Kúpling neðarlega í Toyota


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Kúpling neðarlega í Toyota

Postfrá sukkaturbo » 02.jan 2013, 08:04

Sælir félagar og gleðilegt árið. Áfram í að safna upplýsingum um bilanir. Nú er ég að gera upp gamlan Toyota Dobulcab 1991 disel. Það sem er að hrjá hann er að kúpplinginn er að slíta alveg neðst eða við gólfið. Ég er búinn að skipta um vökvað og lofttæma og fannst mér hún koma aðeins upp við það. Enginn utan á liggjandi leki er sjáanlegur. Spurning er þetta þekkt bilun. Kúpplings diskur virðist ekki vera að gefa sig ekkert snuð og heldur vel. kveðja úr snjónum fyrir norðan Guðni
Viðhengi
DSC03640.JPG
DSC03641.JPG




villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Kúpling neðarlega í Toyota

Postfrá villi58 » 02.jan 2013, 09:32

Sæll!
Hefurðu skoðað rörið sem pedalarnir eru festir á, það hefur komið fyrir að suðurnar brotni þar sem endarnir koma út í hliðarnar og þá slítur neðarlega. Þetta er rörið sem er á bakvið mælaborðið.


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Kúpling neðarlega í Toyota

Postfrá juddi » 02.jan 2013, 11:47

Kúplings gaflar í sumum toyotum eiga það til að gefa eftir þar sem þeyr leika á kúluni í kúplingshúsinu
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Kúpling neðarlega í Toyota

Postfrá sukkaturbo » 02.jan 2013, 12:23

takk félagar athuga þetta og læt vita kveðja guðni


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Kúpling neðarlega í Toyota

Postfrá Heiðar Brodda » 02.jan 2013, 14:41

sæll þetta er svona hjá mér og mér var sagt að það sé gormur sem haldi petalinum uppi og hann sé farinn hef svo sem ekkert gert í þessu
kv Heiðar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Kúpling neðarlega í Toyota

Postfrá sukkaturbo » 02.jan 2013, 17:38

Sælir stakk mér undir mælaborðið og skoðaði þetta. Endaði á að taka pedalan úr og skoða gatið í honum sem er fyrir teininn sem gengur út úr kúpplingsdælunni. Í þessu gati er nylon fóðring sem ég lagaði til. Síðan lengdi ég kúpplingsteininn sem kemur út úr dælunni undir mælaborðinu með því að losa stopp ró lykill nr 12mm og skrúfaði eða lengdi teininn eins og hægt var án þess að hann dytti í sundur og setti saman og er allt eðlilegt núna. Fyrst skrúfaði ég of mikið í sundur og datt þá hausinn af en setti saman aftur skrúfaði svona þrjá hringi og stopp róna við og allt í góðu núna. Hreiðar gromurinn hefur ekkert með þetta að segja hann heldur bara kupplingsfetlinum þannig að hann skröllti ekki kveðja guðni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur