Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Óskar - Einfari » 24.jan 2013, 15:21

Sælir félagar

Þegar að ég var að ferðast um Suður Ameríku fyrir nokkrum árum sá ég doldið af flutningabílum með einhverskonar utanáliggjandi úr/íhleypibúnað. Ég í einfeldni minni þá hugsaði með mér "hmm sniðugt, þeir eru með þetta til að jafn þrísting á fjallvegum" enda eru sumir vegirnir í Suður Ameríku mjög, mjög hátt uppi. Ég var svo mikill klaufi að taka ekki mynd af þessu þá. Nú er ég að ferðast um Mið Ameríku og er að sjá þennan sama búnað á sumum strætóum og rútum hérna á láglegndinu þannig að ég veit ekki alveg til hver þetta er notað. Allaveg, ég smellti mynd af þessu núna, spurning hvort að þetta nýtist okkur eitthvað hérna á klakanum. Ef þetta er gert fyrir bíla í atvinnuakstri hlýtur þetta að endast eitthvað.

Ég sá eiginlega mest af þessu í Mexico
Image

Kv. frá Isla Del Flores, Guatemala
Óskar Andri


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Kiddi » 24.jan 2013, 15:35

Það er spurning hvort það sé hitabreytingin sem þeir séu að spá í (og hæðin)?
Ég sá svona búnað líka á rútum í Colorado um daginn.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá lecter » 24.jan 2013, 15:55

frekar held ég að hæðarmunur sé málið en til að komast upp úr mexico city td þarf að fara i 3000m hæð og bara að ef dekkið er að gefa sig þa er rútan ekki stop getur pumpað i og séð hvað er að gerast undir bilum ,,, áður en slys verður ,,,

en þetta er ekkert smá hæð ,, ég hef farið frá Mexico city til Acapulco ferðin niður að strönd tok 7-8 tima first upp úr dalnum upp fra borginni ,, þar voru bilaðir trukkar i öllum útskotum og menn að gera við,, svo er ekið niður svo bratt stundum að maður rann næstum úr sætinu svona var þetta i 7 tima allan timan á leið niður
Síðast breytt af lecter þann 24.jan 2013, 16:00, breytt 1 sinni samtals.


Svenni87
Innlegg: 60
Skráður: 26.sep 2012, 19:13
Fullt nafn: Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
Bíltegund: Ford F-150 1977

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Svenni87 » 24.jan 2013, 15:57

kannski eru þetta bara míglek dekk sem þarf stöðugt að bæta í ;)


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá lecter » 24.jan 2013, 16:11

,,,,flottar frettir frá blóma eyju S ameriku ,,,, hér hjá mer er -15 og allur sjórin frosinn ,,,,

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Hfsd037 » 24.jan 2013, 21:00

Kemurðu við í Bolivíu?

Image

Image

Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Óskar - Einfari » 24.jan 2013, 23:42

Nei reyndar ekki... við erum að ferðsast frá Yucatan skaganum í Mexico niður til Costa Rica þannig að við förum ekkert niður til Suður Ameríku í þessari ferð :)

Maður er fyrst farinn að sjá einhverja skemmtilega jeppa hérna í Guatemala en algengasta breytingin er að hækka eitthvað smá á fjöðrun og setja einhverjar svona stuðaragrindur og spil á bílana.. gaman að sjá gamlar heillegar súkkur :)

Image

Image

KV.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Magni » 25.jan 2013, 00:06

Skítt með þennan úthleypibúnað ;) hehe ég væri til í að vita meira um þetta ferðalag. Eruði í bakpokaferðalagi? einhverjar fleiri myndir?
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Óskar - Einfari » 25.jan 2013, 01:07

já við erum að þvælast með bakpoka ég og unnustan. Verðum á ferðalagai í 6 vikur (erum reyndar búin með 2,5 vikur núna). Við fórum árið 2010 til Suður Ameríku og skoðuðum menningarminjar um Incana. Við heilluðumst það mikið af því svæði að við ákváðum að skoða menningarminjar Mayana líka sem að við erum að gera núna. Konan er voð dugleg að blogga... getur séð það hér, við setjum inn myndir öðruhverju en nettengingarnar eru stundum svo daprar að þetta eru bara sýnishorn :) http://oskaroginga.blogspot.com/

Image
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá ellisnorra » 25.jan 2013, 03:28

Þetta er magnað ferðalag hjá ykkur! Gaman að láta draumana rætast svona :) Ég er á næturvakt og ætla að dunda mér við að lesa um þetta athyglisverða ferðalag ykkar frameftir nóttu :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá gislisveri » 25.jan 2013, 07:23

Flott framtak Óskar, endilega dældu í okkur myndum.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Magni » 25.jan 2013, 07:54

Óskar - Einfari wrote:já við erum að þvælast með bakpoka ég og unnustan. Verðum á ferðalagai í 6 vikur (erum reyndar búin með 2,5 vikur núna). Við fórum árið 2010 til Suður Ameríku og skoðuðum menningarminjar um Incana. Við heilluðumst það mikið af því svæði að við ákváðum að skoða menningarminjar Mayana líka sem að við erum að gera núna. Konan er voð dugleg að blogga... getur séð það hér, við setjum inn myndir öðruhverju en nettengingarnar eru stundum svo daprar að þetta eru bara sýnishorn :) http://oskaroginga.blogspot.com/

Image



Þetta er flott hjá ykkur. Ég kíki á þetta blogg við tækifæri. Það væri flott að fá einhverjar myndir líka. Ég og konan hefur einmitt alltaf langað til Suður Ameríku. Við fórum vorið 2011 í 5 vikna bakpokaferðalag um suð-austur Asíu og erum því komin með ferða bakteríuna :) Gangi ykkur vel.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá íbbi » 25.jan 2013, 10:09

magnað ferðalag.

bestu lukku með restina af því :)
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá lecter » 25.jan 2013, 14:47

endilega farið varlega þið eruð ,,,peningur ,,, ég vinn stundum i Mexico i supplay skipum sem eru i mexico flóanum ,,
ég for 2 ferðir á siðasta ári ,,, og við vorum með vopnaðaða verði til og frá skipinu og á kvöldin var bannað að fara af hótelinu ,, þar sem okkur gat verið rænt .. td þegar við lentum á flugvellinum i Tampico spurði ég afhverju svona margir hermenn og lögregla væri svona sýnileg ,er eithvað i gangi,, , túlkurinn sagði já hvernig sérðu það ,, ég sagði að ég hef verið oft áður i mexico ,,, (ég átti konu frá mexico i 16 ár og 2 börn með henni ) ... til gamans tók ég mynd af einum lögreglu bilnum af þvi að hann var með gat á hurðini eftir byssu kúlu ,,, svo seinna for ég til veracruz þar fundust 30 hauslaus lik á ströndini þegar við vorum búinn að vera þar i viku og einn morguninn þurftum við að klofa yfir lik á gangstettinni við hotelið á leið út i bil það var bara ekki búið að taka likið svo snemma morgunns ,,, svo til ykkar einga sénsa ekkert úti eftir 6 þó að myrkur kemur kl 8

en endilega smakkið Mole kjúlla i súkkulaði sósu og 40 mismunandi krydd

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá hobo » 25.jan 2013, 16:40

Ég fór einu sinni í rútuferð frá Cancun að skoða Chichen Itza píramídana. Mjög flott. En varðandi þennan dropasteinshelli sem þið skoðuðuð, ég skoðaði líka helli í þessarri ferð en aðalmálið þar var að fyrst komum við að einmana eldgömlu tréi, svo sá maður ræturnar hverfa ofan í svarta holu. Svo vorum við leidd aðeins frá og að tröppum sem lágu ofan í jörðina og opnaðist þá þessi svaka geimur og þá sá maður ræturnar örugglega 15m lóðrétt ofan í tæra uppsprettu. Það hefur verið eitthvað annað eða hvað?

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Hfsd037 » 25.jan 2013, 18:50

Magni81 wrote:Skítt með þennan úthleypibúnað ;) hehe ég væri til í að vita meira um þetta ferðalag. Eruði í bakpokaferðalagi? einhverjar fleiri myndir?


X2

þetta er eitthvað sem maður væri til í að prufa :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Óskar - Einfari » 26.jan 2013, 00:41

Hérna eru nokkrar myndir í víðbót af bílum í Playa del carmen, cancun og golfbílastemningunni í Isla Holbox.

Image
Playa del carmen

Image
Playa del carmen

Image
Flottar veltigrindur á tveimur pikkum í cancun, gerðar úr rörafittings :)

Image
Isla Holbox

Image
Isla Holbox

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá lecter » 27.jan 2013, 16:05

svona fyrir ykkur sem ekki hafa komið til Mexico ,, og langar að upp lifa stemningu ,music, storkostlegt manlif og menningu ,frábærann mat, og drikk ,
http://www.youtube.com/watch?v=UCEmgURjRBo

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Óskar - Einfari » 30.jan 2013, 17:20

Erum komin til Antigua í Guatemala núna. Er aðeins farinn að sjá þennan úrhleypibúnað aftur. Sá þetta í gæt á litlum rútukálfi. Maður er aðeins farinn að sjá breytta bíla hérna samt ekkert stærra en 35". Sá einn V6 Hilux hérna á 35" með einhverri bolt on klafasíkkun. Sá einn Suzuki Samurai hérna merktur 1.9TD... vissi ekki að þeir hefðu verið til með dieselvélum :)

Image

Image

Image

Image

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá lecter » 30.jan 2013, 17:46

næst getur þú spurt afhverju þetta er notað mér finst liklegt að þetta se framleitt i mexico

findu út nafnið á þessu


jobbi46
Innlegg: 12
Skráður: 29.jan 2013, 15:29
Fullt nafn: Jósef Hólmjárn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík.

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá jobbi46 » 30.jan 2013, 22:19

Takk fyrir flottar myndir og góða ferð.

Eru menn ekki orðnir tvífarar. :)

Dótið er frá Braz. : http://www.capanema.com.br/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Úrhleypibúnaður í Mið og Suðurameríku

Postfrá Óskar - Einfari » 31.jan 2013, 01:32

Vorum aðeins á rölti í dag hérna í Antigua, smellti nokkrum myndum af bílum sem mér þóttu áhugaverðir :)

Image
Guatemala Chicken Bus, flestir eru orðnir doldið hressilega sjúskaðir en einn og einn lýtur vel út

Image
LandCruiser Pallbíll

Image
LandCruiser Pallbíll

Image
Unimog

Image
Unimog

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur