Guðmundur heiti ég og er Suburban maður og er nú að fara í að breyta 36tommu Subba í 44 tomu bíl
Skift verður úr klafadótinu að framan í Dana 60 ,settur á gorma - Orginal hásinguni haldið að aftan sem er 14bolta GM semi floating,,,, fjaðrir undan og settur á loftpúða að aftan :)
Skorið úr brettum framhásing færð framar settir viðeigandi brettakantar og sett ný hlutföll sem henta 44 tommuni og læsingar til að harðlæsa öllu þegar á þarf að halda
bílnum verður breytt hjá renniverkstæði Ægis og er ekki alveg klárt með verkbyrjun og verklok en það fer að líða að þessu
hendi hér inn mynd af Bílnum eins og hann er í dag ,,,svo þegar verkið hefst vona ég að ég fái nú að fylgjast með verkinu og mynda framvinduna í því og koma með smá myndasögu eftir að Breytingum lýkur en bíllinn verður málaðu líka hvort sem það verður í beinu framhaldi af breytingum eða eftir vertíðina sem bíllinn verður í vinnu við á komandi sumri

My 4X4 Suburban 2500 by Gummi Falk, on Flickr