Gangtruflun í Patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Gangtruflun í Patrol

Postfrá vidart » 19.jan 2013, 18:48

Ég er með '99 Patrol með 2.8 l vélina.

Þetta byrjaði þannig að ég var að keyra á jöfnum hraða og þá var bara eins og hann missti allt afl, svo drapst á honum eftir nokkrar sekúndur.

Ég gat komið honum aftur í gang en það þurfti að snúa honum lengi áður en hann fór í gang og þá var gangurinn ótraustur, lýsti sér eins og bíllinn vípraði aðeins.

Ég gat þá keyrt í kannski 1-2 mínútur og aftur missti hann afl og þá gat ég komið honum aftur í gang með að kúpla inní gír og þá fór hann aftur í gang.
Hann virðist halda sér í gangi ef hann er bara stopp í hægagangi.
Ég gafst síðan uppá þessu og hætti að reyna að koma honum í gang.

Hafa menn einhverja hugmynd um hvað þetta getur verið?




andrijo
Innlegg: 111
Skráður: 22.aug 2011, 14:37
Fullt nafn: Andri Johnsen
Bíltegund: Patrol 35"

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá andrijo » 19.jan 2013, 18:52

Hráolíusía?


Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá vidart » 19.jan 2013, 19:00

andrijo wrote:Hráolíusía?


En mundi það þá bara byrja allt í einu, enginn aðdragandi?


andrijo
Innlegg: 111
Skráður: 22.aug 2011, 14:37
Fullt nafn: Andri Johnsen
Bíltegund: Patrol 35"

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá andrijo » 19.jan 2013, 19:03

Ég þori ekki að fara með það, datt þetta bara í hug, þ.e. að það væri einhver tregða í eldsneytiskerfinu fyrst hann gengur lausaganginn en ekki meira.
Örugglega samt einhverjir snillingar hér sem geta komið með uppástungur um hvað gæti verið að:)

gangi þér vel með þetta

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá jeepson » 19.jan 2013, 19:10

Byrjaðu á að skipta um hráolíu síuna og sjáðu hvað gerist. Það borgar sig að skipta um þær einusinni til tvisvar á ári. Ég hef reynt að hafa það sem reglu að skipta um seinni part hausts. sept/okt.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá vidart » 19.jan 2013, 23:14

Er eitthvað mikið mál að skipta um síuna sjálfur?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá Izan » 19.jan 2013, 23:18

Sæll

Ég myndi leita að olíuleka því að mér finnst þetta hljóma eins og hann sé að draga sér loft í olíukerfið.

Kv Jón Garðar


bubbij
Innlegg: 4
Skráður: 19.jan 2013, 22:09
Fullt nafn: Friðbjörn Jósef Þorbjörnsson
Bíltegund: Hilux 3L

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá bubbij » 20.jan 2013, 14:29

Sæll
Gæti verið stífluð sía eða stíflað úr tank, veit um nokkur svona dæmi, vélarnar gengu fínt í hægagangi og lítilli gjöf en um leið og þeim var gefið hressilega í svolítinn tima þá drápu þær á sér. Einfaldast er að byrja á síunni ;)

Kveðja Bubbi

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá HaffiTopp » 20.jan 2013, 16:04

Er þetta 3ja lítra vélin? Er olíuverkið ekki bara að kveðja þennann heim?


Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá vidart » 20.jan 2013, 16:45

HaffiTopp wrote:Er þetta 3ja lítra vélin? Er olíuverkið ekki bara að kveðja þennann heim?


Þetta er 2.8 lítra vélin.

Vona að það sé hráolíusían eða kertin, vona helst að það sé ekki olíuverkið.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá jeepson » 20.jan 2013, 17:59

HaffiTopp wrote:Er þetta 3ja lítra vélin? Er olíuverkið ekki bara að kveðja þennann heim?


Varðandi olíuverkið í 3gja lítra bílnum. Þá heyrði ég að það hafi verið búið að dæma 3 verk ónýt á Ísafirði. Og reyndar það fjórða líka sem að er í björgunarsveitarbíl á Suðureyri. Þeir settu 3 eða 4 brúsa af spíssahreinsir í tankinn og það snar lagaðist. Og hefur virkað fínt síðan. Það er kanski spurning fyrir þá sem eru með 3gja lítra vélina að prufa þetta fyrst. Allavega er þetta ódýrari kostur en annað verk. En það er ekki þar með sagt að þetta virki á alla 3gja lítra vélarnar. En það kostar ekki mikið að prufa fyrst áður en menn fara útí það að skipta um verk.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá Startarinn » 20.jan 2013, 18:05

vidart wrote:
Vona að það sé hráolíusían eða kertin, vona helst að það sé ekki olíuverkið.


Þú getur útilokað kertin, þau breyta engu eftir að bíllinn er orðinn heitur

Voru ekki einhver olíuverk með litla síu á inntakinu sem hefur verið til vandræða?
Spurning hvort það er eitthvað svoleiðis á þessu verki
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá HaffiTopp » 20.jan 2013, 18:44

Settu hann í gang kaldann og láttu hann ganga þar til hann drepur á sér (ef hann þá gerir það á annað borð). Pumpaðu þá upp á hráolíudælunni þangað til verður stíft að dæla og settu hann svo aftur í gang. Ef hann er góður í gang miðað við venjulega þá er einhverstaðar olíutregða eða leki.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá HaffiTopp » 20.jan 2013, 19:10

HaffiTopp wrote:Pumpaðu þá upp á hráolíudælunni


átti náttúrulega að vera hráolíusíunni


Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá vidart » 21.jan 2013, 18:32

Ekki var það hráolíusían, núna er veðjað á glóðakertin og gat á olíuleiðslunni.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá Navigatoramadeus » 22.jan 2013, 10:58

einsog hefur komið fram þá skipta glóðarkertin engu máli eftir að mótorinn er kominn í gang (ef hann dettur í gang eru þau góð).

prófa að taka lögnina frá tanki (í húddi) og setja þar inn olíuna og ef hann gengur fínt á því eru það lagnir.

annars rámar mig í að það sé skynjari á olíuverkinu sem hafi verið með stæla á sumum 2,8, prófaðu að tala við Vélaland varðandi það, í umboðinu var bara í boði að fá allt verkið.


Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gangtruflun í Patrol

Postfrá vidart » 22.jan 2013, 18:55

Kom í ljós að það var gat á olíuleiðslunni. Það var líka löngu kominn tími á hráolíusíuna og núna er hann sprækari í gang og í akstri og allt telur þegar maður er með 2.8 lítra vélina.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur