1990 feroza á 35" ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

1990 feroza á 35" ?

Postfrá tommi3520 » 12.apr 2012, 16:58

Sælir Keypti mér nýverið daihatsu feroza 1990 árgerð, 1600 vél blöndungs skilar 85hp ca. Þetta er óryðgaður bíll frá akureyri, reglulega smurður með nýlega tímareim. sama og ekkert olísmit á vél eða gírkassa.

Það sem liggur fyrir að gera fyrst er að finna út hvað veldur þessari svaða bensíneyðslu og fá nýja kúplingu. Síðan á að sippa þessu á stærri dekk. Ég hef séð grænu rósuna sem hann Bragi held ég að hann heiti hefur hent á 33 og síðan önnur eða sama rósa fór á 35". Nú held ég að 33" sé nóg fyrir þennann bíl, en for the lulz væri gaman fyrst maður er að skera og græja að láta 35" sleppa undir ef það úheimtir ekki mikið af aukavinnu. Ég er með fínan skúr og öll helstu verkfæri, er með slípirokk,sleggju og suðuvél. Þið sem þekkið eitthvað til, fer kannski 35" að vinna á móti bílnum? meira álag á vél, gírkassa drif og öxla að snúa þeim sem gæti haft þær afleiðingar að hlutir eru fljótari að skemmast og drifgetan gæti ef til vill minnkað á móti 33" Hverjar eru ykkar pæingar í því.?

Ég ætla reyna skera eins mikið og ég get, ég er að spá með frágang á afturbrettum, eftir skurð ertu með 2 lög af málmi, hvernig loka menn gatinu, ég hef séð myndir menn skera þetta í ræmur og bretta síðan fyrir og eitthvað hef aldrei almennilega skilið þessa vinnu. Útskýringar og myndir væru vel þegnar!

Hafa menn eitthvað náð að djúsa meira afl útúr þessum vélum? 100hp væri good. væri ekkert vitlaust að fá sér síju sem hleyptir meira í gegn og púst á móti, flækjur í rósu? hehe veit ekki hvort það fáist. en það er búið að taka hvarfakút burt og spurning hvernig hinir kútarnir standa, setja einhverja kúta sem hleypa vel í gegn.

Allskonar pælingar og svör við spurningum mjög vel þegnar!
Tommi




siggibjarni
Innlegg: 110
Skráður: 07.apr 2011, 21:47
Fullt nafn: Sigurður Bjarni Gilbertsson
Bíltegund: Land Cruiser 80
Staðsetning: Búðardalur

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá siggibjarni » 12.apr 2012, 17:08

félagi minn átti svona ferozu og þetta er sá bíll sem ég á hvað bestar minningar úr, vorum alltaf að stökkva á henni of fílast einhvað alveg snilldar bílar!


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá tommi3520 » 19.apr 2012, 22:27

siggibjarni wrote:félagi minn átti svona ferozu og þetta er sá bíll sem ég á hvað bestar minningar úr, vorum alltaf að stökkva á henni of fílast einhvað alveg snilldar bílar!


Nice það er good!

en hafa menn enga visku til að setja á prent hvað varðar þessa breytingu?

User avatar

seg74
Innlegg: 112
Skráður: 19.jan 2012, 17:49
Fullt nafn: Sigurður E Gíslason
Bíltegund: Hilux Dc 38"
Staðsetning: Vestmannaeyjar

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá seg74 » 04.nóv 2012, 21:40

Var byrjað á þessum breytingum????
Sigurður Einar Gíslason
Toyota Hilux 38"
Vestmannaeyjar


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá tommi3520 » 20.nóv 2012, 20:22

Já, hann er nýlega kominn inní skúr, búinn að setja nýja kúplingu, núna er ég að ryðbæta hjólaskálarnar sem voru alveg fukt af ryði. ég er búinn að kaupa dekk og felgur, en það eru 33 tommu bfgoodrich og 15x10 white spoke felgur.

Ég verð nú að setja inn þráð þegar jeppinn er klár.


birgir björn
Innlegg: 75
Skráður: 31.jan 2010, 15:55
Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá birgir björn » 20.nóv 2012, 21:05

það er eingin hvarfakútur í þessum bíl. getur googlað eitthverja þræði held eg og séð hvernig þetta er gert


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá tommi3520 » 26.nóv 2012, 01:01

Já. Það er einn hljóðkútur undir honum, Læt pústið eiga sig þangað til að það fer. Það eru til flækjur í svona bíl og annað stuff í bretlandi, bara djöfulli dýrt vonandi get ég eitthvað drifið á honum í vetur.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá biturk » 27.des 2012, 18:21

Eg er 99% viss um að þú þarft að hækka hann um 2" ef þú ætlar á 35...

Allaveganna ætla ég að setja hásingar að framan og aftan hjá mer og annan mótor og kassa...og síðan á 38 ;)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá tommi3520 » 02.jan 2013, 07:36

Ég er byrjaður að keyra bílinn á 33", ætla aðeins að síkka samsláttinn að aftan og skrúfa aðeins uppí klöfum að framan. Skar samt eins mikið og ég gat að aftan, eða ytri kanturinn er alveg í plani við innrabretti að aftan, síðan er brettakannti smeygt inní hjólboga og skúrfaður uppí, og við samslátt nagar dekkið í skrúfuhaus.

Kem með myndir af uppgerð þegar ég er búinn að þessu, og bíllinn orðin góður.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: 1990 feroza á 35" ?

Postfrá biturk » 04.jan 2013, 18:18

endilega settu myndir af ferlinu, ég hef gaman af þessum litlu skepnum

einnig er sniðugt fyrir þig að skoða

www.warfs.org það er síða sem er sér fyrir feroza, rocky og fleira, mikið af gagnleum upplýsingum þar um þessa bíla :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur