Tímareim!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Tímareim!
Sælir/ar. Það er komið að því að skipta um tímareim í 4runnernum mínum. Hverjir eru með bestu reimarnar?
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Tímareim!
umbodid hefur bestu reimarnar og þarf ekki ad muna miklu á verdi
en allar adrar eiga ad duga
en allar adrar eiga ad duga
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Tímareim!
sammála. taktu orginal tímareim
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Tímareim!
Tímareim með srekkjara og hjóli er 33.þús í umboði, en þessi pakki er á 17.þús. í stillingu. Hvað er málið með þennan veðmun, getur einhver útskyrt það fyrir mér?
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Tímareim!
Ég tók reim í 2.4 hjá Nipparts (N1) hún kostaði ekki mikið, minnir að það hafi verið um 6 þús kall og hún gerði alveg sitt, entist í 80 þús km 2-3 ár.
En í dag mundi ég ekki hika við að láta orginal reim í vélina mína, hitt var meira svona í low budget tilraunaskyni þar sem lítið var í húfi.
En í dag mundi ég ekki hika við að láta orginal reim í vélina mína, hitt var meira svona í low budget tilraunaskyni þar sem lítið var í húfi.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Tímareim!
Orginal verður það. Þetta er alveg satt hjá ykkur, sumt af þessu after-market drasli lætur maður eiga sig. Takk fyrir svörin.
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Tímareim!
sammála með að taka orginal dót í þetta. Þú ert kannski að spara þér 10-15 kall með að kaupa ódýrara, sem er enginn peningur Þannig séð.
Maður á ekki að spara í tímareima skiptum finnst mér.
Maður á ekki að spara í tímareima skiptum finnst mér.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
Re: Tímareim!
Án þess að ég hafi einhverja sérstaka reynslu af þessum bílum, leyfi ég mér að mæla með tímareimum frá Gates (Stilling).
Þessar reimar koma orginal í mjög mörgum bílum og eru bæði vandaðar og á fínu verði.
Hinsvegar verður ekki deilt um það að það er alltaf öruggast að kaupa bara orginal.
Kv Gísli
Þessar reimar koma orginal í mjög mörgum bílum og eru bæði vandaðar og á fínu verði.
Hinsvegar verður ekki deilt um það að það er alltaf öruggast að kaupa bara orginal.
Kv Gísli
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Tímareim!
Ég keypti tímareimarsett með vatnsdælu frá búð sem heitir Partsdynosaur í USA í V6 hiluxinn hjá mér fyrir 5 árum, það er búið að vera alveg til friðs í bílnum þó mér þætti vatnsdælan ekki jafn traustvekjandi en sú sem ég fjarlægði.
Í þessu setti voru allar pakkdósir á knastása og sveifarás ásamt pakkningu fyrir vatnsdæluna með dælunni, þetta fékk ég á sínum tíma á sama verði og reimin og hjólin tvö kostuðu stök frá umboðinu.
Eins og áður sagði eru um 5 ár síðan en ekna kílómetra hef ég ekki hugmynd um, en tel það varla meira en 50 þús enda hiluxinn aukabíll
Í þessu setti voru allar pakkdósir á knastása og sveifarás ásamt pakkningu fyrir vatnsdæluna með dælunni, þetta fékk ég á sínum tíma á sama verði og reimin og hjólin tvö kostuðu stök frá umboðinu.
Eins og áður sagði eru um 5 ár síðan en ekna kílómetra hef ég ekki hugmynd um, en tel það varla meira en 50 þús enda hiluxinn aukabíll
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Tímareim!
Ef reim slitnar eftir 15þ er skýringin lýklegast annarstaðar en í framleiðslu reimarinnar, auk þess eru það oft á tíðum sömu fyrirtæki sem smíða reimar fyrir bílaframleiðendur og aftermarket, fæstir bílaframleiðendur smíða reimar, ég hef nú ansi oft skipt um tímareim og aldrey lent í vandræðum með ó orginal reim en 3 séð orginal VW reim sem ekki er komin á tíma né km tölu til að skipt sé um og litu þær vægast sagt ylla út og mun verr en aftermarket reimar sem voru eldri og með fleyri km í eins mótorum
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Tímareim!
Sammála Dagbjarti.
Hef aldrei séð neinn gæðamun á tímareimum og engin merki sérstaklega betri en önnur.
Toyota minnir mig að hafi oftast continental reim original og hún fæst "aftermarket" eflaust á betra verði en hjá umboði, þó er það ekki sjálfgefið.
Þetta með VW, og Opel líka sérstaklega er alveg kyngimagnað. Greinilegt að einhver óeðlilegur raki komist undir hlífina eða þá að höggin milli knastáss og sveifaráss séu svona mikil, allaveg er það alls ekki á það treystandi að keyra 90.000 km eða 5 ár eins og framleiðandi gefur upp.
Var nýlega að skipta um svona reim í VW sem var nýdottinn úr verksmiðjuábyrgð, þá ekinn 24000 km en 3 ára gamall...
Í sama bíl kom í ljós að útblástursventlar voru farnir að springa og verða óþéttir, enda var bíllinn yfirleitt seinn í gang, það kom þó ekki að sök í þessu máli enda bognuðu allir 12 ventlarnir...
...fáir bifvélavirkjar fá sér VW í daglega notkun :))
Hef aldrei séð neinn gæðamun á tímareimum og engin merki sérstaklega betri en önnur.
Toyota minnir mig að hafi oftast continental reim original og hún fæst "aftermarket" eflaust á betra verði en hjá umboði, þó er það ekki sjálfgefið.
Þetta með VW, og Opel líka sérstaklega er alveg kyngimagnað. Greinilegt að einhver óeðlilegur raki komist undir hlífina eða þá að höggin milli knastáss og sveifaráss séu svona mikil, allaveg er það alls ekki á það treystandi að keyra 90.000 km eða 5 ár eins og framleiðandi gefur upp.
Var nýlega að skipta um svona reim í VW sem var nýdottinn úr verksmiðjuábyrgð, þá ekinn 24000 km en 3 ára gamall...
Í sama bíl kom í ljós að útblástursventlar voru farnir að springa og verða óþéttir, enda var bíllinn yfirleitt seinn í gang, það kom þó ekki að sök í þessu máli enda bognuðu allir 12 ventlarnir...
...fáir bifvélavirkjar fá sér VW í daglega notkun :))
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Tímareim!
Veistu hvað tegund af reim þetta var síðan eru flestir framleiðendur með síðasta söludag á reimum spurning hvort hún hafi setið of lengi í hilluni ?
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur