Um er að ræða Dodge Ram 1500 sem að var upprunalega með 318 og RH47 skiptingu, 318 rellan hefur svo gefist upp á leiðinni e'h staðar þessa 170.000km sem að trukkurinn er ekinn og verið settur saman mótor með 360 blokk og 318 toppnum, þetta virkaði svona þrusuvel á 35" en eyddi alveg heilum lifandis ósköpum....
Þannig að ég tók þá ákvörðun að hjartað yrði slitið úr og skipt yrði um blóðflokk enda er bensín ekki minn tebolli og diesel hentar betur þegar að maður getur brennt svo gott sem öllum grút sem að hægt er að finna :)
Þessi della byrjaði nú samt ekki öll hérna, því að upprunalega vantaði mér dráttarbíl í einum grænum til þess að fara með BMW sem að ég átti á bíladaga 2010 og þá var verslaður í snatri Dodge Ram 2500HD með Cummins mótor, sá var frekar latur enda bara um 215hestöfl eins og hann kom úr beljunni.
Ég var þó alkunnur olíuverkinu góða sem að var af tegundinni BOSCH P7100 og kunni eitt og annað bragð til þess að auka við aflið, þannig að fyrsta verkefni var að opna AFC hausinn á verkinu og taka skömmtunarplötuna úr, henni var síðan breytt í plötu #100 og hún sett í aftur... AFC húsið tekið og sett 15psi loft inn á það og stillt þannig að á þeim þrýsting kæmi nóg eldsneyti, waste-gate-inu lokað og út að rúnta...
Við þetta jókst aflið til muna og get ég tekið að mér svona breytingar fyrir menn ef að þeir vilja og treysta sér ekki sjálfir...
Mönnum er einnig velkomið að skutla heilu mótorunum til mín til upptektar og tjúningar, en þetta kostar alltsaman peninga...
Ég treysti mér til þess að smíða allt frá einföldum 300hp uppsetningum og allt að 1000hp race mótora ef að menn kæra sig um..
Hér koma nokkrar myndir af ferlinu hjá mér...
Svona leit durgurinn út sem að var rifinn í verkefnið:
Svona lítur durgurinn út sem að kramið er svo í:
Rauði "COAL TRAIN" með 360 kramið á leiðinni úr:

Þarna er svo Cummins rellan komin á standinn og búið að rífa aðeins utan af henni:

Búið að opna, ég klikkaði nú á að taka myndir en eftir 476.000 mílur mátti enn sjá hónför í "slífunum":

Hérna má sjá hvernig olían hefur sprautast upp úr skálinni, en þetta gerist þegar að spíssarnir sprauta undir of lágum þrýsting (POP pressure too low):

Þessir stimplar eru svokallaðir ISB stimplar og eru notaðir í pallbílana hjá Dodge, Marine stimplar eru með stærri móttökuskál en þessir standard stimplar duga vel fyrir 800hp, jafnvel meira ef að menn passa upp á drive pressure...
Hérna er búið að steam-rolla vélina og mála blokkina, slífarnar/cylindrarnir virðast vera tærðir en það er vegna þess að vélin var gufu/þrýsti þvegin þetta skolast út með tæringarleysir sem að síðan var flushað af vélinni:

Hérna er megnið komið saman, COLT ásinn kominn í, heddið komið á með stífari ventlagormum og 12.9 heddboltar í heddið í stað 10.8 sem að er orginal:

Ég ætla að sjá hvernig þetta kemur út, ég hef ekki orðið var við neitt vatnstap ennþá né ofhitnun, þannig að ég býst við að kælikerfið anni aflinu og einni býst ég passlega við að heddboltarnir haldi (7-9-13) ef að þetta spýtir svo undan sér pakkningunni þá verður fjárfest í ARP pinnboltum og draslið klemmt vel saman...
Málningarhornið, hér er verið að klína ReinOrange litnum á dótið, en uppi eru hugmyndir um að mála trukkinn seinna í þeim lit og vagnlestina líka:

RAL2004, ReinOrange:

Mótor kominn ofaní, þarna á eftir að raða lúmminu á hann og þarna var ekki búið að mála alternator festinguna né kælivatns-stútinn:

Þetta rétt sleppur:

Mock-up cold-pipe, til að prófa, þetta hefur síðan verið betrumbætt og ég set inn myndir fljótlega eftir að það verður búið að mála og gera fínt:

Þessa hafið þið séð áður, en þetta eru kuðungarnir tveir:

Menn mega segja álit sitt hér, mest hefur farið 5,8bar boost í gegnum dótið...
Það var því miður bara eitt rönn og ég varð var við skringilegt "brothljóð" þegar að það átti sér stað, stöðvaði og yfirfór ALLT, ekkert virtist vera að svo að við félgarnir tókum þann pól í hæðina að HX60 dýrið hefði ekki verið rétt balancerað og skoðuðum það, hún virtist vera með aðeins meira slag en eðlilegt þætt svo að boostið/fuel var minnkað þannig að hún blési um 1,3bar minna og þá voru engin óhljóð... svo kom hvellur og ískur og svo virðist vera sem að hún hafi fræst úr compressor húsinu og dælt "fræsinu" inn í HX40 með þeim afleiðingum að Compressor spaðarnir í HX40 eru lítillega skemmdir...
Á meðan tók ég HX60 úr umferð, og er að keyra með single HX40W...
Áætluð hestöfl með allt í standi 750WHP & 2200-2350Nm, áætlað eins og hann er núna 450WHP & 1700-1800Nm.
Búið er að panta nýtt Super 40 Compressor hjól og upptekningarsett fyrir HX60, nú er bara að vona að það sé tími fljótlega hjá Vélasölunni eða Blossa til þess að kíkja á þetta dót fyrir mig og balancera þetta 100%...
Þá kannski fáum við að sjá 6bar ;)
Með kærri JEPPAkveðju,
Viktor Agnar Falk Guðmundsson