Þjófavörn

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Þjófavörn

Postfrá jongud » 04.feb 2013, 14:08

Ég rakst á alveg FERLEGA sniðuga aðferð til að koma í veg fyrir þjófnað, eða allavega hægja á þjófnum.
(Báðar hugmyndirnar eru frá USA)
Ef maður er með milligír skilur maður jeppan eftir með milligírinn í lága, þá getur maður gengið þjófinn uppi.
Ef maður er með rafstýrðan millikassa þá er um að gera að skilja hann eftir í hlutlausum, flestir þjófar myndu ekki fatta hvað veldur því að bíllinn hreyfist ekki.




lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Þjófavörn

Postfrá lecter » 04.feb 2013, 16:15

fá sér storan hund og geyma hann i bilnum

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Þjófavörn

Postfrá jongud » 05.feb 2013, 08:56

lecter wrote:fá sér storan hund og geyma hann i bilnum

Æ-nei,
Sástu ekki myndina "Turner & Hooch"?


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Þjófavörn

Postfrá Haukur litli » 16.feb 2013, 15:09

Þjófavarnir eru ekki dýrar og ef maður kaupir 2-way þjófavörn þá koma boð í fjarstýringuna ef kerfið fer í gang.

Hægt er að tengja rofa til að halda ádreparanum á þó að svissað sé á með lyklinum.

Piezo sírenur undir mælaborði, í skotti og í efra horni við framrúðu gera mönnum svo gott sem óbærilegt að vera inni í bílnum á meðan kerfið vælir. Það er enginn að fara að leita að þjófavarnar-heilanum með piezo sírenu við eyrað.

Svona sírena, en það er algjör óþarfi að vera með allt þetta dót, 12V beint á þetta úr þjófavarnarheilanum.
http://www.youtube.com/watch?v=5xXdKMjDtKA


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur