Sælir
Er með daihatsu ferozu og er að velta fyrri mér hvað sé æskilegt að setja inní brettin að aftan sem hljóðdempandi einangrun. (situr í aftursæti, horfir til hliðar tekur innréttingaspjaldið af og þar er tómarúm yfir hjólaskálinni) var ekki með í huga að klístra einhverjum mottum í þetta heldur frekar eitthvað líkst steinull sem ég myndi bara "henda" þarna inn. Veit að bílasmiðurinn er með einhverjar svona mottur fokdýrar. Einhverjar aðrar hugmyndir?
TB
Einangrun
-
- Innlegg: 112
- Skráður: 19.jan 2012, 17:49
- Fullt nafn: Sigurður E Gíslason
- Bíltegund: Hilux Dc 38"
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
Re: Einangrun
Ég setti alvöru plötu í staðinn fyrir spjaldið, ull inní og bjó mér til nett hátalarabox. Var nú ekkert sérlega var við minna veghljóð.
Sigurður Einar Gíslason
Toyota Hilux 38"
Vestmannaeyjar
Toyota Hilux 38"
Vestmannaeyjar
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Einangrun
Í sumum tilfellum er gott að líma tjöruborða inní hurðir og afturbretti til að stífa þau af og minka víbring.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Einangrun
glerull er held ég betri i bila en steinull
Re: Einangrun
Mér finnst glerull vera vibbi...en það er bara ég kannski:)
http://rotor.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MjQwOCZwYXJlbnQ9MjQwMQ==
kv.
http://rotor.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MjQwOCZwYXJlbnQ9MjQwMQ==
kv.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Einangrun
Ég myndi ekki nota neina ull í þetta, það getur saggað milli ullarinnar og stálsins og allt ryðgað í klessu. Helst væri límt armaflex en það er andskotanum dýrara
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Einangrun
Hvernig væri að setja mottur eins og eru settar inn í brettakannta, og þá ekki inn í holrýmið heldur inn í brettið "dekksmeginn" ?
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Einangrun
jongud wrote:Hvernig væri að setja mottur eins og eru settar inn í brettakannta, og þá ekki inn í holrýmið heldur inn í brettið "dekksmeginn" ?
Það yrði örugglega ryðveisla vegna rakans sem safnast í eða undir svampinum
En þú þarft ekki nema eina mottu í brettin, maður þarf ekkert endilega að þekja flötinn af tjörumottum
tveir 20x20 bútar eru nóg til að dempa hljóðvíbringin frá heilu bílþaki, þú getur rétt svo ýmindað þér hvað þú þarft lítið í brettin.
Seinast þegar ég keypti mottur af bílasmiðinum þá seldi hann 30x60 mottur á 1500 kall, mig minnir að heil motta sé 60x60
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur