Sælir,
var beðin um að senda inn fyrirspurn um olíuþrýsting á Jeep Cherokee árg. 2001 minnir mig með 4,7Ltr vélinni.
Málið er að þegar bíllinn gengur hægagang (ca 750 sn/min) þá virðist smurþrýstingurinn vera full lár á honum heitum.
Svo þegar gefið er inn í ca 1000 sn/min þá verður smurþrýstingurinn eðlilegur.
Er dælan að gefa sig í bílnum ? Eða eru aðrir möguleikar sem gætu verið að í smurkerfinu. Það var búið að ath með olíuna að skipta um hana og breytti engu og ekki bensín í henni. Svo ef að hann væri að fara á legu ætti þá smurþrýstingurinn ekki alltaf að vera talsvert minni en normal.
kv.
Olíuþr. í Jeep Cherokee
Re: Olíuþr. í Jeep Cherokee
Byrja á að skipta um smurpunginn, þeir eru frekar gjarnir á að bila í þessum sem mörgum öðrum bílum, a.m.k. prófa annan. Ef það leysir ekki vandann myndi ég skipta um stangarlegurnar, þær eru veikur hlekkur í þessum bílum og ástæðulaust að taka sénsinn með það fyrst ljóst er að hann heldur ekki fullum smurþrýstingi í lausagangi.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
Re: Olíuþr. í Jeep Cherokee
Ef svo að það væri seinni valmöguleikinn, er þá sæmilegt að ná olíupönnunni undan þessum vélum ?
Ef þú þekkir það eitthvað.
Ef þú þekkir það eitthvað.
LC 120, 2004
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Olíuþr. í Jeep Cherokee
skoðaðu oliudæluna lika , og legur ,,, ég man ekki hvernig aðgeingi er undir .þessum bil til að ná pönnuni undan hann er mjög liklega búinn með legurnar
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Olíuþr. í Jeep Cherokee
Er ekki ágætt að taka fram hver þrýstingurinn er...
Það er mjög eðlilegt að þrýstingurinn lækki aðeins í lausagangi !!!
Er hann að kveikja smurþrýstingsljós ??
Það er mjög eðlilegt að þrýstingurinn lækki aðeins í lausagangi !!!
Er hann að kveikja smurþrýstingsljós ??
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
Re: Olíuþr. í Jeep Cherokee
Hr.Cummins wrote:Er ekki ágætt að taka fram hver þrýstingurinn er...
Það er mjög eðlilegt að þrýstingurinn lækki aðeins í lausagangi !!!
Er hann að kveikja smurþrýstingsljós ??
Hef ekki spurt eigandann hver þr. er hjá honum en þegar hann er venjulegur er hann fyrir miðju sagði hann en svo hrapaði hann niður undir það við lausagang núna um daginn.
En þetta er sennilega rafmagnsvandamál, því að eftir að það þornaði í veðri þá hefur ekki borið á þessu og olíuþr. er eðlilegur en hann er samt kominn með nýjan sendir til í mælinn. Hann ætlar að kíkja á þetta setja nýja í og yfirfara tengin í kringum hann þegar hann hefur tíma og tækifæri til þess.
LC 120, 2004
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir