Sælir.
Grandinn hjá mér er farinn að eiga það til að starta ekki neitt, annað slagið í byrjun, en ef ég sný lyklinum og held honum svoleiðis örstutta stund þá tekur startarinn við sér.
Kannast einhver við þetta hér á spjallinu?
Það er fullt rafmagn og allt, startarinn bara tekur ekkert við sér.
mbk. Tberg
start bögg
Re: start bögg
Athuga geymaskóna, hvort þeir séu lausir á pólunum.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: start bögg
mjög líklega eru snerturnar í honum farnar að slappast.
í 80 krús (og fleiri bílum) er kólfur sem snertir milli geymis og startaramótor þegar tannhjólið sem snýr startkransinum hefur skotist fram í startkransinn, held þetta sé kallað bendix.
allavega er hér skýringarmynd.
í 80 krús (og fleiri bílum) er kólfur sem snertir milli geymis og startaramótor þegar tannhjólið sem snýr startkransinum hefur skotist fram í startkransinn, held þetta sé kallað bendix.
allavega er hér skýringarmynd.
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: start bögg
Ath. hvori jarðsambandið milli vélar og grindar sé í lagi, Hef lent í því að boltinn sem festi jarðkapalinn við vél hafði losnað upp.
Re: start bögg
Jarðvír frá mótor í boddy, jarðvír á startaranum sjálfum frá startpung í belg, kolin í startaranum eða svissbotninn.
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
Re: start bögg
er hann mikið keyrður , ankerið virðsit liggja út í belg. fóðringaslit. eins er að prufa að setja vír á litla pól á pungnum og í + ef hann startar alltaf er bilunin ofar,
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: start bögg
Elís Björgvin. Ef jarðsambandið er ekki í lagi, milli vélar og boddis/geymis, þá startar hann ekki þótt þú tengir startpunginn beint á +
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: start bögg
Það er hægt að prófa hvort þetta sé jarðsambandið á einfaldann hátt.
Finndu startkapal og settu á mínusinn á geyminum og hinn endann beint á jörð á startarannum (ég setti einusinni á boltan sem hélt startaranum. Ef hann sstartar betur er það jörðin, annars eitthvað annað eins og snertur eða bendix.
Finndu startkapal og settu á mínusinn á geyminum og hinn endann beint á jörð á startarannum (ég setti einusinni á boltan sem hélt startaranum. Ef hann sstartar betur er það jörðin, annars eitthvað annað eins og snertur eða bendix.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur