góðan dag
Hverjir eru með gott úrval af festingum sem hægt er að nota í farangursrými ?
Ég er annars vegar að leita eftir krókum sem hægt er að leggja alveg flata í gólfið þegar þeir eru ekki í notkun og hins vegar hönkum/krókum/lykkjum sem hægt er að bolta fastar í td hjólaskálarnar mínar að innanverðu.
Tek líka fagnandi öðrum hugmyndum um festingakerfi eins og brautir oþh og ef einhver á myndir af sniðugum hugmyndum eða útfærslum, endilega pósta þeim hingað inn.
Þetta er í Cherokee XJ og markmiðið er að geta fest niður kassa og dót í skottinu svo ég geti keyrt í loftköstum á fjöllum án þess að allt sé á fleygiferð :)
Festingar í farangursrými
Festingar í farangursrými
Síðast breytt af AgnarBen þann 17.jan 2012, 17:03, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 205
- Skráður: 31.jan 2010, 23:00
- Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
- Bíltegund: Y60 Patrol 38"
- Staðsetning: Húsavík
- Hafa samband:
Re: Festingar í skott
Eru ekki orginal festiaugu í Cherokee??? mig minnir endilega að það hafi verið í gamla mínum,,,eru allavega í Grand
Re: Festingar í farangursrými
Jú það voru tvær aftarlega í gólfinu en þær eru horfnar úr mínum. Kannski væri bara sniðugt að skrúfa þetta úr td gömlum Patrol, þe gólffestingarnar, ná sér svo í lengri bolta og setja ró og skinnu neðan frá .....
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: Festingar í farangursrými
ég myndi athuga eins og elingsen , nú eða bara hafa kóaran í skottinu að passadóttið
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
Re: Festingar í farangursrými
Það er til úrval af svona í bílasmiðjum í passlegum stærðum, er með nokkrar lykkjur frá þeim í mínum cherokee og ætla að bæða a.m.k. 2 stk. við.
Freyr
Freyr
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Festingar í farangursrými
Í Nissan Sunny station voru voða fínir niðurfellanlegir krókar.
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Festingar í farangursrými
Ég hef oft keypt í festingadeildinni í Byko svokölluð skúffuhandföng. Galvenseruð ílöng ferkantuð 8cmx5cm plata með upphækkaðri miðju eftir henni endilangri. Upphækkunin leggst ofan á ferkantaðan tein. Einn galli að það þarf að sjóða saman teinin til að auka styrkinn þar sem hann liggur undir plötunni. Lít ekki á annað en þetta sem gólfestingu enda einfalt - liggur lágt - sterkt (eftir samsuðu) og frekar ódýrt.
Re: Festingar í farangursrými
Keypti í Bílasmiðnum svona festingar á 286 kr. stykkið og skrúfaði í gólfið hjá mér.


Re: Festingar í farangursrými
Það voru svona brautir eins og hjá AT bara lengr á útsölu hjá N1 um dagin
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Festingar í farangursrými
já góður þráður hér ... festa allt niður í gólf ,,, kassa og farangur tala nú ekki um spil og loft dælur ,, sem þurfa að vera i sér smiðuðum festingum ef geymt er inn i bilnum
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur