Varahlutaverð??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 150
- Skráður: 13.feb 2010, 21:48
- Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson
Varahlutaverð??
Sælir piltar og stúlkur.
Ég kannaði fyrir hann föður minn verð á startara í bílinn hans, en um ræðir 2000 módelið af Isuzu Crew cab. Er eðlilegt að startari kosti 129.000þús frá umboði. Eða gæti kanski fylgt með í þessu verði rafgeymir, alternator og rúðuskafa svona í tilefni vetrar. Eða er almennt varahlutaverð gjörsamlega farið út fyrir öll velsæmismörk.
Skítköst eru afþökkuð en öll almenn umræða um varahlutaverð eru vel þegin.
Kv. Valdi
Ég kannaði fyrir hann föður minn verð á startara í bílinn hans, en um ræðir 2000 módelið af Isuzu Crew cab. Er eðlilegt að startari kosti 129.000þús frá umboði. Eða gæti kanski fylgt með í þessu verði rafgeymir, alternator og rúðuskafa svona í tilefni vetrar. Eða er almennt varahlutaverð gjörsamlega farið út fyrir öll velsæmismörk.
Skítköst eru afþökkuð en öll almenn umræða um varahlutaverð eru vel þegin.
Kv. Valdi
Re: Varahlutaverð??
Vaá þetta er sko ekki eðlilegt verð. Hef nær eingöngu verslað við ljónstaði í fordin minn og mér finnst vera fín verð hjá þeim
já ætli það nú ekki
Re: Varahlutaverð??
Rafstilling á örugglega startara handa ykkur fyrir 1/3 af þessu verði.
Kv, Stebbi Þ.
Kv, Stebbi Þ.
-
- Innlegg: 250
- Skráður: 09.jan 2011, 15:10
- Fullt nafn: Hjálmar Guðjónsson
- Bíltegund: ford explorer
Re: Varahlutaverð??
thetta er fáránlega hátt verd !
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Varahlutaverð??
nýtt drifskaft, í umboði Herra T, undir landcruser 80 (já bara skaftið með draglið og 2 krossar) kostar litlar 170 þúsund krónur.... mér finnst það hressilegt.
ég er farinn að finna mér varahluti í útlöndum og flytja þá inn fyrir mig sjálfur. það hefur reynst mér frá svona 25-80% ódýrara í toyotuna mína en að kaupa hjá Herra T, Iceland devision (toyota umboðið) þótt ég borgi sendingarkostnað og tolla/vsk
ég er farinn að finna mér varahluti í útlöndum og flytja þá inn fyrir mig sjálfur. það hefur reynst mér frá svona 25-80% ódýrara í toyotuna mína en að kaupa hjá Herra T, Iceland devision (toyota umboðið) þótt ég borgi sendingarkostnað og tolla/vsk
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Varahlutaverð??
Mig vantaði alternator í Benzann minn í fyrra, umboðið vildi fá litlar 200 þús krónur fyrir nýjan, og skipti engu hvort um var að ræða Valeo (eins og var í bílnum) eða Bosch.
Ég fór í Rafstillingu með alternatorinn, þegar þeir sjá að þetta er Valeo er mér sagt að þetta sé einnota, en þeir mæla hann samt upp þar sem þeir komast að því að spennustillir og snúður séu ónýtir, þ.e. að ekki sé hægt að gera við hann
Ég fékk nýjan bosch alternator 120 amper fyrir 56 þús hjá þeim
Ebay hefur líka reynst mér vel, orginal kertaþræðir í bílinn kosta rúmlega 120 þús settið í umboðinu, ég fór á Ebay og keypti bosch þræði í bílinn, ég gat fengið ódýrari þræði frá merkjum sem ég þekkti ekki, þeir voru komnir heim fyrir 27.000kr
Þegar ég skipti svo um þræðina sá ég að það eina sem vantaði á bosch þræðina var benz partanúmerið og benz stjarnan, bosch partanúmerið var það sama
Ég fór í Rafstillingu með alternatorinn, þegar þeir sjá að þetta er Valeo er mér sagt að þetta sé einnota, en þeir mæla hann samt upp þar sem þeir komast að því að spennustillir og snúður séu ónýtir, þ.e. að ekki sé hægt að gera við hann
Ég fékk nýjan bosch alternator 120 amper fyrir 56 þús hjá þeim
Ebay hefur líka reynst mér vel, orginal kertaþræðir í bílinn kosta rúmlega 120 þús settið í umboðinu, ég fór á Ebay og keypti bosch þræði í bílinn, ég gat fengið ódýrari þræði frá merkjum sem ég þekkti ekki, þeir voru komnir heim fyrir 27.000kr
Þegar ég skipti svo um þræðina sá ég að það eina sem vantaði á bosch þræðina var benz partanúmerið og benz stjarnan, bosch partanúmerið var það sama
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Varahlutaverð??
kvarfakútur í VW Crafter kostar 792.000 kr + vsk og virðist hvergi fást nema gegnum vw
Hekla hefði kannski fengið viðskipti þó hann hefði kostað 150.000 en þegar svona er gert grín að manni var það sameiginleg ákvörðun mín og bíleigandans að hann sætti sig við gula ljósið og ég hreinsaði bara sullið innanúr kútnum.
ath að bíllinn sem um ræðir er árg. 2009 og kúturinn strax ónýtur, fallinn saman að innan og brenndi því ventil og varð óökuhæfur, tjón hefði verið upp á 2 mill ef bíllinn hefði farið í umboðsverkstæði.
Ég bíð alltaf eftir því að sölumaðurinn segi neeeeeei djók eftir að þeir segja þessar brjáluðu tölur... :S
Hekla hefði kannski fengið viðskipti þó hann hefði kostað 150.000 en þegar svona er gert grín að manni var það sameiginleg ákvörðun mín og bíleigandans að hann sætti sig við gula ljósið og ég hreinsaði bara sullið innanúr kútnum.
ath að bíllinn sem um ræðir er árg. 2009 og kúturinn strax ónýtur, fallinn saman að innan og brenndi því ventil og varð óökuhæfur, tjón hefði verið upp á 2 mill ef bíllinn hefði farið í umboðsverkstæði.
Ég bíð alltaf eftir því að sölumaðurinn segi neeeeeei djók eftir að þeir segja þessar brjáluðu tölur... :S
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Varahlutaverð??
það er nátturulega bara djók með verðin á þessum hvarfakútum.. sem hafa í flestum bílum á íslandi voða lítin tilgang, varla búnir að hitna bílarnir þegar það er drepið á þeim
veit að þetta er svona í Hyundai líka, kostar hátt í milljón hvarfakútur í Sonata
veit að þetta er svona í Hyundai líka, kostar hátt í milljón hvarfakútur í Sonata
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Varahlutaverð??
Er varahlutasala í raun ekki eina stabíla tekjuleið umboðanna eftir hrunið? Veit um eitt dæmi með Patrol. Það var annað hvort altenator eða startari farinn og nýr kostaði 200 í umboði(frekar en 150). Náunginn fór á einhvern stað í Vogunum(í Reykjavík)og fékk sama stykkið á 50. Sá söluaðili sagði að umboðið keypti þennan varahlut af honum og sprengdi svo verðið upp þegar það fór í hillurnar hjá umboðinu. Svo eru nú sumir partasalar ekkert betri. Þeir selja varahlutina oft á 50% verði miðað við nýjan hjá umboði.
-
- Innlegg: 62
- Skráður: 18.okt 2011, 20:57
- Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson
Re: Varahlutaverð??
Ég reyni alltaf að kaupa mína varahluti frá umboðinu en ef þeir eru á óraunhæfuverði þá leita ég annað svo er þetta líka alltaf spurnig um þjónustu ef ég labba útt með bros á vör (verandi Defender eigandi er það oftast) þá kem ég aftur og það skipti eingu máli hvað ég borgaði mikið.
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406
Re: Varahlutaverð??
Olíupanna í Almeru kostar áttatíuþúsund í umboðinu en nítjánþúsund hjá AB varahlutum.
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Varahlutaverð??
varahlutaverð stundum rosalegt, þótt ég reyni eftir megni að gera við allt sjálfur
þá getur manni samt sviðið stundum í rassinn.
Ekki fræðilegur að ég fari aftur með tor niðri rafstillingu verðið að fyrirgefa en mér
fandst þjónustan þar ömurleg, fór með tor þangað því allir töluðu svo vél um karlinn
en kannski verið slæmur dagur eða eitthvað því hann dæmdi torinn óviðgerðahæfann
og vildi selja mér uppgerðan fyrir 80 þúsund.
fór niðri ljósboga keyfti allt sem mig vantaði inni torinn fyrir um 7 þúsund og gerði
þetta sjálfur, smá vinna en feitur munur á 80 þúsund og 7 þúsund
ég versla frekar þar sem ég fæ persónulega þjónustu og gott viðmót og veit að um gæðavöru er að ræða, ending á hlut skiftir mig smá máli.
kaupi frekar dýrara ef það á við, líka ódýrara ef það á við.
You get what you pai for!
þá getur manni samt sviðið stundum í rassinn.
Ekki fræðilegur að ég fari aftur með tor niðri rafstillingu verðið að fyrirgefa en mér
fandst þjónustan þar ömurleg, fór með tor þangað því allir töluðu svo vél um karlinn
en kannski verið slæmur dagur eða eitthvað því hann dæmdi torinn óviðgerðahæfann
og vildi selja mér uppgerðan fyrir 80 þúsund.
fór niðri ljósboga keyfti allt sem mig vantaði inni torinn fyrir um 7 þúsund og gerði
þetta sjálfur, smá vinna en feitur munur á 80 þúsund og 7 þúsund
ég versla frekar þar sem ég fæ persónulega þjónustu og gott viðmót og veit að um gæðavöru er að ræða, ending á hlut skiftir mig smá máli.
kaupi frekar dýrara ef það á við, líka ódýrara ef það á við.
You get what you pai for!
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Re: Varahlutaverð??
svopni wrote:Plís ekki bera saman orginal og óorginal varahluti! Verðlagning á sumu er rugl, en gæðamunur getur verið mikið meiri en verðmunurinn. En þegar umboðið er að selja óorginal 4x dýrara en smásali útí bæ er það ekki forsvaranlegt.
Fékk Bosch kerti (óorginal) í Polo á tölvuert betri pening í Heklu en ég hefði fengið svipuð kerti á í Stillingu, miðað við sama afslátt.
Var bilaður bensínmælirinn í jeppanum hjá mér sem lýsti sér þannig að hann fór ekki alveg í topp þótt tankurinn væri smekkfullur. Kostar nýr 25000 (viðnámið og flotholtið sem er í tanknum). Hefði ég farið með hann á verkstæði hefði væntanlega verið skipt um þennann mæli í tanknum og maður svo rukkaður um varahluti og vinnu. Svo hefði maður sjálfur séð um að fylla bílinn og mælirinn virkað fínt. Ég lagðist undir bílinn og tók viðnámið/mælinn úr tanknum, skoðaði það aðeins og hreifði það fram og til baka. Setti það í tankinn aftur og fyllti bílinn af bensíni. Mælirinn virkar fínt.
Maður er feginn að geta gert margt af þessu sjálfur.
-
- Innlegg: 251
- Skráður: 13.feb 2011, 15:12
- Fullt nafn: Dagur Torfason
- Bíltegund: Kangoo og Ferguson
- Staðsetning: Skagafjörður
Re: Varahlutaverð??
Ég er sammála Hrannari með rafstillingu, finnst ekki sérstaklega skemmtilegt viðmót þar. Lét hann mæla fyrir mig altenator í hilux og hann sagðist alveg vita hvað væri að og ég gæti komið með hann daginn eftir. Hann sagði mér ekki hvað var að eða hvað það myndi mögulega kosta en sagði að það kostaði svona 15.000 að taka altenatorinn úr en ég gæti gert það sjálfur og komið með hann þannig.
Þetta dagaði einhvernvegin uppi en svo um daginn fór ég í Ásco hérna á Akureyri og gaurinn var enga stund að finna hvað var að og þá var það cutoutið í innrabrettinu og kostaði ekki nema 7000. Toppþjónusta og miklu vinalegri fannst mér.
Þetta dagaði einhvernvegin uppi en svo um daginn fór ég í Ásco hérna á Akureyri og gaurinn var enga stund að finna hvað var að og þá var það cutoutið í innrabrettinu og kostaði ekki nema 7000. Toppþjónusta og miklu vinalegri fannst mér.
-
- Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Varahlutaverð??
Smá útúrdúr, Cut-out hefur eyðilagst a.m.k. 2 hjá frænda mínum sem á 1992 Hilux, í seinna skiptið skömmu eftir að honum var gefið start. Getur það stútað Cut-outinu, eða ef tengt er öfugt á geymana? Kv, Kári.
-
- Innlegg: 86
- Skráður: 04.feb 2010, 21:48
- Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
- Staðsetning: Njarðvík
Re: Varahlutaverð??
Fékk svakalega sögu í dag. Mágur minn á Mercedes Benz Vito að mig minnir 1999 árgerð með dieselvél. Hann lenti í því fyrir nokkru að það fór hjá honum heddpakkning og hann er að vinna í viðgerðum núna. Heddið er sent í plönun og þrýstiprófun og kemur þá í ljós að það er ónýtt. Hann hringir á nokkra staði og fær verð á varahlutum fyrir þetta, og guð minn góður hvað menn geta verið veruleikafirrtir. Askja vill selja honum nýtt hedd með ventlum á litlar 728.000kr en annar aðili ætlar að flytja það inn á 150.000kr og verður það væntanlega komið í hendurnar á honum á mánudaginn. Eru umboðin ekki bara föst á 20. öldinni þar sem menn höfðu ekki tök á því að kanna verð annarstaðar en á klakanum og borguðu bara þegjandi og hljóðalaust.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Varahlutaverð??
Og svo er nú bara málið þannig að í sumum tilfellum eru original hlutirnir jafnvel verri í gæðum en það sem til er annarstaðar og eða það sama og fæst annarstaðar á miklu betra verði.
Sumt hjá umboðunum er allavega alveg út úr kortinu.
Sumt hjá umboðunum er allavega alveg út úr kortinu.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Varahlutaverð??
Hvar á netinu hafið þið verið að versla varahluti í Hilux 93, á hvaða síðum?
Re: Varahlutaverð??
Horfiði bara á yfirbygginguna hjá þessum bílaumboðum, risavaxin hús með tugum starfsmanna. Hvað haldið þið að þurfi mikla álagningu til að standa undir svona rekstri. Hvað tekur einn vatnsgreiddur, skælbrosandi sölumaður í mánaðarlaun?
Re: Varahlutaverð??
Góð umræða. Á Bens 709D árg 88 sem ég dundaði við að gera upp meðal þess sem þurfti að skipta um var drifskaftsupphengja og hún var til í umboði verðmiðinn 80 000 kr!!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 150
- Skráður: 13.feb 2010, 21:48
- Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson
Re: Varahlutaverð??
Jæja, þá er búið að redda þessu startaramáli og var fenginn uppgerður startari frá Ásco á Akureyri á 25þús. Það er töluvert betri tala en umboðið vildi selja fá fyrir startaran.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur