Veturinn 2010-11

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Veturinn 2010-11

Postfrá frikki » 10.aug 2010, 23:02

mig langar að spyrja menn og konur hvort þið ætlið eitthvað að ferðast í vetur.
það blessaða ár 2007 þurfti umferðarljós uppi á hálendinu í góðu veðri en hefur hrakað siðan þ.e.a.s umferðin á hálendinu skiljanlega.
það er ekki eins og það vanti jeppana það sást á eldgosinu(turistagosinu).
það var sorglegt að fara upp á jökla íslands siðasta vetur í geggjuðu veðri logni og sól og 360 gr útsyni.
dag eftir dag helgi eftir helgi mánuð eftir mánuð sást ekki bíll.sorglegt.

hvað ætla menn að géra nú í vetur ?????????.
kv
Frikki.


Patrol 4.2 44"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Brjótur » 10.aug 2010, 23:33

Jú jú það skal ferðast næsta vetur, en síðasta vetur vantaði bara allann helv...snjó,
en hann kemur í vetur;)

kveðja Helgi

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá JonHrafn » 11.aug 2010, 07:02

Það verður ferðast eins mikið og buddan leyfir.

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá frikki » 11.aug 2010, 10:29

Helgi fullt af snjó á vatnajökli ;)
Patrol 4.2 44"


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Kalli » 11.aug 2010, 12:02

Maður sá óvenju lítið af jeppum seinasta vetur, en auðvitað verður vonandi farið oftar á fjöll í vetur. :O)

kv. Kalli
Síðast breytt af Kalli þann 02.okt 2010, 19:22, breytt 2 sinnum samtals.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Sævar Örn » 11.aug 2010, 12:31

Ég ætla að fara færri ferðir í vetur heldur en fyrra vetur en þá var farið amk 2-3 í mánuði en nú kannski 1 sinni í mánuði og fara þá frekar helgarferðir eða vikuferð og fara þá almennilega og gista í skálum og njóta þess almennilega að fara á fjöll, orðinn svolítið þreyttur á að fara bara í dagstúra og vera keyrandi frammá nótt heim í bæinn :)

Annars eru dagstúrar líka á dagskrá og um leið og frjósa og snjóar almennilega er þúsundvatnaleið á dagskrá á súkkuni og athuga hvernig hún fer með árbakka, reyna að stúta sem flestum stuðurum svo ég geti afsakað mér nýsmíði á alvöru rörastuðurum, enda stuttur bíll :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá frikki » 12.aug 2010, 16:42

já vonandi sé ég ykkur á fjöllum í vetur.
Patrol 4.2 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá jeepson » 12.aug 2010, 20:56

Ætli maður reyni ekki að jeppast eitthvað hérna í vestrinu í vetur, ef það verður einhver snjór.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


garnett91
Innlegg: 42
Skráður: 20.júl 2010, 22:06
Fullt nafn: Atli Fannar Skúlason

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá garnett91 » 12.aug 2010, 21:51

Ég ætla reyna að fara einhverjar ferðir en ég er algjör nýbyrjandi í þessum jeppa bransa. Ég vona að fólk verði duglegt við að auglýsa ferðir hérna á síðunni svo maður geti farið í samfloti með einhverjum reyndum og lært af þeim. :)


Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Andri M. » 14.aug 2010, 21:45

sjálfur er eg algjör byrjandi, og nýbúinn að fjárfesta í jeppa, þannig að væri gaman ef maður gæti fengið að koma með í einhverjar ferðir, læra aðeins inn á þennan bransa

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Hansi » 15.aug 2010, 17:58

Það má auðvitað benda nýju jeppafólki á Litlunefdarferðir ferðaklúbbsins 4X4
"Litlanefndin mun standa fyrir dagsferðum, einusinni í mánuði í allan vetur, eins og undanfarin ár. Fyrsta ferð Litlunefndar verður haustlitaferð í Þórsmörk, 25. september n.k."
Þessar ferðir algjör snilld, fór með nokkrum sinnum í fyrra og lærði fullt. Fer pottþétt með aftur ef ég næ að fá mér jeppa fyrir veturinn.


garnett91
Innlegg: 42
Skráður: 20.júl 2010, 22:06
Fullt nafn: Atli Fannar Skúlason

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá garnett91 » 15.aug 2010, 19:30

já það er mjög sniðugt en er þórsmerkur ferð ekki frekar easy ? hef reyndar aldrei farið að vetri til þannig kannski svoldið erfiðara þá. :D

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Einar » 16.aug 2010, 00:01

Þórsmerkurferð getur verið frá því að vera sunnudagsbíltúr á fólksbíl upp í að vera lífshættuleg glæfraferð. Mörkin ætti aldrei að vera flokkuð sem "easy", það hafa of margir látið lífið eða verið hætt komnir á því svæði til að flokka hana þannig.

User avatar

joisnaer
Innlegg: 483
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá joisnaer » 16.aug 2010, 01:41

ég ætla nú að reyna að ferðast sem mest í vetur.

samt er ég búinn að segja þetta síðustu 3 árin, og yfirleitt kemur alltaf eitthvað uppá sem fær mann til að hanga í skúrnum yfir helgar og bíða eftir að heyra ferðasögur á sunnudagskvöldin þegar fólk kemur heim....
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Stebbi » 16.aug 2010, 12:32

garnett91 wrote:já það er mjög sniðugt en er þórsmerkur ferð ekki frekar easy ? hef reyndar aldrei farið að vetri til þannig kannski svoldið erfiðara þá. :D


Það er mjög gaman að fara inní mörk þegar að það snjóar hressilega, það getur verið allt frá því að vera rennerí og uppí það að vera stanslaust basl. Það er td. mjög gaman að fara efri leiðina við lónið þegar er þungfært þarna.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Brjótur » 16.aug 2010, 17:18

það verður nú að öllum líkindum lítill snjór í mörkinni í september :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá Sævar Örn » 16.aug 2010, 20:17

Það er engin efri eða neðri leið lengur, allt orðið slétt
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá frikki » 18.aug 2010, 08:19

þetta verður vonandi geggjaður vetur í allastaði og endilega auglysa ferðir hérna á síðunni.
Patrol 4.2 44"

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá frikki » 29.aug 2010, 18:36

eru menn farnir að huga að bílunum fyrir veturinn.
Patrol 4.2 44"


danfox
Innlegg: 48
Skráður: 01.feb 2010, 06:19
Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
Bíltegund: Lexus IS 250

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá danfox » 29.aug 2010, 19:04

Auðvitað, Old Man Emu gormar og demparar komið undir, nýjar fóðringar í afturstífur, ný olía á drifum, vél, millikassa og skiftingu.

5 gallon loftkútur komin í hús og eitthvað fleira.

Kv Siggi M

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá hobo » 29.aug 2010, 19:10

Ég ætla að skella 33" dekkjunum sem ég var að kaupa undir súkkuna og stefna á Langjökul.
Einnig er takmarkið að ferðast sem mest í vetur. ..vitaskuld

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá gislisveri » 30.aug 2010, 21:56

Nýtt stóð í hesthúsið, nýr fjaðurbúnaður og hugsanlega aðeins stærri dekk. En það stendur til að nota þetta rusl í vetur, ekki spurning.

User avatar

Höfundur þráðar
frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá frikki » 31.aug 2010, 12:38

Ef menn ætla í einhverja túra þá endilega láta vita hér á siðunni.
Patrol 4.2 44"

User avatar

gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Veturinn 2010-11

Postfrá gudlaugur » 02.okt 2010, 19:02

Stefni á að fá mér jeppa fyrir veturinn,,,, Stefnt er á 35",, held að það sé alveg fínt til að byrja með þar sem þetta verður einnig eini bíllinn á heimilinu. Er einmitt búinn að vera að skoða og lesa f4x4 og ætla mér að kikja með í "litlunefndarferðir" í vetur ;)


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur