að ferðast á 38" van


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

að ferðast á 38" van

Postfrá magnusv » 13.nóv 2012, 18:03

sælir strakar ég er með einn 38" breyttan chevy van sem er á gormum að framan að aftan + fourlink og 6,2 dísel og 4 gíra kassa þar sem 1 gír er extra lár en því miður engar driflæsingar

mín pæling er.. er eitthvað hægt að fara a´svona djöful uppá jökul? þetta er tæp 3 tonn og dekkin hverfa undan honum.. hef verið að skoða gömul vídjó og þá eru alveg svona druslur að spóla sig fastar og einu svona bílarnir sem ég sé í dag eru 44" + með driflæsingum og öllu tilheyrandi.. og hvaða eyðslutölur er maður þá að fara að horfa uppá sirka? hef heyrt og lesið að 6,2 sé eyðslugrennsti mótorinn í þessum flokk

og ef maður skildi kviðfesta svona trukk er maður þá ekki bara kominn með sumarbústað uppá jökli? get ekki ýmindað mér að það sé gaman að kippa þessu uppúr krapapitt

endilega segið ykkar sögur ef þið hafið átt eitthvað í líkingu við þetta




Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: að ferðast á 38" van

Postfrá magnusv » 15.nóv 2012, 01:06

enginn sem hefur sögu að segja?


andrijo
Innlegg: 111
Skráður: 22.aug 2011, 14:37
Fullt nafn: Andri Johnsen
Bíltegund: Patrol 35"

Re: að ferðast á 38" van

Postfrá andrijo » 15.nóv 2012, 01:36

Eg er a econoline husbil, 44 tommu breyttum, var að skrattast a honum i snjó seinasta vetur a 38. Super swamper a 12 tommu breidum felgum, orginal 4.10 hlutfoll og ólæstur, og thad var hægt að komast ótrúlega mikið a honum, profadu bara, alltaf hægt að stækka ef ekki virkar;)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: að ferðast á 38" van

Postfrá Freyr » 15.nóv 2012, 01:43

Þú ert nú ekki með svo mikið þyngri bíl en t.d. 3 ltr. Y61 patrol á 38" en hefur meira hjólhaf og öflugri vél. Það er ljóst að þetta er ekki öflugur snjójeppi en ég tel hann duga í ýmsar ferðir ef þú reynir að forðast þær ferðir þar sem ljóst er að færð er erfið, krapi eða lausamjöll.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: að ferðast á 38" van

Postfrá stebbiþ » 15.nóv 2012, 02:18

Fór á Gúrkunni upp á Langjökul og inn í Landmannalaugar í frekar þungu færi. Algjör eðalbíll, sé alltaf eftir honum.
Gúrkan var 1982 Chevy Van á 38" dekkjum á 12" felgum, með 350 chevy og TH400. Var með NoSpin að framan, en ólæstur að aftan. Viktaði ólestaður 2800 kg.

Kveðja, Stebbi Þ.


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: að ferðast á 38" van

Postfrá magnusv » 15.nóv 2012, 18:15

takk fyrir þetta strákar... núna er það bara að demba sér í stangarlegu skipti og koma druslunni á númer!

hann er 38" breyttur gæti ég ekki farið með hann í skoðun á 35" eða 40"? er það ekki innan skekkjumarka?


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: að ferðast á 38" van

Postfrá dabbigj » 16.nóv 2012, 12:47

magnusv wrote:takk fyrir þetta strákar... núna er það bara að demba sér í stangarlegu skipti og koma druslunni á númer!

hann er 38" breyttur gæti ég ekki farið með hann í skoðun á 35" eða 40"? er það ekki innan skekkjumarka?


Mátt fara upp eða niður um 10% þannig að það sleppur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur