Dodge 360 neistavandamál


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Dodge 360 neistavandamál

Postfrá thor_man » 04.des 2012, 02:37

Mágur minn er með Dodge Van '88 með 360 mótornum, óbreyttur og lítið ekinn. Hann lenti í því í vikunni að tengja rafgeymi öfugt í honum, þ.e. geymirinn var í hleðslu og hann tók annan geymi en varaði sig ekki á að sá var með pólana öfugt staðsetta miðað við hinn. Það neistað vel þegar hann ætlaði að tengja hann og áttaði sig þá á hvernig var og tengdi rétt, en síðan kemur enginn neisti á kertin. Hvar er helst að leita að biluninni, er einhvert öryggi sem ver tölvuna eða hefur hún stiknað? Það ver ekki svissað á þegar þetta gerðist. Hafið ið einhverjar tillögur um hvað gæti hafa gerst?



User avatar

bennzor
Innlegg: 36
Skráður: 30.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Benedikt Bj. Kristjánsson
Bíltegund: '91 Explorer
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Dodge 360 neistavandamál

Postfrá bennzor » 04.des 2012, 15:04

svona bílatölva er hönnuð til að þola allann andskotann hvað svona varðar útaf því að það var bannað að setja öryggi á tölvuna, þótti ekki öruggt að ef það kæmi allt í einu há spenna, öryggið færi og bíllinn á ferð...

þótt að eflaust hafi eitthvað brunnið yfir þá fynnst mér ólíklegt að það sé tölvan sjálf, ertu búinn að mæla hvort það komi spenna inn á háspennukeflið?
er allavega það fyrsta sem ég myndi tjékka á, annars þekki ég þessa bíla/mótora ekkert...


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Dodge 360 neistavandamál

Postfrá sukkaturbo » 04.des 2012, 16:47

Sæll það er líklega ekki tölva í svona gömlum bíl. Gæti verið transistor kveikja. Ahugaðu hvort það kemur plús straumur á háspennukeflið. Svo gæti kveikjuheilinn hafa skemmst en tel það vafamál líklega er farið öryggi sem gefur straum inn á keflið getur prufað að beintengja þetta. kveðja guðni


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Dodge 360 neistavandamál

Postfrá Dodge » 05.des 2012, 10:02

Það ætti að vera tölva í svona bíl og TBI innspíting.
En það er samt magnetic pickup í kveikjunni sem á það til að gefa sig.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dodge 360 neistavandamál

Postfrá thor_man » 05.des 2012, 22:39

Takk fyrir innleggin og ábendingarnar, kem þessu áleiðis. Það er 4ra hólfa, sennilega Carter, blöndungur á vélinni, mágur minn talaði um tölvu en kannski á hann við transistorkveikjuna.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Dodge 360 neistavandamál

Postfrá Dodge » 06.des 2012, 12:32

Ef það er blöndungur á vélinni þá er væntanlega kveikjuheili sem lítur einhvernveginn svona út.
Image

Magnetic pickup í kveikjunni gefur signal til hans og heilinn gefur svo á hefðbundið háspennukefli.
Pickupið í kveikjunnni er eitthvað sem ég hef upplifað verða ónýtt all nokkrum sinnum hjá mér.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Dodge 360 neistavandamál

Postfrá thor_man » 29.des 2012, 18:05

Jæja, varla hægt að segja frá því en vandamálið reyndist vera laus kertaþráður, veit ekki nánar um það.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur