://www.explorermagazin.de/wildcat/wildcat.htm
http://www.offroad-trailer.de/index.htm
http://www.tracktrailer.com.au/
hendi inn mynd af hinu húsinu þegar ég finn það!
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Jæja nú er kominn tími á fleiri myndir!:)
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
nokkrar myndir...
ákvað að taka "hestakerruna" á þetta þar sem þetta plastfrauðs-dæmi var allt of dýrt. hérna eru nokkrar myndir frá rammasmíðinni, á þessa ramma verður svo hnoðað ál utaná, einangrunarkorkur inn á milli og 9mm vatnsheldur krossviður að innan. þetta er þyngra en sterkara.
þetta verður ekkert skemmtilegt myndalega séð fyrr en ég fer að reisa rammann á undirvagnsgrindina... sem verður vonandi mánaðamótin júní/júlí

hliðarrammadótið teiknað upp fyrir skurð og suðu

efni sagað niður

gaflinn boltaður niður í trukkaréttingabekk svo efnið vindi sig ekki í suðu

þakgrindin boltuð í bekkinn

þakgrindin reddí með styrkingu undir þaklúguna

vorum orðnir leiðir á að vinna á gólfinu svo við rigguðum upp smíðaborði í vinnuhæð fyrir langhliðarnar :)
fleiri myndir þegar þetta verður reist upp!
kv, Lalli
ákvað að taka "hestakerruna" á þetta þar sem þetta plastfrauðs-dæmi var allt of dýrt. hérna eru nokkrar myndir frá rammasmíðinni, á þessa ramma verður svo hnoðað ál utaná, einangrunarkorkur inn á milli og 9mm vatnsheldur krossviður að innan. þetta er þyngra en sterkara.
þetta verður ekkert skemmtilegt myndalega séð fyrr en ég fer að reisa rammann á undirvagnsgrindina... sem verður vonandi mánaðamótin júní/júlí

hliðarrammadótið teiknað upp fyrir skurð og suðu

efni sagað niður

gaflinn boltaður niður í trukkaréttingabekk svo efnið vindi sig ekki í suðu

þakgrindin boltuð í bekkinn

þakgrindin reddí með styrkingu undir þaklúguna

vorum orðnir leiðir á að vinna á gólfinu svo við rigguðum upp smíðaborði í vinnuhæð fyrir langhliðarnar :)
fleiri myndir þegar þetta verður reist upp!
kv, Lalli
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Ég myndi alveg sleppa því að hnoða klæðninguna utaná hliðarnar. Ef þú skoðar fráganginn á hliðunum á t.d. rútum í dag þá eru hnoð alveg horfin og allt límt á í staðin. Plöturnar eru hitaðar aðeins áður en þær eru settar á hliðarnar til að þær strekkist og verði sléttari þegar þær kólna aftur og það eina sem er skrúfað eða hnoðað eru endarnir á plötunum sem eru beygðir fyrir hornin.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Smíðaði fyrir einum 17 eða 18 árum hús sem var upphaflega á Wolkswagen LT 35, færði síðan húsið yfir á Benz Sprinter fyrir 5 árum. Efni í grind 50 mm prófíll, trefjaplastplötur, c.a. 2 til 3 mm þykkar að utan, 50 mm plasteinangrun milli prófílanna, 6 mm krossviður innan á. Einangrunin og krossviðurinn límd með úrethan lími. Á margar myndir af smíðinni (þarf að skanna þær inn í tölvuna til að geta sent þær). P.s. hvar er myndin tekin ???
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Einar, þetta verður allt límt í spað og hnoð aðeins notuð til að halda plötunum á sínum stað meðan kíttið þornar :)
Steindór, það væri voða gaman að fá að sjá einhverjar myndir úr smíðinni. spurning hvort þú nenntir að skanna 3-4 myndir og setja hérna inn bara í ganni?
aðeins fleiri myndir frá mér:

búinn að smíða allar grindahliðar og þak og er hérna að bolta þetta saman til að sjá hvort þetta passi ekki allt :)
Svo verður þetta losað í sundur aftur og sent í galvaniseringu

Hérna er svo grindin komin saman! nú er bara að snúa þessu við einhvernveginn og máta þetta á botngrindina góðu
fleiri myndir síðar
Steindór, það væri voða gaman að fá að sjá einhverjar myndir úr smíðinni. spurning hvort þú nenntir að skanna 3-4 myndir og setja hérna inn bara í ganni?
aðeins fleiri myndir frá mér:

búinn að smíða allar grindahliðar og þak og er hérna að bolta þetta saman til að sjá hvort þetta passi ekki allt :)
Svo verður þetta losað í sundur aftur og sent í galvaniseringu

Hérna er svo grindin komin saman! nú er bara að snúa þessu við einhvernveginn og máta þetta á botngrindina góðu
fleiri myndir síðar
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
steindór wrote: P.s. hvar er myndin tekin ???
Þetta er voðalega Sprengisandslegt en þannig er nú líka stór hluti landsins.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Jæja maður hefur víst ekker tfyslgst með þessu í dágóðan tíma. Þetta er rosalega flott hjá þér :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
jæja... aldrei slíku vant þá tókst mér að klára áætlaða helgarvinnu á þeirri helgi sem planið sagði til um! grindin komin saman, bara eftir að bora þau göt sem þarf fyrir ál og timbur og henda þessu svo í galvaniseringu.
flottar myndir Steindór, þetta hefur verið heljarinnar vinna. hvað tók þetta langan tíma hjá þér?

Grindin komin saman! nú finnst mér ég eiga skilið að fá einn Thule!
kveðja í bili,
Lalli
flottar myndir Steindór, þetta hefur verið heljarinnar vinna. hvað tók þetta langan tíma hjá þér?

Grindin komin saman! nú finnst mér ég eiga skilið að fá einn Thule!
kveðja í bili,
Lalli
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Blessaður, mér líst vel á þetta sem þú ert að smíða, yrði gaman að fá að sjá þegar það er fullbúið. Þegar ég smíðaði grindina á Wolksvagen, tók það heilan vetur í íhlaupavinnu að gera hana "fokhelda". Veturinn eftir innréttaði ég svo bílinn. Það var síðan í Janúar 2006 sem ég byrjaði að færða húsið yfir á Benzann og tók það c.a. 2-3 mánuði, líka í íhlaupum.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Gaman að sjá þetta skríða svona saman. Einn thule á þig vinur :) En segðu mér eitt. Verður þetta ekki frekar lítið hjólhýsi? Mér fynst þetta virka svo lítið.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
þetta er mjög lítið hjólhýsi, eiginlega meira svona borða-sofa-elda-hýsi. það er jafn breitt og bíllinn sem dregur svo ég þurfi ekki að nota útstæða spegla (og ef bíllinn kemst í gegn þá ætti húsið að geta elt). Öxullinn sporar eins og bíllinn til að létta drátt í snjó og erfiðu færi því þetta var hugsað sem heilsárshús ef mann langaði að fara í svoleiðis ferðir með þetta. það er ekki nema 165 cm að hæð innaní, aðallega til að það standi ekki langt uppfyrir þak bílsins sem dregur og líka til að hafa þyngdarpunktinn neðarlega og vegna þess hvað það er hátt undir það frá jörðu.
hendi inn fleiri myndum þegar ég geri meira :)
hendi inn fleiri myndum þegar ég geri meira :)
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Ok. Þetta er snilldar hönnun hjá þér. Þú gerir bara buisness úr þessu og ferð að selja háfjallahjólhysi á fullu :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 81
- Skráður: 10.júl 2010, 00:34
- Fullt nafn: Elí Þór "Vídó" Gunnarsson
- Staðsetning: Mosfellsbær
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Vá enn og aftur er þetta virkilega flott verkefni hjá þér... er búinn að vera skemmta mér yfir þessu og endalaust af flottum pælingum...
Bíð virkilega spenntur eftir næsta updateI
- Vídó
Bíð virkilega spenntur eftir næsta updateI
- Vídó
Elí Þór Vídó...
Toytoa hilux, 90 árg. 38" - seldur
Toyota LC 70, 86 árg. 38"
Suzuki Jimny 03 árg. 33" - seldur
Toytoa hilux, 90 árg. 38" - seldur
Toyota LC 70, 86 árg. 38"
Suzuki Jimny 03 árg. 33" - seldur
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sælir,
Polarbear: Ertu búinn að fara í fyrstu útileguna? Sjáum við fleiri myndir? :-)
rockybaby: hvernig gengur með þitt verkefni? Fáum við engar myndir?
steindór: áttu fleiri myndir af smíðinni hjá þér? Hvernig var með klæðningu, einangrun ofl? Það væri gaman að heyra frá þér eftir þessi smíði hvað þér finnst að menn eigi að varast og með hverju þú mælir.
Polarbear: Ertu búinn að fara í fyrstu útileguna? Sjáum við fleiri myndir? :-)
rockybaby: hvernig gengur með þitt verkefni? Fáum við engar myndir?
steindór: áttu fleiri myndir af smíðinni hjá þér? Hvernig var með klæðningu, einangrun ofl? Það væri gaman að heyra frá þér eftir þessi smíði hvað þér finnst að menn eigi að varast og með hverju þú mælir.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
ef það væri nú bara svo gott :)
nei, þetta hafðist ekki fyrir sumarfríið og í raun lítið búið að gerast. hef verið að vasast í öðru og þetta fengið að bíða aðeins. Stefni á að taka rispu í þessu núna næstu vikur og reyna að loka húsinu, gera þetta fokhelt :) hendi inn myndum um leið og ég geri eitthvað sniðugt.
nei, þetta hafðist ekki fyrir sumarfríið og í raun lítið búið að gerast. hef verið að vasast í öðru og þetta fengið að bíða aðeins. Stefni á að taka rispu í þessu núna næstu vikur og reyna að loka húsinu, gera þetta fokhelt :) hendi inn myndum um leið og ég geri eitthvað sniðugt.
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Sælir, ein mynd af grindinni, ég held að hún hafi mátt vera eitthvað gisnari en ég hafði hana þar sem klæðningin gefur góðan styrk. Klæðningin er eins og áður sagði trefjaplastplötur, einangrunin er 50mm. plast, klæðningin innan er þunnur krossviður 4 mm, ekki 6 mm eins og ég sagði áður og er það alveg feikinóg. Þetta er allt límt saman með úrethan lími (það er eins og síróp að lit og þykkt). Set hér inn eina mynd af grindinni.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Jæja kominn tími á update
smíðaði mér lamir (á eftir að snyrta þær) og byrjaði að smíða hurð í dag :)


vona að menn séu ekki alveg búnir að gefa mig uppá bátinn :)
kv.
lalli
smíðaði mér lamir (á eftir að snyrta þær) og byrjaði að smíða hurð í dag :)


vona að menn séu ekki alveg búnir að gefa mig uppá bátinn :)
kv.
lalli
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Nei, menn bíða bara spenntir eftir fleiri myndum. Úr hvernig efni ertu að smíða yfirbygginguna?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Neðri grindin er úr 50x50x4 prófílrörum, allt nema beislið sem er 50x50x5 prófílrör. Efri grindin er úr 40x40x2 kaldbeygðri U-skúffu. Utaná þetta verður kíttað 2mm álplötur og að innan kítta ég 9mm krossvið. 12mm krossvið í gólfið.
Í gólfi, lofti og veggjum verður 40 mm einangrunarkorkur (þessi hvíti). ætli það fari ekki ein 30 kíló af kítti í þetta helvíti þegar maður byrjar að klastra saman :)
Í gólfi, lofti og veggjum verður 40 mm einangrunarkorkur (þessi hvíti). ætli það fari ekki ein 30 kíló af kítti í þetta helvíti þegar maður byrjar að klastra saman :)
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Bara smá til að halda sér heitum :)
[youtube]wk6KJXeOM0k[/youtube]
[youtube]wk6KJXeOM0k[/youtube]
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
jæja... maður er enn að bíða eftir húsnæði til að vinna í og þá er bara að leita á náðir youtube :)
[youtube]ZtztZz7A4xA[/youtube]
[youtube]ZtztZz7A4xA[/youtube]
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
Hvað helduru að þetta verði þungt með öllu þessu járni og dóti?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Project "Háfjallahjólhýsi"
allt of þungt :)
ég hef í raun ekki hugmynd. ég var að gera mér vonir um að þetta færi ekki yfir 750 kíló en það er líklega borin von. Nú vona ég að þetta fari ekki yfir tonn fullbúið með rafgeymum og gashitara. En það bara kemur í ljós. (og það vonandi fyrir sumarið)
Eitt er samt alveg ljóst. þetta verður -sterkt- og mun ekki liðast svona í sundur eins og þetta plastrusl í myndbandinu hérna fyrir ofan....
ég hef í raun ekki hugmynd. ég var að gera mér vonir um að þetta færi ekki yfir 750 kíló en það er líklega borin von. Nú vona ég að þetta fari ekki yfir tonn fullbúið með rafgeymum og gashitara. En það bara kemur í ljós. (og það vonandi fyrir sumarið)
Eitt er samt alveg ljóst. þetta verður -sterkt- og mun ekki liðast svona í sundur eins og þetta plastrusl í myndbandinu hérna fyrir ofan....
Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur