skjaldbreið i gær
Re: skjaldbreið i gær
Varðandi loftþrýsting þá fer ég niður í um 3 psi um leið og ég kem í snjó (nema það sé bara hjarn) en er yfirleitt mjög fljótur niður í um 2 psi ef færið er ekki þeim mun betra. Keyri svo heilu helgarnar á 2 pundum en ef færið er virkilega þungt fer ég vel niðurfyrir 1 psi og keyri þannig jafnvel heilu dagana ef þess er þörf. Þetta á við 38" dekk undir bíl sem er rúm 2 tonn í ferð. Á patrol á eins dekkjum voru tölurnar alla jafna um 0,5-1 psi hærri
Re: skjaldbreið i gær
Málið með þessi nýju stífu grófu dekk eins og Irok-inn sem eru með miklu munstri er að þau eyðileggjast einfaldlega þegar þeim er leyft að hitna, þau fara að springa meðfram ystu kubbunum eða rifna með felgunni. Þetta hefur sýnt sig margoft hjá mönnum og óslitin ónýt svona dekk eru til í bunkum um allt land. Þetta var og er ekki vandamál með Mudderinn eða 44DC, þe þau eru ekki að eyðileggjast þó þau hitni, amk ekki í nánda sama mæli.
Þetta var aðalástæðan fyrir því að ég setti úrhleypibúnaðinn í ásamt því að ég tel að þetta auki ferðahraðann og drifgetuna hjá manni talsvert ef rétt er spilað á þrýstinginn.
Þetta var aðalástæðan fyrir því að ég setti úrhleypibúnaðinn í ásamt því að ég tel að þetta auki ferðahraðann og drifgetuna hjá manni talsvert ef rétt er spilað á þrýstinginn.
Re: skjaldbreið i gær
Eg nota þennan búnað mjög mikið... þetta er alger snilld og ef ég skipti um bíl verður þetta það fyrsta sem ég mun setja í þann bíl.
Alltaf á rettum pundum miða við drifgetu hverju sinni.
kkv
Frikki
Alltaf á rettum pundum miða við drifgetu hverju sinni.
kkv
Frikki
Patrol 4.2 44"
Re: skjaldbreið i gær
Vil bæta við að ég er hættur að nota mæla.
Eg hleypi bara úr þangað til ég byrja að drífa og pumpa svo í ef færið léttist.
Sparar dekkin ..sparar eldsneiti og margt fl.
Frikki sem er að fara á Lanngjökul um helgina.
Eg hleypi bara úr þangað til ég byrja að drífa og pumpa svo í ef færið léttist.
Sparar dekkin ..sparar eldsneiti og margt fl.
Frikki sem er að fara á Lanngjökul um helgina.
Patrol 4.2 44"
Re: skjaldbreið i gær
Eða bara setja í réttan þrýsting og drífa , Svo er líka fínt að standa upp öðruhvoru.
Ég er kanski einn um það að finnast fínt að vera laus við auka drasl sem getur bilað og verið með leiðindi.
Ég hef keyrt heilu dagana í 1 pundi og aldrei fundið neitt vandamál við það.
Ég er kanski einn um það að finnast fínt að vera laus við auka drasl sem getur bilað og verið með leiðindi.
Ég hef keyrt heilu dagana í 1 pundi og aldrei fundið neitt vandamál við það.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: skjaldbreið i gær
svopni wrote:-Hjalti- wrote:Eða bara setja í réttan þrýsting og drífa , Svo er líka fínt að standa upp öðruhvoru.
Ég er kanski einn um það að finnast fínt að vera laus við auka drasl sem getur bilað og verið með leiðindi.
Ég hef keyrt heilu dagana í 1 pundi og aldrei fundið neitt vandamál við það.
Hefurðu samanburðinn? Hefurðu átt bíl sem þú hefur sett þetta í?
ég hef keyrt bíl heila helgi með svona búnað já. Þarf ég að hafa átt þann bíl ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: skjaldbreið i gær
jeepcj7 wrote:Þetta er ástæðan fyrir því að menn skera dekkin til þá nánast hverfur öll hitamyndun á litlum loftþrýstingi.
Þetta er því miður langt frá því að vera rétt.
Þessi umræða um mudder og 44"DC vs. nýrri/grófari/þyngri dekk er alveg rétt, þ.e. að þau geta verið viðkvæmari fyrir hitamyndun o.fl.
Þetta er í raun frekar einfalt lögmál þarna að baki. Því þykkara sem dekkið(fleiri strigalög o.s.frv) er og því þyngri sem bíllinn er því meiri hitamyndun m.v. sama þrýsting.
Það er mikill misskilningur að ýmisskonar skurður á dekkjum geri þau laus við hitamyndun. Það sem skurðurinn gerir er aðallega að dekkin leggjast betur, þ.e. kubbar krumpast ekki uppí banann við úrhleypingu sem og grip eykst. Það sem hefur verið að há mörgum dekkjum í endingu er einmitt sprungumyndun o.fl við stóra kubba í hliðum en það má minnka með skurði.
Hinsvegar er óhjákvæmilega alltaf hitamyndun í dekkjum sem keyrð eru úrhleypt því hitinn verður til þegar gúmmíið vöðlast fram og tilbaka á hverjum hring sem dekkið fer.
Þannig er því hitamyndun beintengd hraða dekksins, þyngd bíls og þykkt dekks. Fleiri strigalög mynda meiri hita.
Svo getur vissulega verið eðlismunur milli dekkja þar sem þau eru ekki öll uppbyggð eins og með mismunandi gúmmí tegundir.
-Defender 110 44"-
Re: skjaldbreið i gær
svopni wrote:Nei ekki endilega. Þetta er betra en hitt, það þarf ekki að þræta um það. En ef að menn vilja bara dóla á 1 pundi heila helgi til vonar og vara þá er það besta mál. Mér finnst alltaf skrítið þegar menn eru á móti framförum og uppfinningum sem gera manni lífið auðveldara og betra. Ég hef ekki talað við einn mann sem hefur smíðað svona búnað og séð eftir því. Það er sama svar frá öllum. Eins og hefur oftsinnis komið fram á þessu spjalli, hvernig haldið þið að jeppamennskan væri ef enginn væri nógu djarfur til að prufa eitthvað heimskulegt. Eins og þennan búnað, að setja 2,8 Nissan hækju í 4Runner eða hvað það er.
Ég er ekkert á móti frammförum og finnst þetta sniðugt eins og Agnar segir á nýjum dekkjum í dag í stærðunum 38-42" sem hitna fljótt og virka vel í 4 - 5 psi en á dekkjum eins og 44" DC þá sé ég ekki alveg tilganginn. Fyrir mér er 44" DC algjör ON / OFF dekk , þú kemst ekkert fyrr en akkurat í 2psi og þá kemst þú "allt" þannig að það er lítill tilgangur að fikta í þrýstingnum.
En þetta er mín skoðun og það er öllum leyfilegt að hafa aðra skoðun :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur