Daginn.
ég var að fá mér ARB læsingar og sér dælu fyrir þær, og nú langar mig að spyrja:
Þegar maður er búinn að setja læsingarnar á er þá hægt að slökkva á loftdælunni eða þarf hún að ganga á meðan þær eru á?
Kv. Tberg
ARB spurning
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: ARB spurning
Ef þetta er rétt uppsett með pressustati sem slær út við ákveðinn þrýsting (sem ARB gefur upp) þá hefur þú bara "kveikt á" dælunni þannig að ef þrýstingurinn lækkar niður fyrir neðri mörkin þá bregst hún við og pumpar þar til efri mörkunum á pressustatinu er náð.
Annars þá er hætta á því t.d. ef það er einhver leki nú eða þrýstingsbreyting að lásinn detti af og ef það gerist í átökum þá gæti hugsanlega eitthvað brotnað.
Annars þá er hætta á því t.d. ef það er einhver leki nú eða þrýstingsbreyting að lásinn detti af og ef það gerist í átökum þá gæti hugsanlega eitthvað brotnað.
-
- Innlegg: 177
- Skráður: 06.mar 2011, 16:07
- Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: ARB spurning
Þú slærð bara dæluni inn þegar hún er búin að ná upp þrýsting, slær hún sjálfkrafa út, þú slærð inn lásnum og það á ekki að vera nóg til að dælan fari aftur af stað, en þegar hana vantar þrýsting kemur hún sjálfkrafa inn og þú þarft ekkert að spá.
Re: ARB spurning
kærar þakkir
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: ARB spurning
fáðu þér bara pressóstad með rými það er að hún dælan sé ekki alltaf að detta inn þó þrýstingurinn falli eitthvað smá,keypti mitt í bílabúð benna var orginal ARB pressósstad kv Heiðar
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur