Sælir. Er með 76 econoline sem á það til að slökkva sjálfur aðalljósin uppúr þurru hvar og hvenær sem er. Getur virkað fínt í daga eða vikur, svo aðra daga virðast þau varla haldast á. Búinn að skoða aðeins rafkerfið, það virðist sem einhver alveg ótrúlega illa lukkaður fúskari hafi lagt rafkerfið í hann, sem einkennist af gulgrænum jarðvírum og krónutengju.
Er einhver með hugmynd hvar ég ætti að byrja?
Og einnig, hvar er bremsuljósarofinn staðsettur á þessum bílum? sé hann hvorki við pedalann eða við bremsubúrið.
Kv Sævar P
andsetin ljós á 76 econoline
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: andsetin ljós á 76 econoline
Ljósarofinn er ekki sem bestur i þessum bílum, myndi byrja á að skoða hann.
Re: andsetin ljós á 76 econoline
Athugaðu líka jörðina hef lennt í svona drauga bilunum vegna þess að jörðin datt út....
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: andsetin ljós á 76 econoline
Svona gamall ford er með platínuljósarofa sem slær út og dettur inn aftur þegar hann kólnar það gengur ekki upp að taka neinn aukastraum útaf svona rofa eins og fyrir aukaljós eða eitthvað þessháttar helst ekki einu sinni stýristraum fyrir neitt.
Þannig að finna hvort eitthvað er tekið útaf rofanum beint og færa það ef takkinn virkar enn illa(er að slá út) þá er bara að skipta um hann eða að lóða platínuna fasta og setja öryggi á lögnina í staðinn.
Þannig að finna hvort eitthvað er tekið útaf rofanum beint og færa það ef takkinn virkar enn illa(er að slá út) þá er bara að skipta um hann eða að lóða platínuna fasta og setja öryggi á lögnina í staðinn.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: andsetin ljós á 76 econoline
ok takk fyrir það, kíki á snerturnar. og þræði lagnirnar.
En hafiði eitthvað innlegg með bremsuljósin?
En hafiði eitthvað innlegg með bremsuljósin?
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: andsetin ljós á 76 econoline
ef þetta er lagt svona illa með krónutengjum og drasli þá myndi ég nú byrja á að slíta það úr frá a-ö og leggja uppá nýtt og gera það almennilega með tilheirandi tengjum og lóðningum og herpihólkum
og að sjálfsögðu að athuga þennan rofa hvort menn hafi stolist í strauminn af honum
http://www.ebay.com/itm/390481411395?ssPageName=STRK:MEWNX:IT&_trksid=p3984.m1439.l2649
svona tengi eru gourme bæði að vinna með og endingin, algerlega vatsnheld ef það er rétt gengið frá þeim, getur fengið þau alveg frá 1-6 víra og kosta bara klink úr útlandindu, ég nota þau mikið í bílana hjá mér og á slatta af öllum gerðum
herpihólka geturðu líka fengið á smáaura af ebay í öllum útfærslum og litum og ætti að vera til áður en þú ferð í rafmagnsföndur og ef þér vantar þannig palli minn þá á ég alveg helling sem þú getur fengið hjá mér, hafðu bara samband
Kv Gunni
og að sjálfsögðu að athuga þennan rofa hvort menn hafi stolist í strauminn af honum
http://www.ebay.com/itm/390481411395?ssPageName=STRK:MEWNX:IT&_trksid=p3984.m1439.l2649
svona tengi eru gourme bæði að vinna með og endingin, algerlega vatsnheld ef það er rétt gengið frá þeim, getur fengið þau alveg frá 1-6 víra og kosta bara klink úr útlandindu, ég nota þau mikið í bílana hjá mér og á slatta af öllum gerðum
herpihólka geturðu líka fengið á smáaura af ebay í öllum útfærslum og litum og ætti að vera til áður en þú ferð í rafmagnsföndur og ef þér vantar þannig palli minn þá á ég alveg helling sem þú getur fengið hjá mér, hafðu bara samband
Kv Gunni
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: andsetin ljós á 76 econoline
biturk wrote:ef þetta er lagt svona illa með krónutengjum og drasli þá myndi ég nú byrja á að slíta það úr frá a-ö og leggja uppá nýtt og gera það almennilega með tilheirandi tengjum og lóðningum og herpihólkum
og að sjálfsögðu að athuga þennan rofa hvort menn hafi stolist í strauminn af honum
http://www.ebay.com/itm/390481411395?ssPageName=STRK:MEWNX:IT&_trksid=p3984.m1439.l2649
svona tengi eru gourme bæði að vinna með og endingin, algerlega vatsnheld ef það er rétt gengið frá þeim, getur fengið þau alveg frá 1-6 víra og kosta bara klink úr útlandindu, ég nota þau mikið í bílana hjá mér og á slatta af öllum gerðum
herpihólka geturðu líka fengið á smáaura af ebay í öllum útfærslum og litum og ætti að vera til áður en þú ferð í rafmagnsföndur og ef þér vantar þannig palli minn þá á ég alveg helling sem þú getur fengið hjá mér, hafðu bara samband
Kv Gunni
Það er líka hægt að gera gott úr krónutengjum með smá föndri
http://www.youtube.com/watch?v=TKjZOHj3wTA
-
- Innlegg: 165
- Skráður: 05.feb 2010, 16:19
- Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
- Staðsetning: Sandgerði
Re: andsetin ljós á 76 econoline
Afhverju halda menn alltaf að krónutengi séu léleg. Ef þau virka vel í húsarafmagni gera þau það líka annarsstaðar. Taka bara mikið pláss... veit ekki hvað ég hef notað mikið af þeim þar sem ég er rafvirki. En léleg eru þau ekki
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team
TurboCrew Offroad Team
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: andsetin ljós á 76 econoline
Takk gunni fyrir gott boð. Ég ætla að fara í að tengja allann bílinn uppá nýtt þegar verkefnunum fækkar í skemmunni, bæti við talstöð, vinnuljósum, kösturum, loftpressu, og ýmsum skemmtilegum búnaði.
Krónutengi eru fínn búnaður. Í húsum. Innandyra. Þau eiga ekkert erindi í bíla, hvað þá undir húddinu á jeppa þar sem að það getur náð í vatn og drullu þegar farið er yfir ár og læki.
MBK Sævar Páll
Krónutengi eru fínn búnaður. Í húsum. Innandyra. Þau eiga ekkert erindi í bíla, hvað þá undir húddinu á jeppa þar sem að það getur náð í vatn og drullu þegar farið er yfir ár og læki.
MBK Sævar Páll
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: andsetin ljós á 76 econoline
SævarM wrote:Afhverju halda menn alltaf að krónutengi séu léleg. Ef þau virka vel í húsarafmagni gera þau það líka annarsstaðar. Taka bara mikið pláss... veit ekki hvað ég hef notað mikið af þeim þar sem ég er rafvirki. En léleg eru þau ekki
Hús hristast ekki mjög mikið eins og bílar gera og skrúfurnar eiga til að losna með tímanum nema þetta hafi verið hert í drep.
Þetta einfaldlega á ekki við frekar en einþættur vír í bílum enda hefur mér sýnst að það versta sem maður fær í bílarafmagn eru trésmiðir og móta-rafvirkjar. Ég er einmitt að hreinsa svona ófögnuð úr bílnum mínum þessa dagana ásamt þjófatengjum og öðru skemmtilegu frá fyrri eigendum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur