Algjörlega ójeppatengt.
Í dag þurfti 35 ára gamalt hús að víkja fyrir nýju. Þetta var rúmlega 100 fm timburhús á einni hæð. Kveikt var í því í dag og að því tilefni hélt slökkviliðið reykköfunaræfingu. Þetta hús hét Klöpp og var á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði.
Ég tók nokkrar myndir af tilefninu, og langar að sýna ykkur þær hér og tilefnið er hversu virkilega hraðvirkt eyðileggingarafl eldsins er. Það tekur innan við klukkutíma frá því kveikt er í þangað til það hefur algjörlega jafnast við jörðu.
Myndirnar eru í opnu albúmi á facebook og undir þeim eru tímasetningar.
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 397&type=3
Njótið vel og höfum hugfast hversu mikið eyðileggingarafl eldurinn sem við leikum okkur stundum með getur verið.
Klöppin brennur - enginn í hættu
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
- Innlegg: 157
- Skráður: 23.okt 2010, 20:27
- Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Klöppin brennur - enginn í hættu
já sæll, maður hefði ekki tíma til að forða sér út úr þessu
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Klöppin brennur - enginn í hættu
Kofinn var bara horfinn í bál á 10 mínútum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Klöppin brennur - enginn í hættu
Virkilega góð áminning. Takk fyrir þetta innlegg.
Ég hef orðið vitni að eldsvoða sem var ekki planaður.
Húsið var alelda á 5 mínútum frá því að elds varð vart, hrunið á 45 mínútum.
Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu hratt þetta gerist og hvernig ástand verður við svona aðstæður nema upplifa það.
Gott að hafa í huga núna þegar jólaskreytingarnar með kertum og dóti fara að detta inn.
Ég vil ekki valda einhverri paranóju, en förum varlega með skreytingarnar og höfum eldvarnir í lagi.
kv
Grímur
Ég hef orðið vitni að eldsvoða sem var ekki planaður.
Húsið var alelda á 5 mínútum frá því að elds varð vart, hrunið á 45 mínútum.
Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu hratt þetta gerist og hvernig ástand verður við svona aðstæður nema upplifa það.
Gott að hafa í huga núna þegar jólaskreytingarnar með kertum og dóti fara að detta inn.
Ég vil ekki valda einhverri paranóju, en förum varlega með skreytingarnar og höfum eldvarnir í lagi.
kv
Grímur
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Klöppin brennur - enginn í hættu
Stebbi wrote:Kofinn var bara horfinn í bál á 10 mínútum.
Þetta er svakalegt að sjá.
Bara smá spurningar;
Hvernig kveikuð þið í?
Létuð þið eldinn byrja í öllum herbergjum í einu?
Var mikill vindur?
-
- Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: Klöppin brennur - enginn í hættu
jongud wrote:Hvernig kveikuð þið í?
Létuð þið eldinn byrja í öllum herbergjum í einu?
Var mikill vindur?
Ofur við fyrstu myndina í albúminu wrote:11:40 Nokkrum mínútum fyrr var kveikt í, ég veit ekki nákvæmlega hversu mörgum mín eða hvernig nákvæmlega var kveikt í.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Klöppin brennur - enginn í hættu
jongud wrote:Stebbi wrote:Kofinn var bara horfinn í bál á 10 mínútum.
Þetta er svakalegt að sjá.
Bara smá spurningar;
Hvernig kveikuð þið í?
Létuð þið eldinn byrja í öllum herbergjum í einu?
Var mikill vindur?
Ég veit ekki alveg hvernig kveikt var í, en sennilega hafa einhver eldhvetjandi efni verið notuð til að ná eldinum af stað, enda var ekkert inn í húsinu.
Mér sýnist að það hafi verið kveikt í í hjónaherberginu, þar sjást eldtungurnar fyrst koma út um gluggann.
Vindur var sáralítill og nánast alveg logn megnið af timanum, eins og sést vel á myndunum.
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur