Upphækkun á wrangler

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Maddi
Innlegg: 68
Skráður: 25.aug 2010, 20:09
Fullt nafn: Marvin Einarsson

Upphækkun á wrangler

Postfrá Maddi » 30.aug 2010, 11:07

Sælir.
Nú er maður tiltölulega nýkominn með þessa jeppadellu og veit lítið.
Hvað get ég reiknað með að það kosti mig, ef ég kaupi mér óbreyttan Wrangler, að breyta honum fyrir 38" með öllum pakkanum bara.. gormum og dempurum og þessháttar.



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Upphækkun á wrangler

Postfrá jeepcj7 » 30.aug 2010, 20:09

Það er alveg vonlaust að segja til um það nema vita meira um málið.Það var verið að segja hérna á vefnum um daginn að A/T tæki 400.000 fyrir að setja fourlink og púða að aftan,það er örugglega ekki ódýrara að framan = 800.000
Þá er eftir að setja hlutföll og lása ca.2-300.000 í komið =1.0-1.1m.
Þá eru eftir dekk og felgur ca. 500.000.
Svo koma kantar 1-200 þús
Þannig að ef þetta er eitthvað sem þú þarft að láta gera fyrir þig og verslar flest nýtt í breytinguna ertu að tala um allavega 1.5 millur.
Svo er líka hægt að gera þetta mest eða allt sjálfur allt notað dót fyrir ca.3-500 þús.
Hvernig jeppa ertu annars með gormabíl 97on eða fjaðrabíl pre 97 ?
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Maddi
Innlegg: 68
Skráður: 25.aug 2010, 20:09
Fullt nafn: Marvin Einarsson

Re: Upphækkun á wrangler

Postfrá Maddi » 31.aug 2010, 01:03

Maður kæmi nú til með að reyna að gera flest allt sjálfur, hefði átt að taka það fram.
Og ég er ekki enn búinn að fjárfesta bíl en sá sem ég hafði augastað á er fjaðrabíll.
Takk kærlega fyrir þetta svar annars, það segir mér helling. :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur