Það væri ekki alvitlaust ef menn gætu sjálfir eytt út auglýsingum sem þeir hafa sett inn!
Óska mönnum annars bara til hamingju með þessa spjallsíðu, þetta sem komið er lofar góðu!
Eyða auglýsingum
-
- Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: Eyða auglýsingum
Ég er alls ekki sammála.. það myndi skapa mjög mikið vesen ef maður veit af auglýsingu, eyðir svo mörgum tímum í að leita að auglýsingunni á vefnum. Það væri frekar að geta læst sínum eigin þræði.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 128
- Skráður: 30.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: Eiður Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Eyða auglýsingum
Sælir
Mín skoðun er sú að menn ættu ekki að eyða færslunum, frekar að merkja hlutinn sem seldan, t.d. í titli. Síðan mætti hugsanlega stilla auglýsingadálkana þannig að auglýsingar eldri en 30-90 daga eyðist sjálfkrafa.
Ætli við reynum ekki að gera einhverskonar leiðbeiningar um það hvernig auglýsingar eiga að líta út og hvað á að gera með þær þegar hluturinn er seldur.
- Eiður
Mín skoðun er sú að menn ættu ekki að eyða færslunum, frekar að merkja hlutinn sem seldan, t.d. í titli. Síðan mætti hugsanlega stilla auglýsingadálkana þannig að auglýsingar eldri en 30-90 daga eyðist sjálfkrafa.
Ætli við reynum ekki að gera einhverskonar leiðbeiningar um það hvernig auglýsingar eiga að líta út og hvað á að gera með þær þegar hluturinn er seldur.
- Eiður
Til baka á “Vefurinn - hugmyndir, ábendingar og tilkynningar”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir