ending á viðgerðum með limi og hnoðum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
ending á viðgerðum með limi og hnoðum
er að spá varðandi boddy bætingar sem men hafa gert með því að skera úr riðgað drasl úr bíl bodí og límt og hnoðað í stað þess að sjóða , hefur einhver ykkar spjallfélaga hnoðað og límt í bodí viðgerðum og málað yfir , hvernig hefur þetta enst koma sprungur í malninguna þar sem samskeitin eru ,
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Innlegg: 91
- Skráður: 20.sep 2010, 10:46
- Fullt nafn: Victor Logi Einarsson
- Bíltegund: Range Rover Classic
- Staðsetning: Suðvesturlandshlutinn
Re: ending á viðgerðum með limi og hnoðum
Er ekki orðið bannað að Hnoða í body ?, skildist það á skoðunnarmanni hjá Aðalskoðun, nú verður að sjóða
ég bara spyr
ég bara spyr
Range Rover Classic 1982 38" tdi300
Re: ending á viðgerðum með limi og hnoðum
Sjóða nýja bót í er málið. Að líma og hnoða er bara vitleysa og tímabundin viðgerð. Ef þú sparslar yfir að þá mun sparslið alltaf springa á samskeytunum. Þannig að ef þetta er bara svona skítaredding eins og maður segir að þá er málið að hnoða og eða líma, en ef þú vilt hafa þetta alvöru að þá síður þú nýja bót í :)
Kv. Pjattaði maðurinn
Kv. Pjattaði maðurinn
-
- Innlegg: 75
- Skráður: 31.jan 2010, 15:55
- Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson
Re: ending á viðgerðum með limi og hnoðum
soldið afstæð spurning þú getur hnoðað og límt þannig að það endist ókomna tíð og svo geturu gert það ílla og það endist nokkur ár. þú getur líka soðið þetta vel og þetta endist ókomna tíð. enn þú getur líka soðið þetta ílla og geingið illa frá þvi og þetta endist nokkur ár.
-
- Innlegg: 111
- Skráður: 10.apr 2010, 09:56
- Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: ending á viðgerðum með limi og hnoðum
draghnoðaði bót á Unimoginn hjá mér, sá ekki á viðgerðinni 14 árum seinna.
Re: ending á viðgerðum með limi og hnoðum
Punkta botina i og lima með þartilgerðu limi allir nyjir bilar settir saman i dag a þennan hatt :)
Re: ending á viðgerðum með limi og hnoðum
ég er búinn að vera að skera úr smá ryðgöt á land rovernum hjá mér og trebba bara yfir götin, þá er ég að tala um göt sem eru bara ca 3x3cm eða svo, passa bara að skera í burtu allt ryð og hreinsa bara vel upp þannig að þetta sé allt ryð farið, trebba og mála svo með combi color yfir.
ég veit að þetta er skítaredding sem er algjörlega gerð með rassgatinu, en þetta heldur bílnum þó nokkuð vatnsþéttum.
en aftur á móti er þetta bara land rover
ég veit að þetta er skítaredding sem er algjörlega gerð með rassgatinu, en þetta heldur bílnum þó nokkuð vatnsþéttum.
en aftur á móti er þetta bara land rover
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur
-
- Innlegg: 91
- Skráður: 20.sep 2010, 10:46
- Fullt nafn: Victor Logi Einarsson
- Bíltegund: Range Rover Classic
- Staðsetning: Suðvesturlandshlutinn
Re: ending á viðgerðum með limi og hnoðum
joisnaer wrote: ég veit að þetta er skítaredding sem er algjörlega gerð með rassgatinu, en þetta heldur bílnum þó nokkuð vatnsþéttum.
en aftur á móti er þetta bara land rover
Hahahaha. Hvernig var þetta aftur með Landrover Eigendur og Skafrenning ? er ekki alltaf betra að vera undir bílnum =)
Range Rover Classic 1982 38" tdi300
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur