Er að fara að setja 4.2 diesel í 3.0 Patrol og er að spá í hvort ég eigi að nota sjálfskiptinguna úr 3.0 bílnum eða gírkassann úr 4.2 bílnum. Margir segja að ekki gangi að nota converterinn af 3.0 sjálfskiptingunni á 4.2 vélina, hún geri þá ekkert annað en að eyða olíu, betra sé að nota converter fyrir 4.2.
Gaman væri að heyra frá mönnum um þetta, hvað sé að muna mikið í eyðslu og afli á sjálfskiptum og beinskiptum og þá hvorn converterinn menn séu að nota við sjálfskiptinguna, eða hvort maður á bara að hætta þessu rugli og nota bara gírkassann.
Einnig ef einhver veit um turbo pústgrein og túrbínu á 4.2 vélina sem væri til sölu mætti hann gjarnan senda mér skilaboð.
Kv. Guðmundur
4.2 diesel í 3.0 Patrol
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: 4.2 diesel í 3.0 Patrol
ef þig langar að prufa patrol með 4,2 og sjálfskiptingu þá á tengdó einn slíkan non turbo bíl grútmátlaus í drætti og eyðir alltof miklu settu beinskiptinguna við
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 23
- Skráður: 24.feb 2012, 11:41
- Fullt nafn: Guðmundur Jósef Loftsson
Re: 4.2 diesel í 3.0 Patrol
Hugsa að það endi með að gírkassinn verði notaður, en Guðmundur Árni veistu hvort Patrolinn er með converter úr 3.0 eða 4.2, er þetta ekki Y61 bíll?
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: 4.2 diesel í 3.0 Patrol
hann er converter úr 4,2 samkvæmt þeim sem seldi tengdó bílin og bíllin er til sölu
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: 4.2 diesel í 3.0 Patrol
Ég hjálpaði félaga mínum að setja 4,2 í hans bíl og hann var að spá í að setja í hann skiptingu úr 3.0 sem hann gat fengið. Það var hætt við það vegna þess að skiptingin í 3,0 er svo mikið tölvustírð. Converterinn gengur á milli 3.0 og 4.2. Skiptingin þarf merki um snúningshraða og inngjafarstöðu og sitthvað fleyra og það er ekki til staðar á 4.2. Ljónstaðamenn ráðlögðu okkur allavega að nota ekki skiptingu úr 3.0 útaf þessu. Hún fengist aldrei til að virka eðlilega á móti þessari vél.
Svo er hinsvegar spurning hvort skipting úr eldri 4.2 bensín geti ekki virkað hún er laus við tölvustýringar en hvort það sé hægt með góðu móti að verða sér útum svoleiðis skiptingu er annað mál.
Svo er hinsvegar spurning hvort skipting úr eldri 4.2 bensín geti ekki virkað hún er laus við tölvustýringar en hvort það sé hægt með góðu móti að verða sér útum svoleiðis skiptingu er annað mál.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 23
- Skráður: 24.feb 2012, 11:41
- Fullt nafn: Guðmundur Jósef Loftsson
Re: 4.2 diesel í 3.0 Patrol
Það er svosem allt í bílnum sem tengist skiptingunni og með converter fyrir 4.2 væri þetta kannski að ganga, en það er bara svo misjafnt hvað menn segja hvað sé að virka, sumir segja að það sé ekkert mál að nota skiptinguna með converter úr 3.0 og aðrir segja að þá geri þetta ekkert annað en að eyða olíu. Ég ætla bara að notast við gírkassann ef að þetta er að muna miklu í eyðslu.
Re: 4.2 diesel í 3.0 Patrol
Sæll Gummi84
Eg var numer 2 að setja svona vel i 3.0 Patrol og baðir notuðum við sjalfskiftinguna ur 3.0 :( þetta er ekki að virka gleymdu þessu, hinn billinn helt skiftingunni en hann virkaði aldrei neitt tomt vesen eg fekk mer kassa af svona vel og er bara anægður með hann . Svo er einn sem eg þekki buinn að eyða omældum peningum og tima i að fa skiftinguna til að vinna með velinni kaupa einhverja aukatölvu og blabla og eg veit ekki hvað held þetta virki sæmilega nuna :) en kassinn er finn .
kveðja Helgi
Eg var numer 2 að setja svona vel i 3.0 Patrol og baðir notuðum við sjalfskiftinguna ur 3.0 :( þetta er ekki að virka gleymdu þessu, hinn billinn helt skiftingunni en hann virkaði aldrei neitt tomt vesen eg fekk mer kassa af svona vel og er bara anægður með hann . Svo er einn sem eg þekki buinn að eyða omældum peningum og tima i að fa skiftinguna til að vinna með velinni kaupa einhverja aukatölvu og blabla og eg veit ekki hvað held þetta virki sæmilega nuna :) en kassinn er finn .
kveðja Helgi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 23
- Skráður: 24.feb 2012, 11:41
- Fullt nafn: Guðmundur Jósef Loftsson
Re: 4.2 diesel í 3.0 Patrol
Þakka svörin, þá nota ég bara gírkassann.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur