vantar upplýsingar um drifhlutföll

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

vantar upplýsingar um drifhlutföll

Postfrá runar7 » 28.jan 2013, 22:00

heyrðu ég er á gömlum músso og er að setja nýjar hásingar í hann eins og þær leggja sig framan og aftan og samkvæmt mínum bestu upplýsingum eru það 5,11 hlutföll sem eru í honum og mig langar að vita fyrir hvaða dekkjastærð sirka svona hlutföll eru, og eiga líka að vera sterkari öxlar og legur væri einhver snillingur til í að veita mér smá aðstoð? þakka fyrir ! :D



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: vantar upplýsingar um drifhlutföll

Postfrá jeepcj7 » 28.jan 2013, 22:18

Hlutföllin sem koma næst þessu sem þú nefnir eru 5.13 og eru sultufín með 38-46" dekkjum fer eftir vél þyngd ofl.
Ef þú ert með 2.9 vél í musso og þessi hlutföll myndi ég halda að þú værir góður á 39.5-44" dekkjum.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: vantar upplýsingar um drifhlutföll

Postfrá runar7 » 28.jan 2013, 22:28

já er á 2,9 tdi bsk :D

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: vantar upplýsingar um drifhlutföll

Postfrá Freyr » 29.jan 2013, 00:07

Ferðaðist slatta á musso, beinskiptum 2,9 turbo diesel, hann var á 38" með 5,38 hlutföll sem kom bara vel út.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: vantar upplýsingar um drifhlutföll

Postfrá lecter » 29.jan 2013, 03:39

þessi scout 77 er með 4:56 og er á 44" hann er með 304cc (5L) 4 gira og eiðir bara 16l hann torkar 4 girinn endalaust allar brekkur alveg niður i 30km hraða svo 4:56 kemur fint ut i v8 vél 44" dekk enn hann er 2070kg á lög vikt eins og hann stendur þarna ,,,enda ótrúlega duglegur á fjöllum
Viðhengi
001.JPG


Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: vantar upplýsingar um drifhlutföll

Postfrá runar7 » 31.jan 2013, 00:56

þetta er helfvíti fjall myndarlegur bíll líka ! :D enn eftir að við rifum drifið í sundur og töldum tennurnar og reiknuðum þá fáum við út töluna 5,13 hlutföll ekki 5,11 voða skrítið


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur