Cruser 80 og Dolla disel

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Cruser 80 og Dolla disel

Postfrá sukkaturbo » 07.feb 2013, 17:52

Sælir er núna að dunda mér í Landcruser árgerð 01.10.92 VX disel sjálfskiptum ekinn 365.000 og setti hann á 38" en hann var á 35". Hann er með loftdælu eða AC sem búið er að breita í loftdælu. Gler sóllúga í lagi og þétt. Inverter 300W og 4:10 drif, raflásar sem er nú í lagi að aftan og framan. Lakk eins og nýtt ekkert ryð.Heill innan og mjög þéttur. Xeon kastara sem virka alveg frábærlega mikil birta af þeim. Vigtar 2450 kg fullur af olíu mann laus eyðir um 12 við bestu aðstæður í langkeyrslu og um 20 í bænum. Þessi bíll kemur mér mjög á óvart hvað hann er þægilegur og góður í akstri fer mjög vel með mann. Drifgetan er nokkuð góð á 38 og kom mér eiginlega á óvart, var viss um að hann væri ekki drífa mikið svona þungur bíll. En með lagni er hægt að ná helling út úr þessum bíl. Svo er ég að gera upp gamlan Toyota Dobulcab 1991 með raflás aftan og ég setti nýtt framhlutfall og diska lás að framan. Hlutföllin eru 4:30 sem er að ég held orginal. Ekki turbo og eyðir hann um 12 í bænum og um 10 á lang keyrslu. Setti hann á 35" en að öllu jöfnu er hann á 31" skoðaður 14. Var að setja í hann ný uppgerðan altenator og spennustillir. Sílsar voru ónýtir af ryði og var búið að skera þá í burtu og loka aftur með sléttu blikki sem hnoðað var á sinn stað og lookar það allt í lagi en mundi mæla með að fá orginal nýja sílsa í hann frá Höskuldi og þá báðu megin. Gerði við nokkur göt í gólfi með boddý stáli og lími og borskrúfum. Þægur og duglegur bíll og orginal að mestu eða öllu leiti og keyrir mjög vel, skipti um hurðalamir. Grind og boddífestingar eru strá heilt og burðabitar í skúffunni eru heilir en skúffan sjálf ljót og ryðguð á nokkrum stöðum.Þetta er fínn vinnubíll eða í alvöru breitingar. kveðja guðni
Viðhengi
DSC03640.JPG
DSC03642.JPG
DSC03638.JPG
DSC03641.JPG
DSC03654.JPG
DSC03653.JPG
DSC03652.JPG
DSC03651.JPG
DSC03650.JPG
Síðast breytt af sukkaturbo þann 07.feb 2013, 22:52, breytt 3 sinnum samtals.




villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Cruser 80 og Dolla disel

Postfrá villi58 » 07.feb 2013, 19:34

Flottur Cruicer. Hvernig gekk með ljósasjóið í Hilux ?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Cruser 80 og Dolla disel

Postfrá sukkaturbo » 07.feb 2013, 22:40

Sælir strákar cruserinn kemur á óvart á örugglega eftir að eiga hann lengur en alla aðra bíla sem ég hef átt eða kanski í 3 mánuði og er það bara met. Ljósvesenið í hilux leystist þegar ég tók öryggið úr fyrir sætishitarann. Læsingin vill ekki virka nema rétt á meðan ég hélt á mótornum þá tók hann kipp en virkar ekki þegar hann er kominn í. Ég læsti honum bara handvirkt og nota hann þannig. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Cruser 80 og Dolla disel

Postfrá sukkaturbo » 07.feb 2013, 22:48

Sælir þetta er heillegur Doblari sá þetta á Haninn.is http://www.haninn.is/classified.php?act ... k_id=50007


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur