Sæl öll.
Ég er á höttunum eftir dieselrellu í gamlan 4Runner, óbreyttan frúarbíl.
Ég ætla mér að finna góða 2LT, enda afar þægileg vélaskipti, en velti fyrir mér 2,5l dieselvél frá Toyota, 2KD-FTV.
Er þetta ekki vélin úr Hilux og Hiace frá 2001? Eru þekktir á henni sérstakir annmarkar?
Hætt er við því að mótorfestingar og boltahringurinn aftan á sé gerbreytt frá 2LT, en ég keyrir daglega Hiace með þessari vél og get vel hugsað mér hana í óbreyttan bíl.
Þekkir einhver hér til vélarinnar til að svara þessum hugleiðingum?
Þakkir og kveðja góð,
Hjörleifur.
2,5l Toyota diesel vél.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Ekki þekki ég þessa vél nema lítilræði, en ég mátti til með að kommenta þar sem þetta segir sig sjálft í nafni vélarinnar, 2KD-ForTheVin (Win) :)
Það verður gaman að heyra bollalegginar um þetta hjá þér.
Það verður gaman að heyra bollalegginar um þetta hjá þér.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Og þar sem ég var að skoða bland.is áðan þá sá ég þetta
Varahlutir í Hiace 2,5diesel 2004árgerð Tilboð
Staður 230 Reykjanesbæ
á til vél í Hiace 2,5td árgerð 2004. Startara alternator sjálfskiptingu og ýmislegt fleira ekkert boddytengt samt.
7769068
Varahlutir í Hiace 2,5diesel 2004árgerð Tilboð
Staður 230 Reykjanesbæ
á til vél í Hiace 2,5td árgerð 2004. Startara alternator sjálfskiptingu og ýmislegt fleira ekkert boddytengt samt.
7769068
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 166
- Skráður: 10.feb 2010, 21:12
- Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Var einmitt búinn að sjá þetta..
Nú væri gott að fá að vita um boltahringinn og mótorfestingarnar.
Kv
H
Nú væri gott að fá að vita um boltahringinn og mótorfestingarnar.
Kv
H
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Miðað við það sem ég finn í töflunni yfir módel/vél/gírkassi/ þá er Hiace með 2KD-FTV með R351 ef hann er afturhjóladrifinn og með R151F ef hann er fjórhjóladrifinn.
Hann gæti samt mögulega verið með mjög spes útbúnað á kassanum til að skipta um gír, þar sem að stöngin myndi ekki koma upp á milli framsætanna eins og í Hilux.
R151F er það sama og er í 4Runner/Hilux með 3VZ-E og 1KZ-T.
1KD-FTV er byggð á 1KZ blokkinni, en þær eiga fátt annað sameiginlegt. Ég held að 2KD-FTV sé sama blokkin en með minna bore og stroke.
Hann gæti samt mögulega verið með mjög spes útbúnað á kassanum til að skipta um gír, þar sem að stöngin myndi ekki koma upp á milli framsætanna eins og í Hilux.
R151F er það sama og er í 4Runner/Hilux með 3VZ-E og 1KZ-T.
1KD-FTV er byggð á 1KZ blokkinni, en þær eiga fátt annað sameiginlegt. Ég held að 2KD-FTV sé sama blokkin en með minna bore og stroke.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 166
- Skráður: 10.feb 2010, 21:12
- Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Sæll Haukur.
Hvar er þessi dásamlega tafla?
Hvar er þessi dásamlega tafla?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 166
- Skráður: 10.feb 2010, 21:12
- Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Eeeen..
2,8 Toyota, 3L vél. Er hún góð ofan á brauð?
2,8 Toyota, 3L vél. Er hún góð ofan á brauð?
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Ef þú hefur val á milli 2.5 D4D eða gamla 3L þá er það ekki spurning um að gleyma þessu gamla drasli. 3L er eins og 2L bara pínulítið minna kraftlaus.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur