
Hver hefur ekki lent í þessu? Sjálfur stend ég mig oft að því að liggja svona rétt fyrir svefninn í miklum pælingum um jeppa og tæki.
Datt í hug að gera smá leik úr þessu. Bæði til gamans og heyra hvað aðrir eru með í kollinum.
Hvað er ykkar drauma "jeppa project"? Segjum sem svo að þið séuð með fullkomna aðstöðu til smíða og öll verkfæri sem til þarf.
Budget-ið sé kannski 1.5 milljón?
Eins og staðan er í dag langar mig að smíða Cherokee XJ. Vél úr Isuzu. 4JG2 sem er 3.1TDI úr gamla Tropper. Orginal 130 hestöfl með intercooler og togar 260nm. Stáldhedd og tímagír. Myndi líklegast nota kassana sem fylgja henni. Hásingar væru 8" Toytota, 4.88 hlutföll og loftlásar. Fjöðrun væri orginal Cherokke 4link að framan og að aftan yrði smíðuð A stífu fjöðrun eins og Freyr hérna á spjallinu smíðaði undir sinn með tilheyrandi hásingar færslu. Upphækkun yrði höfð í lágmarki og ég myndi notast við 38" AT dekk.
Hvað segið þið?
Það kostar nefnilega ekkert að láta sig dreyma :)