Gangur í Grand Cherokee 2002
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Gangur í Grand Cherokee 2002
Datt í hug að spyrja ykkur hérna á jeppaspjallinu varðandi tikk í vélinni. Ég er ekki sá vitrasti þegar kemur að vélum og því óhræddur að spyrja aðra sem eru fremri en á því sviði.
Ég er með Grand Cherokee 2002 og tók eftir því að það er einhverskonar sláttuhljóð eða tikk hljóð í vélinni. Það eykst þegar ég er að gefa inn en minnkar þegar snúningurinn á vélinni minnkar.
Hér er myndband sem ég tók af vélinni, má heyra hljóðið finnst það koma frá tímareiminni.
http://www.youtube.com/watch?v=XlxwX1u6GeY
Hér er annað myndband sem ég tók þegar ég var á ferð upp ártúnsbrekkuna, en þá má heyra tikk hljóðið (hljóma eins og Indriði í fóstbræður ;) )
Það heyrist mjög lágt en það má heyra hratt tikk hljóð.
http://www.youtube.com/watch?v=g-KI-NqWTx8
Kv
Ég er með Grand Cherokee 2002 og tók eftir því að það er einhverskonar sláttuhljóð eða tikk hljóð í vélinni. Það eykst þegar ég er að gefa inn en minnkar þegar snúningurinn á vélinni minnkar.
Hér er myndband sem ég tók af vélinni, má heyra hljóðið finnst það koma frá tímareiminni.
http://www.youtube.com/watch?v=XlxwX1u6GeY
Hér er annað myndband sem ég tók þegar ég var á ferð upp ártúnsbrekkuna, en þá má heyra tikk hljóðið (hljóma eins og Indriði í fóstbræður ;) )
Það heyrist mjög lágt en það má heyra hratt tikk hljóð.
http://www.youtube.com/watch?v=g-KI-NqWTx8
Kv
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Er nóg af smurolíu á vélinni?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Já, var að kanna, nóg af henni.
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
1. gisk er að þetta sé stangarlega en annars hugsanlega stimpilbank, þó erfitt að segja til m.v. svona video. Minnkar þetta þegar hann hitnar eða er það óbreytt? Ef það minnkar bendir það frekar til stimpilbanks heldur en stangarlegu. Ef þú vilt máttu renna við hjá mér og ég skal hlusta á hann hjá þér. Er í vesturbænum í rvk. Sláðu á þráðinn í S: 661-2153 ef þú vilt.
P.S. Það er ekki tímareim heldur keðja...
Kv. Freyr
P.S. Það er ekki tímareim heldur keðja...
Kv. Freyr
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Takk fyrir Freyr ég mun taka þig á orðinu. Verð í bandi kannski á morgun eða eftir jól.
Kv
Hilmir
Kv
Hilmir
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Það er svipað tikk í mínum 99 bíl en það er bara þegar hann er kaldur, þvað var búið að segja mér að það gæti hafa kvarnast af stimpli eða eitthvað svoleiðis.
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Hljómar eins og ónýt undirlyfta.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Undirlyfta er það sem myndi kallast Lifters á enskunni góðu. Hef aðeins googlað þetta og það kemur mjög oft upp að "lifters" sé farið.
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Það eru vökvaundirlyftur í þessum bíl og stundum springa þéttingar inn í þeim og þá leggjast þær saman, samt sjaldnast meira en ein í einu og þá eru þær bara ónytar. Stundum rifna bara aðeins þéttingarnar í þeim og þá tikkar aðeins í þeim rétt fyrst þegar bíllinn er settur í gang, síðan fyllast þær af olíu og stilla sig rétta og þá þagnar í þeim. Samt ekkert hægt að gera við þær. það verður alltaf að skipta um þær.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
hvernig er það, þegar skipt er um svona lyftur, þarf að rífa upp heddið eða er nóg að taka ventlalokið af?
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
sæll ég er vélvirki med jeep dellu ...svona 4L vél verður að taka heddið af til að ná undir lyftum upp og fáðu lánaða undir lyftu taung til að ná þeim upp,,(þær eru oft svo fastar ) ef að það er finn smur þrystingur en á velinni þá held ég að undirlyfta se farin og oft er knastásinn slipaður niður og botninn úr undirlyftuni farinn ,,,, það er sterkur kjallari i þessari vel og á ekki á ekki að vera farinn undir 300,000km en ef þú færð notaðan knastás verða allar undirlyftur að fara á sama stað ,,, ,,,nýtt er best og fá alltaf nýan timagir ,,,,hver gráða sem hann er slitinn er 1liter meira i eiðslu ,,,,og taktu kaldasta knastásinn med mesta torkið þessi eiðir alveg nóg fyrir ,, ég á svona bil
til að finna slagið i timagir er best að snúa dampernum sem er neðsta reimskifu hjólid á vélinni þar finnur þú slagið og ef vélin er á núll gráðu sérðu graðurnar bara ð telja ,, geðu það áður en þú opnar velina en fint að gera þetta þegar vatnskassinn er kominn úr þá er fint pláss grillið fer úr lika til að geta dreigið knastásinn úr og nýa i
svo færðu pasta til að setja á knastinn á ásnum til að tilkeára inn ..drive in oil lesa um það annars endist hann ekkert
gangi þer vel
til að finna slagið i timagir er best að snúa dampernum sem er neðsta reimskifu hjólid á vélinni þar finnur þú slagið og ef vélin er á núll gráðu sérðu graðurnar bara ð telja ,, geðu það áður en þú opnar velina en fint að gera þetta þegar vatnskassinn er kominn úr þá er fint pláss grillið fer úr lika til að geta dreigið knastásinn úr og nýa i
svo færðu pasta til að setja á knastinn á ásnum til að tilkeára inn ..drive in oil lesa um það annars endist hann ekkert
gangi þer vel
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
takk fyrir, nú þarf bara að láta skoða hvort þetta séu undirlyfturnar sem er líklegt.
Það er ekki fræðilegur að ég ætli að fara rífa þetta allt í sundur, finn einhvern til að gera það fyrir mig.
takk fyrir svörin.
Það er ekki fræðilegur að ég ætli að fara rífa þetta allt í sundur, finn einhvern til að gera það fyrir mig.
takk fyrir svörin.
-
- Innlegg: 8
- Skráður: 04.jún 2012, 19:15
- Fullt nafn: Logi Huldar Gunnlaugsson
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Grandarinn minn hljómaði mjög svipað (reyndar 4.7 vél). Pústfráreinin vinstra megin reyndist hafa losnað. Þurftið að taka hana af, plana og skella aftur í (með nýjum boltum auðvitað) og málið var dautt.
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Er ekki bara farin lega í einhverjum af hjólunum sem viftureimin snýr ?
Væri hægt að athuga með því að taka viftureimina af og ath hvort hljóðið hverfi !
Væri hægt að athuga með því að taka viftureimina af og ath hvort hljóðið hverfi !
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Mér finnst þetta hljóð koma innarlega úr vélarrúminu, ekki við viftureimina eða greinina.
Ef þetta eru lyftur þarf þá ekki að rífa heddið af.
Best að finna viðgerðarmann.......
Ef þetta eru lyftur þarf þá ekki að rífa heddið af.
Best að finna viðgerðarmann.......
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Ég var að lesa að þetta svona hljóð gætu komið frá einhverju sem heitir á ensku "flexplate" er ekki nógu vel að mér að vita hvað það er á íslensku en greinilega eitthvað tannhjól ;)
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Flexplatan er plata sem er boltuð aftaná sveifarásinn og svo boltast converterinn aftan á þessa plötu sem svo gengur inn í skiptinguna og snýr henni,ytri hringurinn á þessari plötu er svo tenntur (startkrans) og í þær tennur grípur startarinn.
Til að eiga eitthvað við þetta þarf vélin að fara uppúr eða skiptingin niður.
Til að eiga eitthvað við þetta þarf vélin að fara uppúr eða skiptingin niður.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Komin niðurstaða, Brotin stimpill, ný vél.
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
hvað er þessi bíll ekinn?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 32
- Skráður: 05.des 2012, 09:12
- Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: Gangur í Grand Cherokee 2002
Hann er bara ekin rétt um 200 þús, en ég fór og fékk annað álit og nú er verið að skipta um stangarlegu ætti vonandi að skríða á götuna innan skamms.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur