Þegar að ég var að ferðast um Suður Ameríku fyrir nokkrum árum sá ég doldið af flutningabílum með einhverskonar utanáliggjandi úr/íhleypibúnað. Ég í einfeldni minni þá hugsaði með mér "hmm sniðugt, þeir eru með þetta til að jafn þrísting á fjallvegum" enda eru sumir vegirnir í Suður Ameríku mjög, mjög hátt uppi. Ég var svo mikill klaufi að taka ekki mynd af þessu þá. Nú er ég að ferðast um Mið Ameríku og er að sjá þennan sama búnað á sumum strætóum og rútum hérna á láglegndinu þannig að ég veit ekki alveg til hver þetta er notað. Allaveg, ég smellti mynd af þessu núna, spurning hvort að þetta nýtist okkur eitthvað hérna á klakanum. Ef þetta er gert fyrir bíla í atvinnuakstri hlýtur þetta að endast eitthvað.
Ég sá eiginlega mest af þessu í Mexico

Kv. frá Isla Del Flores, Guatemala
Óskar Andri