að setja vél i gang eftir 30 ár


Höfundur þráðar
lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

að setja vél i gang eftir 30 ár

Postfrá lecter » 28.des 2012, 06:17

flottir þessirgaurar,,,,, trukkurinn hefur ekki farið i gang i 30 ár og oliuverkið er fast i botni eins og skeður oft þegar vélar standa og ekkert hægt að gera nema forða sér áður en vélin springur eða kæfa loft intakið strax en motorinn át tuskuna ,viðbot tuskan fór i gólfið þaðer rétt munið þetta hafið varann á ef setja á gamlar velar i gang sem staðið hafa leingi
eg vinn við Diesel vélar i skipum þetta kemur stundum fyrir þar
http://www.youtube.com/watch?v=8M1o2rpO_JY

þessi lika
http://www.youtube.com/watch?v=3NRaqgab0_w
Síðast breytt af lecter þann 28.des 2012, 12:39, breytt 2 sinnum samtals.



User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: að setja vél i gang eftir 30 ár

Postfrá -Hjalti- » 28.des 2012, 06:40

fyrsta tuskan endaði á gólfinu sýnist mér.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


sean
Innlegg: 146
Skráður: 27.sep 2010, 15:54
Fullt nafn: Gunnar Sean Eggertsson

Re: að setja vél i gang eftir 30 ár

Postfrá sean » 28.des 2012, 11:26

Vélin fer á yfirsnúning vegna þess að þeir voru búnir að dæla startspreyi í loftinntakið.... gerði þetta einusinni á einhverri kia druslu og ég hélt að vélin færi úr bílnum þegar hún fór í gang, þvílík voru lætin

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: að setja vél i gang eftir 30 ár

Postfrá Sævar Örn » 28.des 2012, 12:10

ekki satt, þessi gamla 2gengis rella er með olíugjafaröxul sem gengur þvert um olíuverkið, þessi öxull á það til að festast, kallað "fuel rack freezing"


þessi fuel rack er í raun ekkert ólíkur magnskrúfu í nútíma olíuverkum ef ég skil rétt og færslan á honum er rosalega fín, og já ef þetta festist í botni er auðvitað ekkert að gera annað en loka fyrir loftið því ádreparinn er handvirkur og á að snúa þessum öxli, þ.e. bæði inngjöf og ádrepari tengjast honum


þetta er alls ekki óalgengt og alveg magnað hvað þessar gömlu tíkur hangast saman, tvígengis má ætla að þær nái allavega 8000 sn óhindraðar

http://www.youtube.com/watch?v=3NRaqgab0_w
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: að setja vél i gang eftir 30 ár

Postfrá lecter » 28.des 2012, 21:55

ja tuskan fór i golfið sá ekki strax hvað var i gangi þarna en ferlegt og sterssandi að lenda i þessu

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: að setja vél i gang eftir 30 ár

Postfrá -Hjalti- » 28.des 2012, 22:05

Þetta vill gerast reglulega í Kömbunum , nokkrir verið sóttir efst í brekkuna með steikta vél og bremsur.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: að setja vél i gang eftir 30 ár

Postfrá Sævar Örn » 28.des 2012, 22:54

já það vill gerast að vélar fari að ganga á eigin smurolíu, sérstaklega ef verið er að aka undir álagi í talsverðan tíma, á ssk díselbíl er ekkert hægt að gera nema reyna að stoppa og vera fljótur út og kæfa loftinntakið en flestir minni bílar, fólksbílar og jeppar geta nú bara gírað sig upp og kæft vélina


þetta er allavega eitthvað sem mig langar ekki að lenda í, pabbi hefur lent í þessu á traktor í sveitinni, Zetor 4911 og þá var farin sú leið að kúpla út aflúrtakinu stökkva út og rífa lofthreinsarann af og leggja lófann yfir, hann segir að á tímabili hafi virst sem svo að lófinn hafi ætlað að sogast inn um 2" rörið og sársaukinn rosalegur lengi á eftir

þá hafði ekki dottið í hug að setja í fimmta og höggva kúplinguna, spurning líka hvort það hefði dugað á traktor á þessum snúningshraða, á þessari vél var bilaður spíss sem olli því að sveifarhúsið nokkurnveginn fylltist af díselolíu, svo fór vélin að smita upp með hringjum þegar magnið var orðið talsvert og fór þá að ganga undir sjálfri sér
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur